Framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs segir af sér vegna eignarhalds á félögum í Panama-skjölunum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. apríl 2016 15:32 Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs, hefur sagt af sér vegna þess að nafn hans kemur fram í Panama-skjölunum svokölluðu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hans á vef lífeyrissjóðsins í dag. Hann segist leiður yfir málinu og biður fjölskyldu sína, vini, samstarfsfólk og kollega afsökunar á þeim óþægindum sem umræða um mál hans mun eflaust hafa í för með sér fyrir þau. Hér má sjá yfirlýsinguna í heild sinni. „Fyrir skömmu fékk ég upphringingu frá Kastljósi þar sem mér var tjáð að nafn mitt sé í hinum svokölluðu Panamaskjölum og tengist þar tveimur félögum. Annars vegar er félag sem stofnað er í Lúxemborg árið 1999 af Kaupþingi,“ segir í yfirlýsingu Kára Arnórs.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, þingmaður og formaður Framsóknarflokksins, er annar maður sem sagt hefur af sér vegna þess að nafn hans tengist félagi í Panama-skjölunum.Vísir/Anton„Þar gaf ég starfsmönnum Kaupþings fullt og óskorað umboð til að eiga viðskipti fyrir hönd félagsins. Eftir því sem mér er tjáð virðist félagið hafa starfað í 3 ár en þá hafi því verið lokað. Sennilega hafa fjárfestingar þess ekki gengið vel. Raunar hef ég engin gögn um viðskipti þessa félags. Kastljós hefur einhver gögn um félagið en vill ekki veita mér aðgang að þeim. Þótt erfitt sé að fullyrða um atburði sem áttu sér stað fyrir 16-17 árum tel ég samt nokkuð víst að ég lagði aldrei neina fjármuni í þetta félag og fékk enga fjármuni greidda frá því. Hitt félagið var stofnað af MP banka fyrir mína hönd árið 2004. Ég sé í gögnum að ég mun hafa greitt 305.200 kr. fyrir stofnun þess félags. Félagið var aldrei notað. Það var talið fram á framtölum á verðmæti stofnkostnaðar og afskrifað þremur árum síðar, sem tapað fé. Ég hafði því engan ávinning af þessum félögum og þau tengjast engum skattaundanskotum,“ segir í yfirlýsingu Kára Arnórs. „Eflaust bar mér að tilkynna um tilvist þessara félaga til minna yfirmanna. Um er að ræða löngu liðna atburði, sem erfitt er að fullyrða um, en ég tel þó víst að svo hafi ekki verið gert. Því má segja að ég hafi að því leyti ekki uppfyllt starfskyldur mínar. Ítarlegar reglur eru nú um hagsmunaskráningu og vel fylgst með að eftir þeim sé farið. Því var ekki til að dreifa fyrir 12-17 árum síðan.“Ekki stoltur af því að tengjast félögunum í skjölunum Kári telur ekki boðlegt að maður í sinni stöðu, það er að segja forstöðumaður aðila sem er í forsvari fyrir sjóð sem geymir lífeyrissparnað fyrir almenning, hafi tengst félögum sem nefnd eru í Panama-skjölunum. Hann segir þó eflaust mega deila um hversu alvarleg brot hans teljist. „Skiptir þá engu máli þótt langt sé um liðið, hvort þetta var löglegt eða ólöglegt eða hvort viðkomandi hafi hagnast á slíkum viðskiptum eða ekki. Í ljósi þessa hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs. Það er að mínu mati eina leiðin sem mér er fær til að axla ábyrgð, enda tengist vinnuveitandi minn ekki á neinn hátt þessum málum.“ Hann er ekki stoltur af því að hafa tekið þátt í ofangreindum viðskiptum. „Það voru mörg gylliboð í gangi hér á Íslandi á áratugnum fyrir bankahrunið. Á þessu má sjá að ég hef ekki verið ónæmur fyrir slíku þótt í þessum tilfellum væru það ekki ferðir til fjár. Ég er ekki stoltur af því að hafa látið glepjast af slíkum boðum. Ég vil þó taka fram að með því er ég ekki afsaka sjálfan mig enda við engan annan að sakast í þessu efni. Ég ber sjálfur ábyrgð á mínum gjörðum.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Glitnir veltir fyrir sér aðgerðum vegna Panama-skjala "Það verður örugglega rætt,“ segir Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis, um hvort Glitnir muni grípa til aðgerða eftir umfjöllun fjölmiðla um Ingibjörgu Pálmadóttur, aðaleiganda 365 miðla, og Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmann hennar, byggða á Panama-skjölunum svokölluðu. Ingólfur segir þó enga ákvörðun hafa verið tekna og vildi ekki tjá sig frekar um málið. 23. apríl 2016 07:00 Umfangsmikil viðskipti frá Panama Ingibjörg Pálmadóttir aðaleigandi 365 miðla á félag skráð á Panama sem meðal annars borgaði niður skuld Fjárfestingafélagsins Gaums við slitabú Glitnis. Birtar voru nýjar upplýsingar úr Panamaskjölunum i gær. Félagið var stofnað a 22. apríl 2016 05:00 Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs, hefur sagt af sér vegna þess að nafn hans kemur fram í Panama-skjölunum svokölluðu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hans á vef lífeyrissjóðsins í dag. Hann segist leiður yfir málinu og biður fjölskyldu sína, vini, samstarfsfólk og kollega afsökunar á þeim óþægindum sem umræða um mál hans mun eflaust hafa í för með sér fyrir þau. Hér má sjá yfirlýsinguna í heild sinni. „Fyrir skömmu fékk ég upphringingu frá Kastljósi þar sem mér var tjáð að nafn mitt sé í hinum svokölluðu Panamaskjölum og tengist þar tveimur félögum. Annars vegar er félag sem stofnað er í Lúxemborg árið 1999 af Kaupþingi,“ segir í yfirlýsingu Kára Arnórs.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, þingmaður og formaður Framsóknarflokksins, er annar maður sem sagt hefur af sér vegna þess að nafn hans tengist félagi í Panama-skjölunum.Vísir/Anton„Þar gaf ég starfsmönnum Kaupþings fullt og óskorað umboð til að eiga viðskipti fyrir hönd félagsins. Eftir því sem mér er tjáð virðist félagið hafa starfað í 3 ár en þá hafi því verið lokað. Sennilega hafa fjárfestingar þess ekki gengið vel. Raunar hef ég engin gögn um viðskipti þessa félags. Kastljós hefur einhver gögn um félagið en vill ekki veita mér aðgang að þeim. Þótt erfitt sé að fullyrða um atburði sem áttu sér stað fyrir 16-17 árum tel ég samt nokkuð víst að ég lagði aldrei neina fjármuni í þetta félag og fékk enga fjármuni greidda frá því. Hitt félagið var stofnað af MP banka fyrir mína hönd árið 2004. Ég sé í gögnum að ég mun hafa greitt 305.200 kr. fyrir stofnun þess félags. Félagið var aldrei notað. Það var talið fram á framtölum á verðmæti stofnkostnaðar og afskrifað þremur árum síðar, sem tapað fé. Ég hafði því engan ávinning af þessum félögum og þau tengjast engum skattaundanskotum,“ segir í yfirlýsingu Kára Arnórs. „Eflaust bar mér að tilkynna um tilvist þessara félaga til minna yfirmanna. Um er að ræða löngu liðna atburði, sem erfitt er að fullyrða um, en ég tel þó víst að svo hafi ekki verið gert. Því má segja að ég hafi að því leyti ekki uppfyllt starfskyldur mínar. Ítarlegar reglur eru nú um hagsmunaskráningu og vel fylgst með að eftir þeim sé farið. Því var ekki til að dreifa fyrir 12-17 árum síðan.“Ekki stoltur af því að tengjast félögunum í skjölunum Kári telur ekki boðlegt að maður í sinni stöðu, það er að segja forstöðumaður aðila sem er í forsvari fyrir sjóð sem geymir lífeyrissparnað fyrir almenning, hafi tengst félögum sem nefnd eru í Panama-skjölunum. Hann segir þó eflaust mega deila um hversu alvarleg brot hans teljist. „Skiptir þá engu máli þótt langt sé um liðið, hvort þetta var löglegt eða ólöglegt eða hvort viðkomandi hafi hagnast á slíkum viðskiptum eða ekki. Í ljósi þessa hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs. Það er að mínu mati eina leiðin sem mér er fær til að axla ábyrgð, enda tengist vinnuveitandi minn ekki á neinn hátt þessum málum.“ Hann er ekki stoltur af því að hafa tekið þátt í ofangreindum viðskiptum. „Það voru mörg gylliboð í gangi hér á Íslandi á áratugnum fyrir bankahrunið. Á þessu má sjá að ég hef ekki verið ónæmur fyrir slíku þótt í þessum tilfellum væru það ekki ferðir til fjár. Ég er ekki stoltur af því að hafa látið glepjast af slíkum boðum. Ég vil þó taka fram að með því er ég ekki afsaka sjálfan mig enda við engan annan að sakast í þessu efni. Ég ber sjálfur ábyrgð á mínum gjörðum.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Glitnir veltir fyrir sér aðgerðum vegna Panama-skjala "Það verður örugglega rætt,“ segir Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis, um hvort Glitnir muni grípa til aðgerða eftir umfjöllun fjölmiðla um Ingibjörgu Pálmadóttur, aðaleiganda 365 miðla, og Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmann hennar, byggða á Panama-skjölunum svokölluðu. Ingólfur segir þó enga ákvörðun hafa verið tekna og vildi ekki tjá sig frekar um málið. 23. apríl 2016 07:00 Umfangsmikil viðskipti frá Panama Ingibjörg Pálmadóttir aðaleigandi 365 miðla á félag skráð á Panama sem meðal annars borgaði niður skuld Fjárfestingafélagsins Gaums við slitabú Glitnis. Birtar voru nýjar upplýsingar úr Panamaskjölunum i gær. Félagið var stofnað a 22. apríl 2016 05:00 Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Glitnir veltir fyrir sér aðgerðum vegna Panama-skjala "Það verður örugglega rætt,“ segir Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis, um hvort Glitnir muni grípa til aðgerða eftir umfjöllun fjölmiðla um Ingibjörgu Pálmadóttur, aðaleiganda 365 miðla, og Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmann hennar, byggða á Panama-skjölunum svokölluðu. Ingólfur segir þó enga ákvörðun hafa verið tekna og vildi ekki tjá sig frekar um málið. 23. apríl 2016 07:00
Umfangsmikil viðskipti frá Panama Ingibjörg Pálmadóttir aðaleigandi 365 miðla á félag skráð á Panama sem meðal annars borgaði niður skuld Fjárfestingafélagsins Gaums við slitabú Glitnis. Birtar voru nýjar upplýsingar úr Panamaskjölunum i gær. Félagið var stofnað a 22. apríl 2016 05:00
Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00