Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Birgir Olgeirsson skrifar 25. apríl 2016 20:03 Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson. Vísir/EPA Spjótin standa á Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, eftir að það var uppljóstrað í dag að fjölskylda eiginkonu hans, Dorrit Moussaieff, átti aflandsfélagið Lasca Finance Limited sem er að finna í Panama-skjölunum.Kjarninn og Reykjavík Grapevine sögðu fyrst frá málinu. Síðar í dag boðaði Reykjavík Media frekari umfjöllun um tengsl forsetahjónanna við Panama-skjölin.Andrés Jónsson.VísirAlmannatengillinn Andrés Jónsson, sem er sérfræðingur í krísustjórnun, segir augljóst að það sé afar óþægilegt fyrir einhvern sem sækist eftir frekari trúnaðarstörfum fyrir almenning að vera tengdur Panama-skjölunum. „Það sýnir sig hér á Íslandi og víða annars staðar,“ segir Andrés um þá þá stjórnmálamenn sem hafa sagt af sér eftir að nöfn þeirra komu upp í lekanum á Panama-gögnunum. Ólafur Ragnar tilkynnti í síðustu viku að hann ætlar að sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum í sumar. Andrés segir Ólaf Ragnar mögulega þurfa að stíga það skref að opna bókhaldið líkt og nokkrir stjórnmálamenn hafa nú þegar gert. „Það sem hann ætti mögulega að skoða væri að upplýsa um öll fjármál þeirra hjóna, leggja allt á borðið. Það var það sem David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, þurfti að gera til að lifa af þá miklu gagnrýni sem hann varð fyrir nú á dögunum. Hann neyddist til að leggja spilin á borðin þannig að almenningur gæti lagt mat á málið,“ segir Andrés. Ólafur Ragnar hefur ítrekað neitað því að hann eða Dorrit eigi félög á aflandseyjum. Í nýlegu viðtali við bandarísku fréttastofuna CNN þvertók hann fyrir að hann eða fjölskylda hans tengdist slíkum félögum á nokkurn hátt. Andrés segir sérkennilegt að hafa heyrt forsetann taka svo afdráttarlaust til orða. Það gæti einfaldlega bent til þess að Ólafur hafi ekkert vitað um tilveru þessara aflandsfélags fjölskyldu Dorritar en engu að síður segir hann stjórnmálamenn yfirleitt reyna að passa sig á því að lenda ekki í því að hafa neitað einhverju sem síðar kom á daginn. Þess vegna hafi verið sérkennilegt að sjá Ólaf Ragnar taka svo afdráttarlaust til orða, í ljósi þess að hann er kvæntur inn í fjölskyldu Dorritar sem er afar auðug. Ólafur Ragnar hefur sjálfur svarað þessu máli á þann veg að hvorki hann né Dorrit hafi vitað af þessu félagi né heyrt af því áður. „Faðir Dorritar er látinn og móðir hennar, sem er 86 ára, man ekki eftir neinu slíku félagi." Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir David Cameron opnar bókhaldið Birtir upplýsingar um fjármál sín aftur til ársins 2009. 9. apríl 2016 23:49 Ástþór lýsir yfir áhyggjum vegna uppljóstrana úr Panamaskjölunum Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur sent utanríkisráðuneytinu bréf þess efnis. 25. apríl 2016 18:00 Kári vill að Ólafur Ragnar upplýsi þjóðina um fjármál hans og Dorritar „Hverjar eru eignir þeirra? Hvernig og hvar eru þær geymdar? Hafa þau hjón fjárfest í einhverju sem gæti leitt til þess að þjóðin liti svo á að hagsmunir þeirra stangist á við hagsmuni hennar?“ 25. apríl 2016 09:47 Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Móðir Camerons gaf honum 200 þúsund pund Hefur opinberað skattframtöl sín eftir að hafa verið sakaður um að hafa svikið undan skatti. 10. apríl 2016 11:03 Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira
