Von um fótboltakraftaverk Lars Christensen skrifar 27. apríl 2016 09:45 Hinn þjóðsagnakenndi knattspyrnustjóri Liverpool FC, Bill Shankly, sagði einu sinni: „Sumir halda að fótboltinn sé upp á líf og dauða. Þetta viðhorf veldur mér miklum vonbrigðum. Ég get fullvissað ykkur um að hann er miklu, miklu mikilvægari en það.“ Ég verða að segja að ég hef tilhneigingu til að vera sammála Shankly um þetta og ég er viss um að margir á Íslandi munu samsinna þessu þegar Íslendingar spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppni í Frakklandi í sumar. Íslenska liðið er augljóslega alger lítilmagni. Ekki einu sinni bjartsýnustu stuðningsmenn Íslands hefðu trúað því að liðið kæmist einu sinni í úrslitakeppnina í Frakklandi, en það hefur engu að síður gerst. Svo spurningin er: Hvernig mun Íslandi ganga? Hagfræðingar hafa auðvitað svar við því eins og öðru. Reyndar er til undirgrein hagfræðinnar sem snýr að íþróttum og hagfræði og kallast sportometrics. Sportometrics notar tæki hagfræðinnar – til dæmis tölfræðigreiningu – til að greina íþróttir og þar á meðal til að spá um fótboltaúrslit. Og hvort sem þið trúið því eða ekki þá hefur mikið verið skrifað um úrslitaspár í fótbolta. Og hvað segir þessi umfjöllun okkur um hvaða þættir séu mikilvægir fyrir árangur í fótbolta Augljóslega hafa þættir eins og fótboltahefð (hugsið um Þýskaland og England) og núverandi form liðsins (hugsið um styrkleikalista FIFA) mikið forspárgildi um árangur inni á vellinum. En ýmsar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á verulegt mikilvægi efnahagslegra þátta eins og vergrar landsframleiðslu á mann, en einnig stærð landanna (stærri löndum gengur gjarnan vel). Og hagurinn af heimavellinum hefur mjög mikið að segja. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt að heimavallarforskotið á móti eins og Evrópukeppninni samsvari því að vera 1-0 yfir þegar leikurinn hefst. Flestir þessara þátta gefa okkur litla ástæðu til að vera bjartsýn á frammistöðu Íslendinga í Frakklandi – Ísland er smáríki sem hefur aldrei spilað á stórmóti í fótbolta, það er ekki löng og sterk fótboltahefð í landinu og Íslendingar njóta þess ekki beint að vera á heimavelli. Hins vegar gefur einn þátturinn smávon – verg landsframleiðsla á mann. Íslendingar eru auðug þjóð og að öðru jöfnu (eins og hagfræðingar segja gjarnan) ætti það að vera okkur í hag í Frakklandi. Ímyndum okkur nú að keppnin myndi bara snúast um verga landsframleiðslu á mann. Íslendingar mæta Portúgölum, Austurríkismönnum og Ungverjum í F-riðli. Og góðu fréttirnar eru að Ísland hefur mesta verga landsframleiðslu á mann af þeim öllum (56.000 Bandaríkjadali) – miklu meiri en þeir sem veðmangarar telja sigurstranglegasta, Portúgalar. Svo að miðað við verga landsframleiðslu á mann ættum við að vinna F-riðil auðveldlega. Sigur í F-riðli þýðir að Ísland mætir liði númer 2 í E-riðli. Miðað við verga landsframleiðslu á mann verður það Svíþjóð (sem nú er með aðeins minni verga landsframleiðslu en Írland). Þetta verður mjög tvísýnn leikur en Íslendingar munu vinna þar sem verg landsframleiðsla á mann á Íslandi er um 10% meiri en í Svíþjóð. Því miður, Zlatan – þú ert úr leik! Og þar með er Ísland komið í fjórðungsúrslit – á móti Englandi! Og hvað haldið þið? Það verður auðveldur sigur fyrir Íslendinga því verg landsframleiðsla á mann í Bretlandi er ekki nema aumir 42.000 dalir. Þá er komið að undanúrslitunum. Gegn Þýskalandi! Og aftur – guði sé lof fyrir hina veiku evru – vinna Íslendingar Þjóðverja vegna meiri vergrar landsframleiðslu á mann. Þetta lítur út eins og kraftaverk. Íslendingar leika til úrslita gegn? …?Svisslendingum! Og þar með er komið að lokum. 56.000 dala verg landsframleiðsla á mann má sín lítils gegn 78.000 dölum Svisslendinga. Íslendingar munu ekki endurtaka velgengni Dana á Evrópumótinu 1992, en það verður mjög nálægt því, að minnsta kosti ef spá okkar byggist á vergri landsframleiðslu á mann. Svo viljið þið nú einu sinni hlusta á hagfræðinginn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn þjóðsagnakenndi knattspyrnustjóri Liverpool FC, Bill Shankly, sagði einu sinni: „Sumir halda að fótboltinn sé upp á líf og dauða. Þetta viðhorf veldur mér miklum vonbrigðum. Ég get fullvissað ykkur um að hann er miklu, miklu mikilvægari en það.“ Ég verða að segja að ég hef tilhneigingu til að vera sammála Shankly um þetta og ég er viss um að margir á Íslandi munu samsinna þessu þegar Íslendingar spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppni í Frakklandi í sumar. Íslenska liðið er augljóslega alger lítilmagni. Ekki einu sinni bjartsýnustu stuðningsmenn Íslands hefðu trúað því að liðið kæmist einu sinni í úrslitakeppnina í Frakklandi, en það hefur engu að síður gerst. Svo spurningin er: Hvernig mun Íslandi ganga? Hagfræðingar hafa auðvitað svar við því eins og öðru. Reyndar er til undirgrein hagfræðinnar sem snýr að íþróttum og hagfræði og kallast sportometrics. Sportometrics notar tæki hagfræðinnar – til dæmis tölfræðigreiningu – til að greina íþróttir og þar á meðal til að spá um fótboltaúrslit. Og hvort sem þið trúið því eða ekki þá hefur mikið verið skrifað um úrslitaspár í fótbolta. Og hvað segir þessi umfjöllun okkur um hvaða þættir séu mikilvægir fyrir árangur í fótbolta Augljóslega hafa þættir eins og fótboltahefð (hugsið um Þýskaland og England) og núverandi form liðsins (hugsið um styrkleikalista FIFA) mikið forspárgildi um árangur inni á vellinum. En ýmsar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á verulegt mikilvægi efnahagslegra þátta eins og vergrar landsframleiðslu á mann, en einnig stærð landanna (stærri löndum gengur gjarnan vel). Og hagurinn af heimavellinum hefur mjög mikið að segja. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt að heimavallarforskotið á móti eins og Evrópukeppninni samsvari því að vera 1-0 yfir þegar leikurinn hefst. Flestir þessara þátta gefa okkur litla ástæðu til að vera bjartsýn á frammistöðu Íslendinga í Frakklandi – Ísland er smáríki sem hefur aldrei spilað á stórmóti í fótbolta, það er ekki löng og sterk fótboltahefð í landinu og Íslendingar njóta þess ekki beint að vera á heimavelli. Hins vegar gefur einn þátturinn smávon – verg landsframleiðsla á mann. Íslendingar eru auðug þjóð og að öðru jöfnu (eins og hagfræðingar segja gjarnan) ætti það að vera okkur í hag í Frakklandi. Ímyndum okkur nú að keppnin myndi bara snúast um verga landsframleiðslu á mann. Íslendingar mæta Portúgölum, Austurríkismönnum og Ungverjum í F-riðli. Og góðu fréttirnar eru að Ísland hefur mesta verga landsframleiðslu á mann af þeim öllum (56.000 Bandaríkjadali) – miklu meiri en þeir sem veðmangarar telja sigurstranglegasta, Portúgalar. Svo að miðað við verga landsframleiðslu á mann ættum við að vinna F-riðil auðveldlega. Sigur í F-riðli þýðir að Ísland mætir liði númer 2 í E-riðli. Miðað við verga landsframleiðslu á mann verður það Svíþjóð (sem nú er með aðeins minni verga landsframleiðslu en Írland). Þetta verður mjög tvísýnn leikur en Íslendingar munu vinna þar sem verg landsframleiðsla á mann á Íslandi er um 10% meiri en í Svíþjóð. Því miður, Zlatan – þú ert úr leik! Og þar með er Ísland komið í fjórðungsúrslit – á móti Englandi! Og hvað haldið þið? Það verður auðveldur sigur fyrir Íslendinga því verg landsframleiðsla á mann í Bretlandi er ekki nema aumir 42.000 dalir. Þá er komið að undanúrslitunum. Gegn Þýskalandi! Og aftur – guði sé lof fyrir hina veiku evru – vinna Íslendingar Þjóðverja vegna meiri vergrar landsframleiðslu á mann. Þetta lítur út eins og kraftaverk. Íslendingar leika til úrslita gegn? …?Svisslendingum! Og þar með er komið að lokum. 56.000 dala verg landsframleiðsla á mann má sín lítils gegn 78.000 dölum Svisslendinga. Íslendingar munu ekki endurtaka velgengni Dana á Evrópumótinu 1992, en það verður mjög nálægt því, að minnsta kosti ef spá okkar byggist á vergri landsframleiðslu á mann. Svo viljið þið nú einu sinni hlusta á hagfræðinginn?
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun