Umfangsmikil viðskipti frá Panama Snærós Sindradóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 22. apríl 2016 05:00 Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir hafa um margra ára bil verið umfangsmiklir fjárfestar. Verslunin Sports Direct er í eigu Guru Invest, félags Ingibjargar. vísir/vilhelm Félag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, fjárfestis og eiganda 365 miðla sem gefur út Fréttablaðið, sem skráð er í Panama var notað til að greiða hluta skulda Fjárfestingafélagsins Gaums við slitabú Glitnis árið 2010. Gaumur er félag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eiginmanns Ingibjargar. Alls fengust 2,4 milljarðar króna upp í 3,3 milljarða króna skuld félagsins við Glitni. Þetta kemur fram í umfjöllun Kjarnans sem unnin er úr Panamaskjölunum. Á fimmtudag birtu fjölmiðlarnir Kjarninn og Stundin ítarlega umfjöllun um fjármál þeirra hjóna Ingibjargar og Jóns Ásgeirs í samstarfi við miðilinn Reykjavík media. Panamaskjölin leiða í ljós að skuldir við slitabú Glitnis voru tvær. Félag hjónanna, 101 Chalet, hafði fengið tveggja og hálfs milljarða króna yfirdráttarlán til að festa kaup á skíðaskála í Frakklandi. Yfirdrátturinn var tekinn í júlí 2008 en þegar kom að skuldadögum, í nóvember 2008, gat félagið ekki greitt lánið til baka. Eftir hrun var félagið 101 Chalet fært yfir til Fjárfestingafélagsins Gaums. Þá skuldaði Gaumur slitabúi Glitnis 723 milljónir króna aukreitis.Jón Ásgeir Jóhannesson sagði í samtali við Stöð 2 árið 2009 að hann ætti engan fjársjóð á Tortóla eða einhvers staðar í suðurhöfum.vísir/vilhelmEins og áður segir kom félag Ingibjargar Pálmadóttur, Moon Capital S.A., að því að greiða þessa skuld upp að hluta. Samkvæmt samkomulagi við slitabú Glitnis var félagið Gaumur sjálfskuldarábyrgðaraðili, félagið 101 Chalet skuldari og félagið Piano Holding sjálfskuldarábyrgðaraðili. Skuldin var greidd með 200 milljón króna reiðufé og afhendingu skuldabréfa sem útgefin eru af Íbúðalánasjóði. Markaðsvirði þeirra var 2,2 milljarðar króna samkvæmt umfjöllun Kjarnans. Hjá Kjarnanum kemur fram að samkomulagið hafi falið í sér að slitabú Glitnis myndi þá telja lánin greidd. Með öðrum orðum voru 800 milljónir króna afskrifaðar. Jón Ásgeir átti 41 prósenta hlut í Gaumi ásamt systur sinni og foreldrum. Með samkomulaginu og skuldaniðurgreiðslunni gat hann haldið félaginu áfram en það var ekki gefið upp til gjaldþrotaskipta fyrr en síðla árs 2013. Gjaldþrotaskiptum lauk í mars á þessu ári. 14,8 milljónir fengust upp í kröfur búsins sem námu 38,7 milljörðum króna. Félag Ingibjargar var upphaflega stofnað í október 2007 af Landsbankanum í Lúxemborg í gegnum lögfræðistofuna Mossack Fonseca í Panama. Þá átti félagið að heita OneOOne Entertainment S.A. en þetta er öfugt við þau skúffufélög sem Panamaskjölin hafa opinberað hingað til sem hafa borið nöfn algjörlega ótengd eigendum þeirra sem virðast hafa verið valin handahófskennt. Félagið fékk svo nafnið Moon Capital S.A. árið 2010. Ingibjörg á annað félag með sama nafni sem skráð er í Lúxemborg en eignarhald 365 miðla er að stórum hluta í gegnum það félag. Þegar samkomulag Moon Capital S.A. við slitabú Glitnis var í höfn var nafni félagsins breytt á ný og heitir það nú Guru Invest S.A. Félagið hefur staðið í lánveitingum til félaga í Evrópu sem mörg hver eru tengd Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Þau félög hafa svo fjármagnað starfsemi hér á landi og í útlöndum. Fréttablaðið sendi ítarlega fyrirspurn til Ingibjargar og Jóns Ásgeirs í sitthvoru lagi. Meðal annars var spurt hvort félagið væri notað til að fela fjármagn frá kröfuhöfum og hvort CFC skýrslum hefði verið skilað vegna þeirra ýmist á Íslandi eða í Bretlandi þar sem hjónin hafa lögheimili. Þá var spurt hvaðan fjármagn félagsins væri. Engin svör bárust. Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður.Vísir/Anton BrinkGögnin breyta litlu um uppgjör á búi GaumsErlendur Gíslason, skiptastjóri Baugs, hafði ekki kynnt sér efni fréttanna um aflandseignir hjónanna og vildi ekki tjá sig um fréttirnar á þessu stigi málsins.Jóhannes Karl Sveinsson, skiptastjóri Gaums, segist ekki hafa verið búinn að kynna sér aflandsfélagaeign hjónanna Ingibjargar og Jóns Ásgeirs þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann sagði skiptum búsins lokið og fréttirnar breyttu litlu um framvindu Gaums.„Búið átti engar kröfur á þau persónulega og því lítið hægt að gera í því. Þrotabúið hefur verið tekið til skiptanna og litlar sem engar eignir í því þar sem stærstur hlutinn var eign í Baugi sem var verðlaus,“ segir Jóhannes Karl.