Trump hjólar í Hillary og heitir því að vera ekki leiðinlegur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. apríl 2016 19:14 Trump er farinn að beina sjónum sínum að Demókrötum. Vísir/Getty Donalt Trump, líklegt forsetaefni Repúblikana, hjólaði í dag duglega í Hillary Clinton, líklegt forsetaefni Demókrata. Sagði Trump að Clinton væri óheiðarleg og lofaði hann stuðningsmönnum sínum að hann myndi ekki verða leiðinlegur með því að verða of forsetalegur. Sigur Trump í forkosningunum í New York þýðir að miklar líkur eru á að Trump verði forsetaefni Repúblikana í forsetakosningum í Bandaríkjunum í nóvember. Stjórnmálaskýrendur ytra telja að nú þurfi Trump að verða forsetalegri en áður en digurbarkalegar yfirlýsingar hans hingað til hafa ekki endilega þótt hæfa þeim sem sækist eftir því að verða forseti Bandaríkjanna. „Ég get sagt ykkur það að ef ég fer um of í forsetagírinn mun fólk fá leið á mér mjög flótt,“ sagði Trump áður en hann bætti því við að hann óttaðist að stuðningsmenn sínir myndu einfaldlega sofna færi hann í þann gírinn. Stuðningsmenn Trump virðast þó ekki styðja Trump vegna þess hversu hrifnir þeir eru af stefnumálun hans. Samkvæmt könnun sögðust 43 prósent þeirra sem styðja Trump gera það vegna þess að hann segir það sem hann hugsar, aðeins átta prósent aðspurðra líkaði vel við stefnumál Trump. Eftir sigur Trump í New York hefur hann í auknum mæli farið að snúa sér að andstæðingum sínum í Demókrataflokknum fremur en að beina sjónum sínum að keppinautum sínum innan eigin flokks og þar hefur Hillary Clinton helst fengið að heyra það. Sagði Trump að Clinton væri manneskja sem hefði fjölmarga galla og að hún væri versti mögulegi fulltrúi kvenna. Þá hélt Trump því fram að eina haldreipi Clinton í kosningabaráttunni væri sú staðreynd að hún væri kona. Þá saði Trump að Clinton væri óheiðarleg. „Við köllum hana óheiðarlegu Hillary (crooked Hillary) vegna þess að hún er óheiðarleg og hún hefur alltaf verið það,“ sagði Trump en Clinton hefur neitað að tjá sig um ummæli Trump. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Strax rýnt í næstu varaforseta Forvali í forsetakosningum í Bandaríkjunum lýkur ekki fyrr en í júní, en fjölmiðlar eru nú þegar farnir að velta fyrir sér varaforsetaefnum flokkanna. Varaforsetaefnið verður kynnt á flokksþingi í júlí. 23. apríl 2016 07:00 Hillir undir sigur hjá Clinton og Trump Bernie Sanders fékk verri útreið í New York en fyrirfram var talið og þykir nú vart eiga möguleika lengur gegn Clinton. Donald Trump þykir sömuleiðis orðinn nokkuð öruggur með útnefningu. 21. apríl 2016 07:00 Ætlar að breyta ímynd sinni eftir forvalið Yfirmaður framboðs Donald Trump segir að frambjóðandinn sýni ákveðinn karakter í forvalinu með tilgangi. 22. apríl 2016 12:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Sjá meira
Donalt Trump, líklegt forsetaefni Repúblikana, hjólaði í dag duglega í Hillary Clinton, líklegt forsetaefni Demókrata. Sagði Trump að Clinton væri óheiðarleg og lofaði hann stuðningsmönnum sínum að hann myndi ekki verða leiðinlegur með því að verða of forsetalegur. Sigur Trump í forkosningunum í New York þýðir að miklar líkur eru á að Trump verði forsetaefni Repúblikana í forsetakosningum í Bandaríkjunum í nóvember. Stjórnmálaskýrendur ytra telja að nú þurfi Trump að verða forsetalegri en áður en digurbarkalegar yfirlýsingar hans hingað til hafa ekki endilega þótt hæfa þeim sem sækist eftir því að verða forseti Bandaríkjanna. „Ég get sagt ykkur það að ef ég fer um of í forsetagírinn mun fólk fá leið á mér mjög flótt,“ sagði Trump áður en hann bætti því við að hann óttaðist að stuðningsmenn sínir myndu einfaldlega sofna færi hann í þann gírinn. Stuðningsmenn Trump virðast þó ekki styðja Trump vegna þess hversu hrifnir þeir eru af stefnumálun hans. Samkvæmt könnun sögðust 43 prósent þeirra sem styðja Trump gera það vegna þess að hann segir það sem hann hugsar, aðeins átta prósent aðspurðra líkaði vel við stefnumál Trump. Eftir sigur Trump í New York hefur hann í auknum mæli farið að snúa sér að andstæðingum sínum í Demókrataflokknum fremur en að beina sjónum sínum að keppinautum sínum innan eigin flokks og þar hefur Hillary Clinton helst fengið að heyra það. Sagði Trump að Clinton væri manneskja sem hefði fjölmarga galla og að hún væri versti mögulegi fulltrúi kvenna. Þá hélt Trump því fram að eina haldreipi Clinton í kosningabaráttunni væri sú staðreynd að hún væri kona. Þá saði Trump að Clinton væri óheiðarleg. „Við köllum hana óheiðarlegu Hillary (crooked Hillary) vegna þess að hún er óheiðarleg og hún hefur alltaf verið það,“ sagði Trump en Clinton hefur neitað að tjá sig um ummæli Trump.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Strax rýnt í næstu varaforseta Forvali í forsetakosningum í Bandaríkjunum lýkur ekki fyrr en í júní, en fjölmiðlar eru nú þegar farnir að velta fyrir sér varaforsetaefnum flokkanna. Varaforsetaefnið verður kynnt á flokksþingi í júlí. 23. apríl 2016 07:00 Hillir undir sigur hjá Clinton og Trump Bernie Sanders fékk verri útreið í New York en fyrirfram var talið og þykir nú vart eiga möguleika lengur gegn Clinton. Donald Trump þykir sömuleiðis orðinn nokkuð öruggur með útnefningu. 21. apríl 2016 07:00 Ætlar að breyta ímynd sinni eftir forvalið Yfirmaður framboðs Donald Trump segir að frambjóðandinn sýni ákveðinn karakter í forvalinu með tilgangi. 22. apríl 2016 12:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Sjá meira
Strax rýnt í næstu varaforseta Forvali í forsetakosningum í Bandaríkjunum lýkur ekki fyrr en í júní, en fjölmiðlar eru nú þegar farnir að velta fyrir sér varaforsetaefnum flokkanna. Varaforsetaefnið verður kynnt á flokksþingi í júlí. 23. apríl 2016 07:00
Hillir undir sigur hjá Clinton og Trump Bernie Sanders fékk verri útreið í New York en fyrirfram var talið og þykir nú vart eiga möguleika lengur gegn Clinton. Donald Trump þykir sömuleiðis orðinn nokkuð öruggur með útnefningu. 21. apríl 2016 07:00
Ætlar að breyta ímynd sinni eftir forvalið Yfirmaður framboðs Donald Trump segir að frambjóðandinn sýni ákveðinn karakter í forvalinu með tilgangi. 22. apríl 2016 12:00