Segir ákvörðun Ólafs dómgreindarbrest sem jók á sundrungu 23. apríl 2016 10:45 Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir að ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að gefa kost á sér til endurkjörs hafi verið dómgreindarbrestur. Það beri viðbrögðin við yfirlýsingunni með sér. Hann segir að ákvörðun forsetans um gefa kost á sér að nýju hafi því ekki orðið til þess að sameina þjóðina heldur til þess fallin að „auka enn á þá sundrungu sem fyrir er.“ Hún vinni því gegn yfirlýstu markmiði forsetans. Þetta kemur fram í pistli Styrmis í Morgunblaðinu í dag þar sem hann gerir breytingar á ákvæðum stjórnarskrárinnar um embætti forseta Íslands að umtalsefni sínu en Styrmir segir þær nú enn brýnni en áður. Eftir ákvörðun Ólafs Ragnars um að gefa kost á sér til endurkjörs megi þessar breytingar, að mati Styrmis, ekki bíða árum saman heldur verði þær „að koma til framkvæma á næstu misserum.“Synjunarvald afnumið og tímamörk nauðynleg Hann segir breytingarnar lúta að fjórum þáttum: „Í fyrsta lagi, hvort yfirleitt eigi að vera til embætti forseta lýðveldisins. Í öðru lagi er ljóst, verði það áfram til, að nauðsynlegt er að setja ákveðin tímamörk á setu hvers einstaklings á Bessastöðum, sem til þess er kjörinn. Í þriðja lagi hafa komið fram réttmætar ábendingar um að forsetakjör fari fram í tveimur umferðum, nái enginn frambjóðandi meirihluta atkvæða í fyrstu umferð. Í fjórða lagi er ástæða til að afnema alveg synjunarvald forseta vegna laga frá Alþingi en flytja það í þess stað yfir til þjóðarinnar sjálfrar,“ segir Styrmir.Styrmir Gunnarsson.Ritstjórinn fyrrverandi segir að nauðsynlegt að þessi mál komist á dagskrá í þeirri kosningabaráttu sem framundan er. Þannig gefist forseta tækifæri á að útskýra betur þau rök sem hann hafi fært fyrir þeirri ákvörðun sinni að bjóða sig fram enn á ný þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar. „Og þá má búast við að þungar athugasemdir Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, við röksemdir forsetans í samtali við DV nú í vikunni komi einnig við sögu,“ segir Styrmir og bætir við:Vonar að ákvörðunin leiði til samstöðu um stjórnarskrárbreytingar „Ákvörðun forsetans um að leita enn einu sinni endurkjörs hefur ekki orðið til að sameina þjóðina heldur hefur hún orðið til að auka enn á þá sundrungu sem fyrir er. Hún vinnur því gegn yfirlýstu markmiði forsetans.“ Fátt er þó svo með öllu illt að ei boði gott að mati Styrmis sem segir að ákvörðunin kunni að leiða til samstöðu allra flokka um nauðsynlegar, fyrrgreindar breytingar á stjórnarskránni. Það hafi hamlað ítrekuðum tilraunum til að ná fram breytingum á stjórnarskrá að stjórnmálaflokkarnir hafa haft mismunandi skoðanir á þeim. „Forseti Íslands hefur vafalaust byggt ákvörðun sína á að bjóða sig fram til endurkjörs á þeirri forsendu sem hann hefur gefið upp að hann yrði að fórna eigin frelsi fyrir skyldur gagnvart þjóðinni. En viðbrögðin við þeirri ákvörðun sýna að dómgreindin hefur brugðizt honum.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Guðni er enn að íhuga framboð: Segist ekki kunna við klækjabrögð Ólafs „Veit ég var búinn að lofa að koma undan feldi í sumarbyrjun en það fyrsta sem ég sá þegar ég gægðist út var Ólafur Ragnar Grímsson.“ 21. apríl 2016 13:34 Andri Snær skýtur á Ólaf Ragnar og spyr hvort óvissan verði minni eftir 24 ár "Af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár?“ spyr Andri Snær Magnason. 22. apríl 2016 08:58 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir að ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að gefa kost á sér til endurkjörs hafi verið dómgreindarbrestur. Það beri viðbrögðin við yfirlýsingunni með sér. Hann segir að ákvörðun forsetans um gefa kost á sér að nýju hafi því ekki orðið til þess að sameina þjóðina heldur til þess fallin að „auka enn á þá sundrungu sem fyrir er.“ Hún vinni því gegn yfirlýstu markmiði forsetans. Þetta kemur fram í pistli Styrmis í Morgunblaðinu í dag þar sem hann gerir breytingar á ákvæðum stjórnarskrárinnar um embætti forseta Íslands að umtalsefni sínu en Styrmir segir þær nú enn brýnni en áður. Eftir ákvörðun Ólafs Ragnars um að gefa kost á sér til endurkjörs megi þessar breytingar, að mati Styrmis, ekki bíða árum saman heldur verði þær „að koma til framkvæma á næstu misserum.“Synjunarvald afnumið og tímamörk nauðynleg Hann segir breytingarnar lúta að fjórum þáttum: „Í fyrsta lagi, hvort yfirleitt eigi að vera til embætti forseta lýðveldisins. Í öðru lagi er ljóst, verði það áfram til, að nauðsynlegt er að setja ákveðin tímamörk á setu hvers einstaklings á Bessastöðum, sem til þess er kjörinn. Í þriðja lagi hafa komið fram réttmætar ábendingar um að forsetakjör fari fram í tveimur umferðum, nái enginn frambjóðandi meirihluta atkvæða í fyrstu umferð. Í fjórða lagi er ástæða til að afnema alveg synjunarvald forseta vegna laga frá Alþingi en flytja það í þess stað yfir til þjóðarinnar sjálfrar,“ segir Styrmir.Styrmir Gunnarsson.Ritstjórinn fyrrverandi segir að nauðsynlegt að þessi mál komist á dagskrá í þeirri kosningabaráttu sem framundan er. Þannig gefist forseta tækifæri á að útskýra betur þau rök sem hann hafi fært fyrir þeirri ákvörðun sinni að bjóða sig fram enn á ný þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar. „Og þá má búast við að þungar athugasemdir Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, við röksemdir forsetans í samtali við DV nú í vikunni komi einnig við sögu,“ segir Styrmir og bætir við:Vonar að ákvörðunin leiði til samstöðu um stjórnarskrárbreytingar „Ákvörðun forsetans um að leita enn einu sinni endurkjörs hefur ekki orðið til að sameina þjóðina heldur hefur hún orðið til að auka enn á þá sundrungu sem fyrir er. Hún vinnur því gegn yfirlýstu markmiði forsetans.“ Fátt er þó svo með öllu illt að ei boði gott að mati Styrmis sem segir að ákvörðunin kunni að leiða til samstöðu allra flokka um nauðsynlegar, fyrrgreindar breytingar á stjórnarskránni. Það hafi hamlað ítrekuðum tilraunum til að ná fram breytingum á stjórnarskrá að stjórnmálaflokkarnir hafa haft mismunandi skoðanir á þeim. „Forseti Íslands hefur vafalaust byggt ákvörðun sína á að bjóða sig fram til endurkjörs á þeirri forsendu sem hann hefur gefið upp að hann yrði að fórna eigin frelsi fyrir skyldur gagnvart þjóðinni. En viðbrögðin við þeirri ákvörðun sýna að dómgreindin hefur brugðizt honum.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Guðni er enn að íhuga framboð: Segist ekki kunna við klækjabrögð Ólafs „Veit ég var búinn að lofa að koma undan feldi í sumarbyrjun en það fyrsta sem ég sá þegar ég gægðist út var Ólafur Ragnar Grímsson.“ 21. apríl 2016 13:34 Andri Snær skýtur á Ólaf Ragnar og spyr hvort óvissan verði minni eftir 24 ár "Af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár?“ spyr Andri Snær Magnason. 22. apríl 2016 08:58 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15
Guðni er enn að íhuga framboð: Segist ekki kunna við klækjabrögð Ólafs „Veit ég var búinn að lofa að koma undan feldi í sumarbyrjun en það fyrsta sem ég sá þegar ég gægðist út var Ólafur Ragnar Grímsson.“ 21. apríl 2016 13:34
Andri Snær skýtur á Ólaf Ragnar og spyr hvort óvissan verði minni eftir 24 ár "Af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár?“ spyr Andri Snær Magnason. 22. apríl 2016 08:58