Spjótin standa á Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, eftir að það var uppljóstrað í dag að fjölskylda eiginkonu hans, Dorrit Moussaieff, átti aflandsfélagið Lasca Finance Limited sem er að finna í Panama-skjölunum.Kjarninn og Reykjavík Grapevine sögðu fyrst frá málinu. Síðar í dag boðaði Reykjavík Media frekari umfjöllun um tengsl forsetahjónanna við Panama-skjölin.Andrés Jónsson.VísirAlmannatengillinn Andrés Jónsson, sem er sérfræðingur í krísustjórnun, segir augljóst að það sé afar óþægilegt fyrir einhvern sem sækist eftir frekari trúnaðarstörfum fyrir almenning að vera tengdur Panama-skjölunum. „Það sýnir sig hér á Íslandi og víða annars staðar,“ segir Andrés um þá þá stjórnmálamenn sem hafa sagt af sér eftir að nöfn þeirra komu upp í lekanum á Panama-gögnunum. Ólafur Ragnar tilkynnti í síðustu viku að hann ætlar að sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum í sumar. Andrés segir Ólaf Ragnar mögulega þurfa að stíga það skref að opna bókhaldið líkt og nokkrir stjórnmálamenn hafa nú þegar gert. „Það sem hann ætti mögulega að skoða væri að upplýsa um öll fjármál þeirra hjóna, leggja allt á borðið. Það var það sem David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, þurfti að gera til að lifa af þá miklu gagnrýni sem hann varð fyrir nú á dögunum. Hann neyddist til að leggja spilin á borðin þannig að almenningur gæti lagt mat á málið,“ segir Andrés. Ólafur Ragnar hefur ítrekað neitað því að hann eða Dorrit eigi félög á aflandseyjum. Í nýlegu viðtali við bandarísku fréttastofuna CNN þvertók hann fyrir að hann eða fjölskylda hans tengdist slíkum félögum á nokkurn hátt. Andrés segir sérkennilegt að hafa heyrt forsetann taka svo afdráttarlaust til orða. Það gæti einfaldlega bent til þess að Ólafur hafi ekkert vitað um tilveru þessara aflandsfélags fjölskyldu Dorritar en engu að síður segir hann stjórnmálamenn yfirleitt reyna að passa sig á því að lenda ekki í því að hafa neitað einhverju sem síðar kom á daginn. Þess vegna hafi verið sérkennilegt að sjá Ólaf Ragnar taka svo afdráttarlaust til orða, í ljósi þess að hann er kvæntur inn í fjölskyldu Dorritar sem er afar auðug. Ólafur Ragnar hefur sjálfur svarað þessu máli á þann veg að hvorki hann né Dorrit hafi vitað af þessu félagi né heyrt af því áður. „Faðir Dorritar er látinn og móðir hennar, sem er 86 ára, man ekki eftir neinu slíku félagi."
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir David Cameron opnar bókhaldið Birtir upplýsingar um fjármál sín aftur til ársins 2009. 9. apríl 2016 23:49 Ástþór lýsir yfir áhyggjum vegna uppljóstrana úr Panamaskjölunum Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur sent utanríkisráðuneytinu bréf þess efnis. 25. apríl 2016 18:00 Kári vill að Ólafur Ragnar upplýsi þjóðina um fjármál hans og Dorritar „Hverjar eru eignir þeirra? Hvernig og hvar eru þær geymdar? Hafa þau hjón fjárfest í einhverju sem gæti leitt til þess að þjóðin liti svo á að hagsmunir þeirra stangist á við hagsmuni hennar?“ 25. apríl 2016 09:47 Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Móðir Camerons gaf honum 200 þúsund pund Hefur opinberað skattframtöl sín eftir að hafa verið sakaður um að hafa svikið undan skatti. 10. apríl 2016 11:03 Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira
David Cameron opnar bókhaldið Birtir upplýsingar um fjármál sín aftur til ársins 2009. 9. apríl 2016 23:49
Ástþór lýsir yfir áhyggjum vegna uppljóstrana úr Panamaskjölunum Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur sent utanríkisráðuneytinu bréf þess efnis. 25. apríl 2016 18:00
Kári vill að Ólafur Ragnar upplýsi þjóðina um fjármál hans og Dorritar „Hverjar eru eignir þeirra? Hvernig og hvar eru þær geymdar? Hafa þau hjón fjárfest í einhverju sem gæti leitt til þess að þjóðin liti svo á að hagsmunir þeirra stangist á við hagsmuni hennar?“ 25. apríl 2016 09:47
Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00
Móðir Camerons gaf honum 200 þúsund pund Hefur opinberað skattframtöl sín eftir að hafa verið sakaður um að hafa svikið undan skatti. 10. apríl 2016 11:03
Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49