Matarvagninn verður aftur í Skaftafelli Stefanía Björg Víkingsdóttir skrifar 23. apríl 2016 07:00 Fyrirtækið Jöklavagnar, sem starfrækti matarvagn í Skaftafelli síðasta sumar, mun halda rekstri sínum áfram í sumar. Vagninn er undir merkjum Glacier Goodies og leitast við að nota hráefni af nærsvæðinu til þess að tryggja sjálfbærni og ferskleika rétta. Stefán Þór Arnarson yfirkokkur segir stefnuna vera að gera það sem þau eru að gera eins vel og hægt er. „Núna stendur yfir undirbúningur fyrir sumarið. Við erum að setja saman matseðil og hann verður með svipuðu sniði og í fyrra,“ segir Stefán. Vagninn verður í Skaftafelli frá og með miðjum maí fram í september. Viðbrögðin síðasta sumar segir Stefán hafa verið mjög góð. Meirihluta gesta þeirra segir hann hafa verið erlenda ferðamenn en að einnig hafi margir Íslendingar komið við hjá þeim. Stefán segist hissa á því hve margir Íslendingar hafi í raun komið og að margir hafi sérstaklega gert sér ferð til þeirra. „Við fengum gesti sem voru kannski búnir að keyra hérna framhjá en aldrei komið við, sem komu sérstaklega til að borða hjá okkur. Skaftafell er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði og trekkir að talsvert mikið af ferðamönnum. Komum þangað hefur fjölgað mikið síðustu ár og má til dæmis nefna að í mars í fyrra komu um 14 þúsund manns í Skaftafell en í mars í ár komu um 24 þúsund manns, segir Elvar Ingþórsson, landvörður í Skaftafelli. Elvar segir að alls hafi komið um 400 þúsund manns í Skaftafell í fyrra, en af þeim fjölda komu tæp 300 þúsund á aðeins fjórum mánuðum, frá maí og fram í ágúst. Elvar segist gera ráð fyrir því að komum ferðamanna fjölgi enn þetta árið. Spurður út í hvort fjölgun ferðamanna muni hafa áhrif á þjónustuna segist Stefán ekki geta sagt til um það. „Við reynum að bjóðum upp á ákveðna upplifunarferðaþjónustu, að vera með rétti úr ríki Vatnajökuls, persónulega þjónustu og heiðarlegan mat. Við viljum að eiginlegt bragð hráefnisins njóti sín sem best og við viljum að gestir bæði komi og fari glaðir.“Glacier Goodies er starfrækt af Stefáni og konu hans, auk frænda hans. Stefán er lærður matreiðslumeistari og á langan feril að baki í veitinga- og hótelgeiranum og hefur unnið á mörgum af bestu hótelum og veitingastöðum landsins. Sér til halds og trausts hefur Stefán aðstoðarkokk og vin sinn, Alexander Alvin, en þeir hafa lengi fylgst að í veitingabransanum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Fyrirtækið Jöklavagnar, sem starfrækti matarvagn í Skaftafelli síðasta sumar, mun halda rekstri sínum áfram í sumar. Vagninn er undir merkjum Glacier Goodies og leitast við að nota hráefni af nærsvæðinu til þess að tryggja sjálfbærni og ferskleika rétta. Stefán Þór Arnarson yfirkokkur segir stefnuna vera að gera það sem þau eru að gera eins vel og hægt er. „Núna stendur yfir undirbúningur fyrir sumarið. Við erum að setja saman matseðil og hann verður með svipuðu sniði og í fyrra,“ segir Stefán. Vagninn verður í Skaftafelli frá og með miðjum maí fram í september. Viðbrögðin síðasta sumar segir Stefán hafa verið mjög góð. Meirihluta gesta þeirra segir hann hafa verið erlenda ferðamenn en að einnig hafi margir Íslendingar komið við hjá þeim. Stefán segist hissa á því hve margir Íslendingar hafi í raun komið og að margir hafi sérstaklega gert sér ferð til þeirra. „Við fengum gesti sem voru kannski búnir að keyra hérna framhjá en aldrei komið við, sem komu sérstaklega til að borða hjá okkur. Skaftafell er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði og trekkir að talsvert mikið af ferðamönnum. Komum þangað hefur fjölgað mikið síðustu ár og má til dæmis nefna að í mars í fyrra komu um 14 þúsund manns í Skaftafell en í mars í ár komu um 24 þúsund manns, segir Elvar Ingþórsson, landvörður í Skaftafelli. Elvar segir að alls hafi komið um 400 þúsund manns í Skaftafell í fyrra, en af þeim fjölda komu tæp 300 þúsund á aðeins fjórum mánuðum, frá maí og fram í ágúst. Elvar segist gera ráð fyrir því að komum ferðamanna fjölgi enn þetta árið. Spurður út í hvort fjölgun ferðamanna muni hafa áhrif á þjónustuna segist Stefán ekki geta sagt til um það. „Við reynum að bjóðum upp á ákveðna upplifunarferðaþjónustu, að vera með rétti úr ríki Vatnajökuls, persónulega þjónustu og heiðarlegan mat. Við viljum að eiginlegt bragð hráefnisins njóti sín sem best og við viljum að gestir bæði komi og fari glaðir.“Glacier Goodies er starfrækt af Stefáni og konu hans, auk frænda hans. Stefán er lærður matreiðslumeistari og á langan feril að baki í veitinga- og hótelgeiranum og hefur unnið á mörgum af bestu hótelum og veitingastöðum landsins. Sér til halds og trausts hefur Stefán aðstoðarkokk og vin sinn, Alexander Alvin, en þeir hafa lengi fylgst að í veitingabransanum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira