Kaupfélag Skagfirðinga eflir sig í höfuðborginni Snærós Sindradóttir skrifar 21. apríl 2016 07:00 Esja kjötvinnsla er á Bitruhálsi 2. Fréttablaðið/Vilhelm Kaupfélag Skagfirðinga (KS) vinnur nú að því að festa kaup á Bitruhálsi 2, iðnaðarhúsnæði í Reykjavík sem áður hýsti Osta- og smjörsöluna. Til stendur að sameina Esju kjötvinnslu Kjötbankanum og Gallerí Kjöti í húsnæðinu en fyrirtækin eru nú öll í eigu kaupfélagsins. „Við áttum Kjötbankann í Hafnarfirði sem var í allt of litlu húsnæði þannig að við vorum að leita okkur að stærra húsnæði fyrir matvæladreifingu okkar,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS. „Þá dettum við niður á að kaupa þetta hús. Við gerðum um það samning fyrir svolitlu síðan en þarna var fyrir Kjötvinnslan Esja. Svo þróaðist það þannig að einn af hluthöfunum þar var með sinn hlut í söluferli. Okkur var boðið þetta fyrirtæki og við keyptum það,“ segir Ágúst.Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags SkagfirðingaMarkmið kaupfélagsins er að efla markaðshlut sinn í kjötframleiðslu með þessum hætti. Kaupfélag Skagfirðinga á fyrir stóran hlut í sláturhúsinu á Hellu, sláturhúsið á Sauðárkróki og helminginn í sláturhúsinu á Hvammstanga. Ágúst segir að í kjötafurðastöðinni í Reykjavík verði unnið með lamb, naut og svín, meðal annars frá Stjörnugrís og Ali. „Við ætlum að vera samkeppnisfærir og öflugir í matvælaframleiðslu á Íslandi og sölu og dreifingu á matvælum. Við erum með afkomu frá þremur afurðastöðvum. Tilgangurinn er að koma okkur vel fyrir á aðalmarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu með aðstöðu til ákveðinnar framleiðslu, úrvinnslu á afurðum okkar og sölu og dreifingar.“ Samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá því í mars síðastliðnum stendur ekkert í vegi fyrir samruna KS sölu, sem er dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga í 100 prósent eigu þess, Esju Gæðafæðis og Gallerís Kjöts. Sameiginleg markaðshlutdeild fyrirtækjanna árið 2015 hafi verið undir þrjátíu prósentum í kinda- og nautakjöti, undir 20 prósentum í hrossakjöti og undir fimm prósentum í svínakjöti á innanlandsmarkaði. Það gefi ekki til kynna að markaðsráðandi staða sé að myndast. Kaupverð á húsnæðinu eða fyrirtækjunum fékkst ekki upplýst hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Kaupfélag Skagfirðinga (KS) vinnur nú að því að festa kaup á Bitruhálsi 2, iðnaðarhúsnæði í Reykjavík sem áður hýsti Osta- og smjörsöluna. Til stendur að sameina Esju kjötvinnslu Kjötbankanum og Gallerí Kjöti í húsnæðinu en fyrirtækin eru nú öll í eigu kaupfélagsins. „Við áttum Kjötbankann í Hafnarfirði sem var í allt of litlu húsnæði þannig að við vorum að leita okkur að stærra húsnæði fyrir matvæladreifingu okkar,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS. „Þá dettum við niður á að kaupa þetta hús. Við gerðum um það samning fyrir svolitlu síðan en þarna var fyrir Kjötvinnslan Esja. Svo þróaðist það þannig að einn af hluthöfunum þar var með sinn hlut í söluferli. Okkur var boðið þetta fyrirtæki og við keyptum það,“ segir Ágúst.Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags SkagfirðingaMarkmið kaupfélagsins er að efla markaðshlut sinn í kjötframleiðslu með þessum hætti. Kaupfélag Skagfirðinga á fyrir stóran hlut í sláturhúsinu á Hellu, sláturhúsið á Sauðárkróki og helminginn í sláturhúsinu á Hvammstanga. Ágúst segir að í kjötafurðastöðinni í Reykjavík verði unnið með lamb, naut og svín, meðal annars frá Stjörnugrís og Ali. „Við ætlum að vera samkeppnisfærir og öflugir í matvælaframleiðslu á Íslandi og sölu og dreifingu á matvælum. Við erum með afkomu frá þremur afurðastöðvum. Tilgangurinn er að koma okkur vel fyrir á aðalmarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu með aðstöðu til ákveðinnar framleiðslu, úrvinnslu á afurðum okkar og sölu og dreifingar.“ Samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá því í mars síðastliðnum stendur ekkert í vegi fyrir samruna KS sölu, sem er dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga í 100 prósent eigu þess, Esju Gæðafæðis og Gallerís Kjöts. Sameiginleg markaðshlutdeild fyrirtækjanna árið 2015 hafi verið undir þrjátíu prósentum í kinda- og nautakjöti, undir 20 prósentum í hrossakjöti og undir fimm prósentum í svínakjöti á innanlandsmarkaði. Það gefi ekki til kynna að markaðsráðandi staða sé að myndast. Kaupverð á húsnæðinu eða fyrirtækjunum fékkst ekki upplýst hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent