Ísland og góðu verkin Auður Guðjónsdóttir skrifar 21. apríl 2016 07:00 Fyrir skemmstu sýndi RÚV breska mynd undir heitinu „Gengið á ný“. Myndin fjallaði um vissa tegund tilraunameðferðar við mænuskaða og sýndi þá miklu áhættu, fórnir og vinnu sem lagt er í til að finna lækningu. RÚV á þakkir skilið fyrir að sýna myndina og vekja nú sem oftar athygli Íslendinga á einu erfiðasta viðfangsefni læknavísindanna. Eins og fram kemur í myndinni fjármagnaði breskur sjóður meðferðina. Sjóðurinn var stofnaður af föður hvers sonur hálsbrotnaði og lamaðist í sjósundi. Hlutverk þeirra feðga og pólska mannsins sem undirgekkst tilraunameðferðina eru jafn ómetanleg fyrir veröldina og merkilegt frumkvöðlastarf læknanna. Framfarirnar verða þegar læknavísindin og almenningur vinna saman með hugrekki og góðvild að leiðarljósi. Hér á landi er ekki mikið um rannsóknir á mænunni né heldur framkvæmdar tilraunameðferðir á henni enda þjóðin of fámenn til að starfa á öllum sviðum vísindanna. En eitt gerum við Íslendingar fyrir taugakerfið sem við getum verið afar stolt af. Við tölum pólitískt máli þess á alþjóðavettvangi. Með þeirri aðferð höfum við fengið mænuskaðann flokkaðan sem forgangsmál á Norðurlöndum. Hafin er norræn samskráning á meðferð við nýjum og gömlum mænusköðum undir forystu Noregs. Markmiðið er að samnýta norræna þekkingu meðferð og lækningu til framdráttar. Einnig höfum við náð því fram á Norðurlandavettvangi að mænuskaða hefur verið skipað í flokk sjúkdóma og skaða sem þarfnast hátæknimeðferðar. Sú viðurkenning skiptir miklu máli og er viðhorfsbreyting til tilraunameðferða á mænuskaða sem lengst af hafa þótt guðlast í hinum vestræna heimi. Árið 2014 hafði Ísland forystu í Norrænu ráðherranefndinni. Þá kölluðum við saman norræna lækna og aðra sem höfðu það hlutverk að semja leiðarvísi fyrir norrænu ráðherranefndina um hvernig taka beri á málefnum mænuskaðans. Heilbrigðisráðherra hefur nú kynnt leiðarvísinn hjá Norðurlandaráði og byrjað er að styðjast við hann. Árið 2015 lögðum við í það stórvirki að óska eftir því hjá Sameinuðu þjóðunum að taugakerfið yrði gert að einu af heimsmarkmiðum stofnunarinnar. Það leiddi til þess að taugakerfið var samþykkt inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna sem eitt af þeim málum sem þjóðum heims bæri að taka á næstu 15 árin svo að heimurinn yrði sjálfbærari. Nú hefur Mænuskaðastofnun Íslands skrifað bréf til framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar og farið þess á leit að ráðherranefndin taki upp ákvæði Sameinuðu þjóðanna um taugakerfið og láti greina gagnabanka á norrænu taugavísindasviði og samkeyra upplýsingarnar með nýjustu tölvutækni. Markmiðið er að freista þess að finna í rannsóknunum sameiginlegt mynstur sem vísindamenn geti nýtt sér til að hraðar gangi að því að finna betri meðferðir og lækningu við mænu- og heilaskaða, geðsjúkdómum, flogaveiki, Parkinsonveiki, Alzheimer, MS, MND og öðru ólagi í taugakerfinu. Svarið frá framkvæmdastjóranum lofar góðu. Einnig hefur Mænuskaðastofnun skrifað bréf til forseta Norðurlandaráðs og leitað eftir því að taugakerfið verði tekið inn í samstarfsverkefni Norðurlandaráðs og UN City í Kaupmannahöfn um framkvæmd heimsmarkmiðanna. Auk þessa hefur Mænuskaðastofnun skrifað framkvæmdastjóra Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, í Kaupmannahöfn og óskað eftir liðsinni hans við verkefnið. Með verkefni þessu erum við Íslendingar að vinna veröldinni mikið gagn og um leið að bæta ímynd landsins. Til að leggja alþjóðlegu taugavísindasviði lið við að komast upp úr rannsóknarkreppunni, sem er helsta orsök þess hve erfiðlega gengur að finna lækningu í taugakerfinu, biður greinarhöfundur heilbrigðisráðherra, utanríkisráðherra og forsætisráðherra, ásamt samstarfsráðherra Norðurlanda, að beita áhrifum sínum sem áður af fullum þunga innan Norrænu ráðherranefndarinnar, innan Sameinuðu þjóðanna og