Förinni frægu er lokið í bili en Kourtney nýtti greinilega tækifærið og bætti íslenskri hönnun í fatasafnið sitt. Hún sást skarta svörtum silkikjól úr smiðju JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON á leið sinni úr landi fyrr í dag.
Guðmundur Jörundsson fatahönnuður, eigandi og stofnandi JÖR greindi frá þessu á facebook síðu sinni. „Besta vinkona mín hún Kourtney Kardashian taldi þetta vera komið gott hérlendis eftir að hún fékk þennan JÖR silkikjól í hendurnar ásamt ýmsu fleira.“
Hér má lesa frétt Daily Mail um málið.
Ekki amalegt. Vel gert JÖR - spurning hvort það bættist eitthvað meira af íslenskri í hönnun í fatasafn þeirra systra. Það verður fróðlegt að sjá á næstu dögum.
