Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - KR 82-88 | Þriðji Íslandsmeistaratitilinn í röð í sjónmáli Ingvi Þór Sæmundsson í Schenker-höllinni á Ásvöllum skrifar 22. apríl 2016 21:00 KR er komið í 2-0 í úrslitaeinvíginu við Hauka um Íslandsmeistaratitilinn eftir sex stiga sigur, 82-88, í öðrum leik liðanna á Ásvöllum í kvöld. Þriðji Íslandsmeistaratitill KR í röð er í sjónmáli en KR þarf aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér þann stóra í fimmtánda sinn í sögu félagsins. Leikurinn í kvöld var miklu jafnari en leikur eitt á þriðjudaginn. KR byrjaði betur en Haukar voru öflugir í 2. leikhluta og staðan í hálfleik var jöfn, 37-37. Seinni hálfleikurinn var gríðarlega spennandi en undir lokin stigu lykilmenn KR upp og settu stóru skotin ofan í. Kári Jónsson lék ekki með Haukum vegna meiðsla og munaði um minna en heimamenn vantaði sárlega einhverja ógn fyrir utan á lokamínútunum. Staðan var jöfn, 73-73, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir en 8-0 kafli KR-inga reyndist banabiti Hauka. Hafnfirðingar voru í erfiðri stöðu og þurftu að brjóta á lokakaflanum. KR-ingar voru svalir á vítalínunni og lönduðu sex stiga sigri, 82-88. Michael Craion var atkvæðamestur í liði KR með 27 stig, 13 fráköst, fjórar stoðsendingar og þrjú varin skot. Brynjar Þór Björnsson var öflugur líkt og í fyrsta leiknum og skilaði 21 stigi, fimm fráköstum og átta stoðsendingum. Helgi Már Magnússon skoraði 20 stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Hjá Haukum átti Brandon Mobley mjög góðan leik og skilaði 28 stigum, 14 fráköstum og fjórum stoðsendingum. Finnur Atli Magnússon skoraði 15 stig (öll í 2. leikhluta), tók 15 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Haukur Óskarsson fór seint í gang en 12 af 14 stigum hans komu í seinni hálfleik. Þá átti Emil Barja afbragðs leik framan af. Leikstjórnandinn skoraði 11 stig, tók sex fráköst og gaf 12 stoðsendingar en villuvandræði gerðu honum erfitt fyrir í seinni hálfleik líkt og Mobley. Haukarnir hittu skelfilega í upphafi leiks og fengu ekkert gefins hjá öflugri KR-vörn. Aðeins tveir leikmenn Hauka komust á blað í 1. leikhluta; Brandon Mobley og Finnur Atli Magnússon. Sá fyrrnefndi var miklu beittari en í síðasta leik og var kominn með 11 stig og átta fráköst þegar hann fékk sína þriðju villu snemma í 2. leikhluta. Hjá KR voru fleiri virkir í sóknarleiknum. Brynjar Þór Björnsson hélt uppteknum hætti frá því í fyrsta leiknum og skoraði átta stig í 1. leikhluta en KR leiddi með níu stigum eftir hann, 12-21. Haukarnir lögðu sig alla fram en hittu ekki neitt framan af. Það lagaðist í 2. leikhluta þar sem Finnur Atli fór á kostum. Finnur fann sig ekki í fyrsta leiknum og var stigalaus eftir 1. leikhluta í kvöld. En í 2. leikhluta vaknaði hann heldur betur til lífsins og skoraði 15 stig á síðustu fjórum og hálfri mínútu hans. Emil var einnig að spila vel en hann var með sex stig og sjö stoðsendingar í fyrri hálfleik. KR leiddi með 11 stigum, 18-29, um miðjan 2. leikhluta en þá fóru Haukarnir í gang, þéttu vörnina og fóru að setja niður skot. Á meðan datt sóknarleikur KR niður eftir að Pavel Ermolinskij fór af velli með sína þriðju villu. Í fjarveru Pavels fóru KR-ingar enn meira inn á Michael Craion. Hann skoraði 12 stig í fyrri hálfleik en fór illa með nokkur góð færi og var svo í vandræðum á vítalínunni. Kristinn Jónasson réði ekkert við Craion meðan hann var inni á en Guðni Heiðar Valentínusson, sem hefur lítið spilað í vetur, kom inn á og gekk vel að eiga við Bandaríkjamanninn öfluga. Staðan í hálfleik var jöfn, 37-37, og 3. leikhlutinn var gríðarlega jafn þar sem liðin skiptust