innan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu sýndi RÚV breska mynd undir heitinu „Gengið á ný“. Myndin fjallaði um vissa tegund tilraunameðferðar við mænuskaða og sýndi þá miklu áhættu, fórnir og vinnu sem lagt er í til að finna lækningu. RÚV á þakkir skilið fyrir að sýna myndina og vekja nú sem oftar athygli Íslendinga á einu erfiðasta viðfangsefni læknavísindanna. Eins og fram kemur í myndinni fjármagnaði breskur sjóður meðferðina. Sjóðurinn var stofnaður af föður hvers sonur hálsbrotnaði og lamaðist í sjósundi. Hlutverk þeirra feðga og pólska mannsins sem undirgekkst tilraunameðferðina eru jafn ómetanleg fyrir veröldina og merkilegt frumkvöðlastarf læknanna. Framfarirnar verða þegar læknavísindin og almenningur vinna saman með hugrekki og góðvild að leiðarljósi. Hér á landi er ekki mikið um rannsóknir á mænunni né heldur framkvæmdar tilraunameðferðir á henni enda þjóðin of fámenn til að starfa á öllum sviðum vísindanna. En eitt gerum við Íslendingar fyrir taugakerfið sem við getum verið afar stolt af. Við tölum pólitískt máli þess á alþjóðavettvangi. Með þeirri aðferð höfum við fengið mænuskaðann flokkaðan sem forgangsmál á Norðurlöndum. Hafin er norræn samskráning á meðferð við nýjum og gömlum mænusköðum undir forystu Noregs. Markmiðið er að samnýta norræna þekkingu meðferð og lækningu til framdráttar. Einnig höfum við náð því fram á Norðurlandavettvangi að mænuskaða hefur verið skipað í flokk sjúkdóma og skaða sem þarfnast hátæknimeðferðar. Sú viðurkenning skiptir miklu máli og er viðhorfsbreyting til tilraunameðferða á mænuskaða sem lengst af hafa þótt guðlast í hinum vestræna heimi. Árið 2014 hafði Ísland forystu í Norrænu ráðherranefndinni. Þá kölluðum við saman norræna lækna og aðra sem höfðu það hlutverk að semja leiðarvísi fyrir norrænu ráðherranefndina um hvernig taka beri á málefnum mænuskaðans. Heilbrigðisráðherra hefur nú kynnt leiðarvísinn hjá Norðurlandaráði og byrjað er að styðjast við hann. Árið 2015 lögðum við í það stórvirki að óska eftir því hjá Sameinuðu þjóðunum að taugakerfið yrði gert að einu af heimsmarkmiðum stofnunarinnar. Það leiddi til þess að taugakerfið var samþykkt inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna sem eitt af þeim málum sem þjóðum heims bæri að taka á næstu 15 árin svo að heimurinn yrði sjálfbærari. Nú hefur Mænuskaðastofnun Íslands skrifað bréf til framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar og farið þess á leit að ráðherranefndin taki upp ákvæði Sameinuðu þjóðanna um taugakerfið og láti greina gagnabanka á norrænu taugavísindasviði og samkeyra upplýsingarnar með nýjustu tölvutækni. Markmiðið er að freista þess að finna í rannsóknunum sameiginlegt mynstur sem vísindamenn geti nýtt sér til að hraðar gangi að því að finna betri meðferðir og lækningu við mænu- og heilaskaða, geðsjúkdómum, flogaveiki, Parkinsonveiki, Alzheimer, MS, MND og öðru ólagi í taugakerfinu. Svarið frá framkvæmdastjóranum lofar góðu. Einnig hefur Mænuskaðastofnun skrifað bréf til forseta Norðurlandaráðs og leitað eftir því að taugakerfið verði tekið inn í samstarfsverkefni Norðurlandaráðs og UN City í Kaupmannahöfn um framkvæmd heimsmarkmiðanna. Auk þessa hefur Mænuskaðastofnun skrifað framkvæmdastjóra Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, í Kaupmannahöfn og óskað eftir liðsinni hans við verkefnið. Með verkefni þessu erum við Íslendingar að vinna veröldinni mikið gagn og um leið að bæta ímynd landsins. Til að leggja alþjóðlegu taugavísindasviði lið við að komast upp úr rannsóknarkreppunni, sem er helsta orsök þess hve erfiðlega gengur að finna lækningu í taugakerfinu, biður greinarhöfundur heilbrigðisráðherra, utanríkisráðherra og forsætisráðherra, ásamt samstarfsráðherra Norðurlanda, að beita áhrifum sínum sem áður af fullum þunga innan Norrænu ráðherranefndarinnar, innan Sameinuðu þjóðanna og innan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun