Allt útlit fyrir forsetaslag Clinton og Trump Birgir Örn Steinarsson skrifar 20. apríl 2016 13:15 Bandaríkjamenn þurfa að öllum líkindum að velja á milli Donald Trump og Hillary Clinton í forsetakosningunum í haust. Vísir Niðurstöður forvalskosninga stærstu flokka Bandaríkjanna í New York í gær tryggja nánast Donald Trump og Hillary Clinton útnefningu flokka sinna til framboðs forseta. Hvorug þeirra mun þó geta fagnað sigri fyrr en eftir að forvalinu í Kaliforníu lýkur í byrjun júní.Nordicphotos/AFPFlestir ofur-kjörmenn á bandi ClintonLjóst er orðið að Bernie Sanders verður að synda upp á móti straumi það sem eftir er forvalskosninga demókrata. Til þess að fá útnefningu flokksins þarf 2382 atkvæði kjörmanna. Sanders er með 1180 kjörmenn á sínu bandi en Hillary Clinton hefur nú 1893. Í pottinum eru enn 1692 kjörmenn sem enn eiga eftir að gefa út hvern þeir styðja og því er orðið ljóst að Sanders verður að bera sigur í nánast öllum þeim 19 fylkjum sem enn eiga eftir að kjósa. Í flestum þeirra hafa svokallaðir ofur-kjörmenn (super-delegates) þegar opinberað hvorn frambjóðandann þeir styðja og flestir þeirra eru á bandi Clinton. Haldi Clinton áfram að sigra næstu vikurnar er því líklegt að hún nái að innsigla sigur sinn 7 júní næstkomandi þegar kosið verður í Kaliforníu því það fylki er sérstaklega stórt og veitir umboð frá 548 kjörmönnum. Haldi Bernie Sanders áfram að vinna sigra gæti sú staða reyndar komið upp að hvorugur frambjóðandi Demókrata nái þeim 2383 kjörmönnum sem þarf til. Komi sú staða upp ráðast úrslitin í kosningu sem fram á aðalþingi Demókrata í lok júní. Þá verða kjörmenn líklegast einhverjir að breyta afstöðu sinni til þess að hægt sé að skera út um sigurvegara.Vísir/AFPCruz þyrfti kraftaverkHvað Repúblikanaflokkinn varðar er nú allt útlit fyrir að Donald Trump tryggi sér umboð flokksins fyrir forsetaframboð. Sigur hans í gær tryggði honum atkvæði 89 kjörmanna en samanlagt hefur hann þá stuðning 845 kjörmanna. Til þess að tryggja sér umboð Repúblikana þarf 1237 kjörmenn á sitt band en helsti andstæðingur hans Ted Cruz hefur aðeins 559 atkvæði á bakvið sig. Eins og hjá Demókrötum geta úrslitin ekki ráðist fyrr en í forvalinu sem á sér stað í Kaliforníu 7. júní en þar eru 172 kjörmenn í pottinum. Eins og staðan er í dag er það aðeins Trump sem getur fagnað sigri þar. Enn eiga 734 kjörmenn eftir að gera grein fyrir atkvæðum sínum sem þýðir að eini möguleiki Cruz til þess að sigra er að vinna umboð allra kjörmanna sem eftir eru í pottinum. Það er því allt útlit fyrir eftir úrslit gærdagsins að Trump verði forsetaefni Repúlíkanaflokksins í komandi kosningum. Eins og hjá Demókrötum gæti sú staða auðvitað komið upp að hvorugur frambjóðandinn nái öllum kjörmönnum og ráðast þá úrslitin á aðal flokksþinginu í lok júní en það verður að teljast ólíklegt.Hægt er að fylgjast vel með baráttunni á kjörmanna-talninga síðu Bloomberg. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton og Trump sigruðu með yfirburðum í New York „Þetta er ekki mikil keppni lengur,“ sagði Trump í anddyrinu á eign sinni, The Trump Towers. 20. apríl 2016 07:40 Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Nú fer að síga á seinni hluta forkosningatímabilsins í Bandaríkjunum. Bernie Sanders hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en á þungan róður eftir. Næst er kosið í New York á þriðjudaginn. 16. apríl 2016 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Niðurstöður forvalskosninga stærstu flokka Bandaríkjanna í New York í gær tryggja nánast Donald Trump og Hillary Clinton útnefningu flokka sinna til framboðs forseta. Hvorug þeirra mun þó geta fagnað sigri fyrr en eftir að forvalinu í Kaliforníu lýkur í byrjun júní.Nordicphotos/AFPFlestir ofur-kjörmenn á bandi ClintonLjóst er orðið að Bernie Sanders verður að synda upp á móti straumi það sem eftir er forvalskosninga demókrata. Til þess að fá útnefningu flokksins þarf 2382 atkvæði kjörmanna. Sanders er með 1180 kjörmenn á sínu bandi en Hillary Clinton hefur nú 1893. Í pottinum eru enn 1692 kjörmenn sem enn eiga eftir að gefa út hvern þeir styðja og því er orðið ljóst að Sanders verður að bera sigur í nánast öllum þeim 19 fylkjum sem enn eiga eftir að kjósa. Í flestum þeirra hafa svokallaðir ofur-kjörmenn (super-delegates) þegar opinberað hvorn frambjóðandann þeir styðja og flestir þeirra eru á bandi Clinton. Haldi Clinton áfram að sigra næstu vikurnar er því líklegt að hún nái að innsigla sigur sinn 7 júní næstkomandi þegar kosið verður í Kaliforníu því það fylki er sérstaklega stórt og veitir umboð frá 548 kjörmönnum. Haldi Bernie Sanders áfram að vinna sigra gæti sú staða reyndar komið upp að hvorugur frambjóðandi Demókrata nái þeim 2383 kjörmönnum sem þarf til. Komi sú staða upp ráðast úrslitin í kosningu sem fram á aðalþingi Demókrata í lok júní. Þá verða kjörmenn líklegast einhverjir að breyta afstöðu sinni til þess að hægt sé að skera út um sigurvegara.Vísir/AFPCruz þyrfti kraftaverkHvað Repúblikanaflokkinn varðar er nú allt útlit fyrir að Donald Trump tryggi sér umboð flokksins fyrir forsetaframboð. Sigur hans í gær tryggði honum atkvæði 89 kjörmanna en samanlagt hefur hann þá stuðning 845 kjörmanna. Til þess að tryggja sér umboð Repúblikana þarf 1237 kjörmenn á sitt band en helsti andstæðingur hans Ted Cruz hefur aðeins 559 atkvæði á bakvið sig. Eins og hjá Demókrötum geta úrslitin ekki ráðist fyrr en í forvalinu sem á sér stað í Kaliforníu 7. júní en þar eru 172 kjörmenn í pottinum. Eins og staðan er í dag er það aðeins Trump sem getur fagnað sigri þar. Enn eiga 734 kjörmenn eftir að gera grein fyrir atkvæðum sínum sem þýðir að eini möguleiki Cruz til þess að sigra er að vinna umboð allra kjörmanna sem eftir eru í pottinum. Það er því allt útlit fyrir eftir úrslit gærdagsins að Trump verði forsetaefni Repúlíkanaflokksins í komandi kosningum. Eins og hjá Demókrötum gæti sú staða auðvitað komið upp að hvorugur frambjóðandinn nái öllum kjörmönnum og ráðast þá úrslitin á aðal flokksþinginu í lok júní en það verður að teljast ólíklegt.Hægt er að fylgjast vel með baráttunni á kjörmanna-talninga síðu Bloomberg.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton og Trump sigruðu með yfirburðum í New York „Þetta er ekki mikil keppni lengur,“ sagði Trump í anddyrinu á eign sinni, The Trump Towers. 20. apríl 2016 07:40 Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Nú fer að síga á seinni hluta forkosningatímabilsins í Bandaríkjunum. Bernie Sanders hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en á þungan róður eftir. Næst er kosið í New York á þriðjudaginn. 16. apríl 2016 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Clinton og Trump sigruðu með yfirburðum í New York „Þetta er ekki mikil keppni lengur,“ sagði Trump í anddyrinu á eign sinni, The Trump Towers. 20. apríl 2016 07:40
Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00
Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Nú fer að síga á seinni hluta forkosningatímabilsins í Bandaríkjunum. Bernie Sanders hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en á þungan róður eftir. Næst er kosið í New York á þriðjudaginn. 16. apríl 2016 07:00