á forystunni. Emil fékk sína fjórðu villu þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum en þrátt fyrir að missa hann út af, og svo Mobley skömmu síðar, var ágætis taktur í Haukum og þeir leiddu, 62-60, fyrir lokaleikhlutann. Gestirnir jöfnuðu í 66-66 en þá komu fimm stig frá Haukum í röð og staðan 71-66. En KR-ingar áttu síðustu höggin. Brynjar, Darri Hilmarsson og Björn Kristjánsson settu niður stóra þrista, Craion fór að klára færin sín undir körfunni og allt í einu var munurinn orðinn átta stig, 75-83. Haukarnir voru komnir í erfiða stöðu og náðu ekki að brúa þetta bil. KR-ingar spiluðu af skynsemi á lokakaflanum og tryggðu sér sex stiga sigur, 82-88, og 2-0 forystu í einvíginu.Haukar-KR 82-88 (12-21, 25-16, 25-23, 20-28)Haukar: Brandon Mobley 28/14 fráköst, Finnur Atli Magnússon 15/15 fráköst/3 varin skot, Haukur Óskarsson 14, Emil Barja 11/6 fráköst/12 stoðsendingar, Hjálmar Stefánsson 6/3 varin skot, Kristinn Jónasson 3, Kristinn Marinósson 3, Guðni Heiðar Valentínusson 2, Ívar Barja 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Gunnar Birgir Sandholt 0.KR: Michael Craion 27/13 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 21/5 fráköst/8 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 20/7 fráköst/5 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 9/8 fráköst, Björn Kristjánsson 7/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 4/6 stoðsendingar, Jón Hrafn Baldvinsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Arnór Hermannsson 0, Ólafur Þorri Sigurjónsson 0, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 0, Snorri Hrafnkelsson 0.Brynjar Þór: Haukar eru sterkari í vörninni án Kára Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, sagði Íslandsmeistarana ekki hafa spilað jafn vel gegn Haukum í kvöld og í fyrsta leik liðanna á þriðjudaginn. „Við vorum flatari og það vantaði smá kraft í okkur. Í fyrri hálfleik vorum við hálf líflausir en í 4. leikhluta stigum við upp og það kom smá karakter í liðið,“ sagði Brynjar. „Við rifum okkur upp og framkvæmdum hlutina vel í vörn og sókn. Allir settu stóru skotin niður, Bjössi [Björn Kristjánsson], Darri [Hilmarsson] og ég. Þetta var liðsframmistaða í 4. leikhluta.“ KR leiddi með níu stigum, 12-21, eftir 1. leikhluta en Brynjar segir að KR-ingar hefðu átt að ná stærra forskoti á þeim kafla. „Við hefðum átt að keyra yfir þá en nýttum ekki tækifærin. Við vorum værukærir og spiluðum ekki af krafti. Ef við hefðum gert það þá hefði þessi leikur aldrei orðið spennandi,“ sagði Brynjar. Haukar léku án Kára Jónssonar í kvöld en hann er ekki búinn að jafna sig á meiðslunum sem hann varð fyrir í fyrsta leiknum. Brynjar segir að það veiki Hauka í sókninni en ekki varnarmegin. „Þeir spila ekki jafn vel sóknarlega án hans en þeir eru mun sterkari í vörninni og erfiðara að spila á móti þeim,“ sagði Brynjar og bætti því við að Kristinn Marinósson væri erfiðari við að eiga en Kári. „Hann spilar miklu fastar og reynir að komast aðeins inn í hausinn á mönnum.“Ívar: Þeir hittu úr stóru skotunum Þrátt fyrir tapið fyrir KR á heimavelli í kvöld var Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, sáttur með framlag sinna manna. „Við lentum í gríðarlegum villuvandræðum og vorum í vandræðum með að stoppa þá inni í teig, þurftum að hjálpa og þá opnaðist fyrir skotin hjá þeim,“ sagði Ívar en Emil Barja og Brandon Mobley fengu báðir sína fjórðu villu í 3. leikhluta. „Við lögðum okkur gríðarlega mikið fram í leiknum en það munaði um Kára [Jónsson], sérstaklega þegar Emil fékk fjórðu villuna. „Við héldum samt haus en það vantaði nokkur skot til að ná meiri forystu í 4. leikhluta þegar við vorum í gírnum. „Þeir hittu úr stóru skotunum undir lokin en við ekki. Það var bara munurinn í þessum leik. Þetta var hörkuleikur en við fengum aðeins of mikið af stigum á okkur. 