Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. apríl 2016 12:00 Ólafur Ragnar hefur gegnt embætti forseta Íslands í tuttugu ár sem er Íslandsmet. Engar reglur gilda um hve lengi forseti geti setið. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir muninn á langri setu sinni í embætti og einræðisherra sem hann hefur verið borinn saman við felast í því að forseti Íslands sé kjörinn í lýðræðislegu ferli. Raunar sé Ísland eitt elsta lýðræðisríki í heimi þar sem réttur bænda, sjómanna og annarra til að kjósa sér forseta sé sá sami. Þetta kom fram í viðtali Christiane Amanpour við Ólaf Ragnar á CNN. Ólafur Ragnar hefur sem kunnugt er hætt við að hætta sem forseti og gefur kost á sér í sjötta skiptið. Hann hefur gegnt embættinu í tuttugu ár. „Það er rétt. Þetta er ótrúlega langur tími,“ sagði Ólafur Ragnar í viðtalinu. Undnafarna mánuði, sérstaklega undanfarnar vikur, hafi komið hávær krafa um „stöðugleika og reynslu“ og leitað til hans um að þjóna þóðinni áfram.„Nei, nei, nei, nei, nei“ Hann vísaði til ákvarðana sinna um að setja ákvarðanir í hendur þjóðarinnar í formi þjóðaratkvæðagreiðslu, líkt og hann gerði við neitun undirritunar fjölmiðlalaga og Icesave-samninga, og taldi fólk vilja geta treyst áfram á að fyrirkomulagið yrði þannig áfram. Þá sagði Ólafur Ragnar það skoðun sína að upplýsingarnar úr Panamalekanum ættu svo sannarlega erindi við almenning. Það væri í takt við breytta tíma og upplýsingarnar þörf áminning til sín og annarra um það umhverfi sem skapað hefði verið undanfarna áratugi í fjármálakerfinu. Forsetinn þvertók fyrir að hann eða fjölskylda hans hefði nokkur tengsl við aflandsfélög sem ætti eftir að koma upp úr krafsinu síðar meir. „Nei, nei, nei, nei , nei,“ svaraði forsetinn. Hann hafði áður greint frá þessu í viðtali við Fréttablaðið á dögunum.Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá í heild að neðan. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir muninn á langri setu sinni í embætti og einræðisherra sem hann hefur verið borinn saman við felast í því að forseti Íslands sé kjörinn í lýðræðislegu ferli. Raunar sé Ísland eitt elsta lýðræðisríki í heimi þar sem réttur bænda, sjómanna og annarra til að kjósa sér forseta sé sá sami. Þetta kom fram í viðtali Christiane Amanpour við Ólaf Ragnar á CNN. Ólafur Ragnar hefur sem kunnugt er hætt við að hætta sem forseti og gefur kost á sér í sjötta skiptið. Hann hefur gegnt embættinu í tuttugu ár. „Það er rétt. Þetta er ótrúlega langur tími,“ sagði Ólafur Ragnar í viðtalinu. Undnafarna mánuði, sérstaklega undanfarnar vikur, hafi komið hávær krafa um „stöðugleika og reynslu“ og leitað til hans um að þjóna þóðinni áfram.„Nei, nei, nei, nei, nei“ Hann vísaði til ákvarðana sinna um að setja ákvarðanir í hendur þjóðarinnar í formi þjóðaratkvæðagreiðslu, líkt og hann gerði við neitun undirritunar fjölmiðlalaga og Icesave-samninga, og taldi fólk vilja geta treyst áfram á að fyrirkomulagið yrði þannig áfram. Þá sagði Ólafur Ragnar það skoðun sína að upplýsingarnar úr Panamalekanum ættu svo sannarlega erindi við almenning. Það væri í takt við breytta tíma og upplýsingarnar þörf áminning til sín og annarra um það umhverfi sem skapað hefði verið undanfarna áratugi í fjármálakerfinu. Forsetinn þvertók fyrir að hann eða fjölskylda hans hefði nokkur tengsl við aflandsfélög sem ætti eftir að koma upp úr krafsinu síðar meir. „Nei, nei, nei, nei , nei,“ svaraði forsetinn. Hann hafði áður greint frá þessu í viðtali við Fréttablaðið á dögunum.Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá í heild að neðan.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Sjá meira