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. apríl Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Tengdar fréttir Ingibjörg og Jón Ásgeir í Panama-gögnunum Hafa stundað fjárfestingar í Evrópu og á Íslandi með fé frá félagi sem skráð er í Panama 21. apríl 2016 10:05 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Félag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, fjárfestis og eiganda 365 miðla sem gefur út Fréttablaðið, sem skráð er í Panama var notað til að greiða hluta skulda Fjárfestingafélagsins Gaums við slitabú Glitnis árið 2010. Gaumur er félag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eiginmanns Ingibjargar. Alls fengust 2,4 milljarðar króna upp í 3,3 milljarða króna skuld félagsins við Glitni. Þetta kemur fram í umfjöllun Kjarnans sem unnin er úr Panamaskjölunum. Á fimmtudag birtu fjölmiðlarnir Kjarninn og Stundin ítarlega umfjöllun um fjármál þeirra hjóna Ingibjargar og Jóns Ásgeirs í samstarfi við miðilinn Reykjavík media. Panamaskjölin leiða í ljós að skuldir við slitabú Glitnis voru tvær. Félag hjónanna, 101 Chalet, hafði fengið tveggja og hálfs milljarða króna yfirdráttarlán til að festa kaup á skíðaskála í Frakklandi. Yfirdrátturinn var tekinn í júlí 2008 en þegar kom að skuldadögum, í nóvember 2008, gat félagið ekki greitt lánið til baka. Eftir hrun var félagið 101 Chalet fært yfir til Fjárfestingafélagsins Gaums. Þá skuldaði Gaumur slitabúi Glitnis 723 milljónir króna aukreitis.Jón Ásgeir Jóhannesson sagði í samtali við Stöð 2 árið 2009 að hann ætti engan fjársjóð á Tortóla eða einhvers staðar í suðurhöfum.vísir/vilhelmEins og áður segir kom félag Ingibjargar Pálmadóttur, Moon Capital S.A., að því að greiða þessa skuld upp að hluta. Samkvæmt samkomulagi við slitabú Glitnis var félagið Gaumur sjálfskuldarábyrgðaraðili, félagið 101 Chalet skuldari og félagið Piano Holding sjálfskuldarábyrgðaraðili. Skuldin var greidd með 200 milljón króna reiðufé og afhendingu skuldabréfa sem útgefin eru af Íbúðalánasjóði. Markaðsvirði þeirra var 2,2 milljarðar króna samkvæmt umfjöllun Kjarnans. Hjá Kjarnanum kemur fram að samkomulagið hafi falið í sér að slitabú Glitnis myndi þá telja lánin greidd. Með öðrum orðum voru 800 milljónir króna afskrifaðar. Jón Ásgeir átti 41 prósenta hlut í Gaumi ásamt systur sinni og foreldrum. Með samkomulaginu og skuldaniðurgreiðslunni gat hann haldið félaginu áfram en það var ekki gefið upp til gjaldþrotaskipta fyrr en síðla árs 2013. Gjaldþrotaskiptum lauk í mars á þessu ári. 14,8 milljónir fengust upp í kröfur búsins sem námu 38,7 milljörðum króna. Félag Ingibjargar var upphaflega stofnað í október 2007 af Landsbankanum í Lúxemborg í gegnum lögfræðistofuna Mossack Fonseca í Panama. Þá átti félagið að heita OneOOne Entertainment S.A. en þetta er öfugt við þau skúffufélög sem Panamaskjölin hafa opinberað hingað til sem hafa borið nöfn algjörlega ótengd eigendum þeirra sem virðast hafa verið valin handahófskennt. Félagið fékk svo nafnið Moon Capital S.A. árið 2010. Ingibjörg á annað félag með sama nafni sem skráð er í Lúxemborg en eignarhald 365 miðla er að stórum hluta í gegnum það félag. Þegar samkomulag Moon Capital S.A. við slitabú Glitnis var í höfn var nafni félagsins breytt á ný og heitir það nú Guru Invest S.A. Félagið hefur staðið í lánveitingum til félaga í Evrópu sem mörg hver eru tengd Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Þau félög hafa svo fjármagnað starfsemi hér á landi og í útlöndum. Fréttablaðið sendi ítarlega fyrirspurn til Ingibjargar og Jóns Ásgeirs í sitthvoru lagi. Meðal annars var spurt hvort félagið væri notað til að fela fjármagn frá kröfuhöfum og hvort CFC skýrslum hefði verið skilað vegna þeirra ýmist á Íslandi eða í Bretlandi þar sem hjónin hafa lögheimili. Þá var spurt hvaðan fjármagn félagsins væri. Engin svör bárust. Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður.Vísir/Anton BrinkGögnin breyta litlu um uppgjör á búi GaumsErlendur Gíslason, skiptastjóri Baugs, hafði ekki kynnt sér efni fréttanna um aflandseignir hjónanna og vildi ekki tjá sig um fréttirnar á þessu stigi málsins.Jóhannes Karl Sveinsson, skiptastjóri Gaums, segist ekki hafa verið búinn að kynna sér aflandsfélagaeign hjónanna Ingibjargar og Jóns Ásgeirs þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann sagði skiptum búsins lokið og fréttirnar breyttu litlu um framvindu Gaums.„Búið átti engar kröfur á þau persónulega og því lítið hægt að gera í því. Þrotabúið hefur verið tekið til skiptanna og litlar sem engar eignir í því þar sem stærstur hlutinn var eign í Baugi sem var verðlaus,“ segir Jóhannes Karl.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Tengdar fréttir Ingibjörg og Jón Ásgeir í Panama-gögnunum Hafa stundað fjárfestingar í Evrópu og á Íslandi með fé frá félagi sem skráð er í Panama 21. apríl 2016 10:05 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Ingibjörg og Jón Ásgeir í Panama-gögnunum Hafa stundað fjárfestingar í Evrópu og á Íslandi með fé frá félagi sem skráð er í Panama 21. apríl 2016 10:05