88 stig á okkur er of mikið, 82 stig skoruð eiga að duga til sigurs.“ Þrátt fyrir að vera 2-0 undir hefur Ívar trú á því að Haukar geti sótt sigur í Vesturbæinn á mánudaginn. „Við sýndum það í kvöld að við getum alveg unnið. Það vantaði herslumuninn og ég hef fulla trú á því að við förum í Vesturbæinn og náum í sigur,“ sagði Ívar og bætti því við að það kæmi ekki í ljós fyrr en nær dregur hvort Kári yrði með í þriðja leiknum.Finnur Freyr: Reynsluboltarnir stigu upp Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var að vonum kátur með sigurinn á Ásvöllum í kvöld en KR-ingar eru komnir í frábæra stöðu til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð. „Haukarnir voru mun betri í þessum leik en þeim síðasta og mér fannst við líka lakari. Ég er gríðarlega sáttur að ná í þennan mikilvæga sigur,“ sagði Finnur. Hann vildi sjá sína menn ná betra forskoti í byrjun leiks. „Mér fannst mómentið vera okkar megin í byrjun leiks. Við náðum 10-11 stiga forskoti og mér fannst vera tækifæri til að klára leikinn, eða koma þessu upp í mun sem væri erfitt að yfirstíga. „Í staðinn gerum við varnarmistök og hleypum þeim inn í leikinn. Haukarnir gripu tækifærið enda með mjög gott lið. „En sem betur fer stigu reynsluboltarnir upp þegar fór að líða á 4. leikhlutann og við náðum að sigla þessu heim,“ sagði Finnur sem segir mikilvægt að hafa leikmenn sem hafa gert þetta allt saman áður. „Ég held að það sé enginn sem er sáttur með sína frammistöðu framan af leiknum. En það var stórt augnablik þegar einn af okkur reynsluminni mönnum, Björn Kristjánsson, setti niður stóra þrist sem kveikti aðeins í okkur,“ sagði Finnur að endingu.Bein lýsing: Haukar - KRTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
KR er komið í 2-0 í úrslitaeinvíginu við Hauka um Íslandsmeistaratitilinn eftir sex stiga sigur, 82-88, í öðrum leik liðanna á Ásvöllum í kvöld. Þriðji Íslandsmeistaratitill KR í röð er í sjónmáli en KR þarf aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér þann stóra í fimmtánda sinn í sögu félagsins. Leikurinn í kvöld var miklu jafnari en leikur eitt á þriðjudaginn. KR byrjaði betur en Haukar voru öflugir í 2. leikhluta og staðan í hálfleik var jöfn, 37-37. Seinni hálfleikurinn var gríðarlega spennandi en undir lokin stigu lykilmenn KR upp og settu stóru skotin ofan í. Kári Jónsson lék ekki með Haukum vegna meiðsla og munaði um minna en heimamenn vantaði sárlega einhverja ógn fyrir utan á lokamínútunum. Staðan var jöfn, 73-73, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir en 8-0 kafli KR-inga reyndist banabiti Hauka. Hafnfirðingar voru í erfiðri stöðu og þurftu að brjóta á lokakaflanum. KR-ingar voru svalir á vítalínunni og lönduðu sex stiga sigri, 82-88. Michael Craion var atkvæðamestur í liði KR með 27 stig, 13 fráköst, fjórar stoðsendingar og þrjú varin skot. Brynjar Þór Björnsson var öflugur líkt og í fyrsta leiknum og skilaði 21 stigi, fimm fráköstum og átta stoðsendingum. Helgi Már Magnússon skoraði 20 stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Hjá Haukum átti Brandon Mobley mjög góðan leik og skilaði 28 stigum, 14 fráköstum og fjórum stoðsendingum. Finnur Atli Magnússon skoraði 15 stig (öll í 2. leikhluta), tók 15 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Haukur Óskarsson fór seint í gang en 12 af 14 stigum hans komu í seinni hálfleik. Þá átti Emil Barja afbragðs leik framan af. Leikstjórnandinn skoraði 11 stig, tók sex fráköst og gaf 12 stoðsendingar en villuvandræði gerðu honum erfitt fyrir í seinni hálfleik líkt og Mobley. Haukarnir hittu skelfilega í upphafi leiks og fengu ekkert gefins hjá öflugri KR-vörn. Aðeins tveir leikmenn Hauka komust á blað í 1. leikhluta; Brandon Mobley og Finnur Atli Magnússon. Sá fyrrnefndi var miklu beittari en í síðasta leik og var kominn með 11 stig og átta fráköst þegar hann fékk sína þriðju villu snemma í 2. leikhluta. Hjá KR voru fleiri virkir í sóknarleiknum. Brynjar Þór Björnsson hélt uppteknum hætti frá því í fyrsta leiknum og skoraði átta stig í 1. leikhluta en KR leiddi með níu stigum eftir hann, 12-21. Haukarnir lögðu sig alla fram en hittu ekki neitt framan af. Það lagaðist í 2. leikhluta þar sem Finnur Atli fór á kostum. Finnur fann sig ekki í fyrsta leiknum og var stigalaus eftir 1. leikhluta í kvöld. En í 2. leikhluta vaknaði hann heldur betur til lífsins og skoraði 15 stig á síðustu fjórum og hálfri mínútu hans. Emil var einnig að spila vel en hann var með sex stig og sjö stoðsendingar í fyrri hálfleik. KR leiddi með 11 stigum, 18-29, um miðjan 2. leikhluta en þá fóru Haukarnir í gang, þéttu vörnina og fóru að setja niður skot. Á meðan datt sóknarleikur KR niður eftir að Pavel Ermolinskij fór af velli með sína þriðju villu. Í fjarveru Pavels fóru KR-ingar enn meira inn á Michael Craion. Hann skoraði 12 stig í fyrri hálfleik en fór illa með nokkur góð færi og var svo í vandræðum á vítalínunni. Kristinn Jónasson réði ekkert við Craion meðan hann var inni á en Guðni Heiðar Valentínusson, sem hefur lítið spilað í vetur, kom inn á og gekk vel að eiga við Bandaríkjamanninn öfluga. Staðan í hálfleik var jöfn, 37-37, og 3. leikhlutinn var gríðarlega jafn þar sem liðin skiptust á forystunni. Emil fékk sína fjórðu villu þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum en þrátt fyrir að missa hann út af, og svo Mobley skömmu síðar, var ágætis taktur í Haukum og þeir leiddu, 62-60, fyrir lokaleikhlutann. Gestirnir jöfnuðu í 66-66 en þá komu fimm stig frá Haukum í röð og staðan 71-66. En KR-ingar áttu síðustu höggin. Brynjar, Darri Hilmarsson og Björn Kristjánsson settu niður stóra þrista, Craion fór að klára færin sín undir körfunni og allt í einu var munurinn orðinn átta stig, 75-83. Haukarnir voru komnir í erfiða stöðu og náðu ekki að brúa þetta bil. KR-ingar spiluðu af skynsemi á lokakaflanum og tryggðu sér sex stiga sigur, 82-88, og 2-0 forystu í einvíginu.Haukar-KR 82-88 (12-21, 25-16, 25-23, 20-28)Haukar: Brandon Mobley 28/14 fráköst, Finnur Atli Magnússon 15/15 fráköst/3 varin skot, Haukur Óskarsson 14, Emil Barja 11/6 fráköst/12 stoðsendingar, Hjálmar Stefánsson 6/3 varin skot, Kristinn Jónasson 3, Kristinn Marinósson 3, Guðni Heiðar Valentínusson 2, Ívar Barja 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Gunnar Birgir Sandholt 0.KR: Michael Craion 27/13 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 21/5 fráköst/8 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 20/7 fráköst/5 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 9/8 fráköst, Björn Kristjánsson 7/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 4/6 stoðsendingar, Jón Hrafn Baldvinsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Arnór Hermannsson 0, Ólafur Þorri Sigurjónsson 0, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 0, Snorri Hrafnkelsson 0.Brynjar Þór: Haukar eru sterkari í vörninni án Kára Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, sagði Íslandsmeistarana ekki hafa spilað jafn vel gegn Haukum í kvöld og í fyrsta leik liðanna á þriðjudaginn. „Við vorum flatari og það vantaði smá kraft í okkur. Í fyrri hálfleik vorum við hálf líflausir en í 4. leikhluta stigum við upp og það kom smá karakter í liðið,“ sagði Brynjar. „Við rifum okkur upp og framkvæmdum hlutina vel í vörn og sókn. Allir settu stóru skotin niður, Bjössi [Björn Kristjánsson], Darri [Hilmarsson] og ég. Þetta var liðsframmistaða í 4. leikhluta.“ KR leiddi með níu stigum, 12-21, eftir 1. leikhluta en Brynjar segir að KR-ingar hefðu átt að ná stærra forskoti á þeim kafla. „Við hefðum átt að keyra yfir þá en nýttum ekki tækifærin. Við vorum værukærir og spiluðum ekki af krafti. Ef við hefðum gert það þá hefði þessi leikur aldrei orðið spennandi,“ sagði Brynjar. Haukar léku án Kára Jónssonar í kvöld en hann er ekki búinn að jafna sig á meiðslunum sem hann varð fyrir í fyrsta leiknum. Brynjar segir að það veiki Hauka í sókninni en ekki varnarmegin. „Þeir spila ekki jafn vel sóknarlega án hans en þeir eru mun sterkari í vörninni og erfiðara að spila á móti þeim,“ sagði Brynjar og bætti því við að Kristinn Marinósson væri erfiðari við að eiga en Kári. „Hann spilar miklu fastar og reynir að komast aðeins inn í hausinn á mönnum.“Ívar: Þeir hittu úr stóru skotunum Þrátt fyrir tapið fyrir KR á heimavelli í kvöld var Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, sáttur með framlag sinna manna. „Við lentum í gríðarlegum villuvandræðum og vorum í vandræðum með að stoppa þá inni í teig, þurftum að hjálpa og þá opnaðist fyrir skotin hjá þeim,“ sagði Ívar en Emil Barja og Brandon Mobley fengu báðir sína fjórðu villu í 3. leikhluta. „Við lögðum okkur gríðarlega mikið fram í leiknum en það munaði um Kára [Jónsson], sérstaklega þegar Emil fékk fjórðu villuna. „Við héldum samt haus en það vantaði nokkur skot til að ná meiri forystu í 4. leikhluta þegar við vorum í gírnum. „Þeir hittu úr stóru skotunum undir lokin en við ekki. Það var bara munurinn í þessum leik. Þetta var hörkuleikur en við fengum aðeins of mikið af stigum á okkur. 88 stig á okkur er of mikið, 82 stig skoruð eiga að duga til sigurs.“ Þrátt fyrir að vera 2-0 undir hefur Ívar trú á því að Haukar geti sótt sigur í Vesturbæinn á mánudaginn. „Við sýndum það í kvöld að við getum alveg unnið. Það vantaði herslumuninn og ég hef fulla trú á því að við förum í Vesturbæinn og náum í sigur,“ sagði Ívar og bætti því við að það kæmi ekki í ljós fyrr en nær dregur hvort Kári yrði með í þriðja leiknum.Finnur Freyr: Reynsluboltarnir stigu upp Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var að vonum kátur með sigurinn á Ásvöllum í kvöld en KR-ingar eru komnir í frábæra stöðu til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð. „Haukarnir voru mun betri í þessum leik en þeim síðasta og mér fannst við líka lakari. Ég er gríðarlega sáttur að ná í þennan mikilvæga sigur,“ sagði Finnur. Hann vildi sjá sína menn ná betra forskoti í byrjun leiks. „Mér fannst mómentið vera okkar megin í byrjun leiks. Við náðum 10-11 stiga forskoti og mér fannst vera tækifæri til að klára leikinn, eða koma þessu upp í mun sem væri erfitt að yfirstíga. „Í staðinn gerum við varnarmistök og hleypum þeim inn í leikinn. Haukarnir gripu tækifærið enda með mjög gott lið. „En sem betur fer stigu reynsluboltarnir upp þegar fór að líða á 4. leikhlutann og við náðum að sigla þessu heim,“ sagði Finnur sem segir mikilvægt að hafa leikmenn sem hafa gert þetta allt saman áður. „Ég held að það sé enginn sem er sáttur með sína frammistöðu framan af leiknum. En það var stórt augnablik þegar einn af okkur reynsluminni mönnum, Björn Kristjánsson, setti niður stóra þrist sem kveikti aðeins í okkur,“ sagði Finnur að endingu.Bein lýsing: Haukar - KRTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“