Segir tillögu ríkisstjórnarinnar ekki ganga nógu langt Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2016 14:43 Starfshópur á vegum ríkisstjórnarinnar á að skila tillögum í lok júní um aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn skattaundaskotum og nýtingu skattaskjóla. Formaður Vinstri grænna segir tillöguna ekki ganga nógu langt. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær, að tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra að skipa sérstakan starfshóp til að gera tillögur að breytingum á lögum, reglugerðum eða verklagsreglum sem saman myndi aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn skattaundanskotum og nýtingu skattaskjóla almennt. Starfshópurinn skili tillögum sínum eigi síðar en hinn 30. júní. Í tilkynningu frá ríkisstjórninni segir að fjármálaráðuneytið hafinú þegar gert þeim embættum sem fara með skattframkvæmd, eftirlit, rannsóknir og innheimtu ljóst að það sé reiðubúið til viðræðna um ráðstafanir til að þau geti komist yfir sem fyllstar upplýsingar um eignir þeirra sem eru framtalsskyldir eru hér á landi í skattaskjólum. Ríkur vilji sé til að tryggja að embættin séu þess megnug að vinna úr þeim upplýsingum. Á það bæði við um úrvinnslu þeirra gagna sem þegar hafa verið keypt og önnur gögn sem mögulegt yrði að afla.Vill skipa nefnd sérfræðinga Í tilkynningunni segir að fjármálaráðuneytið undirbúi nú sérstakt mat á umfangi fjármagnstilfærslna og undanskota á aflandssvæðum og muni það nýtast til að áætla tekjutap hins opinbera af slíkri starfsemi um leið og fjárhagsleg þýðing þess að unnið sé gegn undanskotum verði staðfest. Mælt var fyrir þingsályktun Vinstri grænna á Alþingi í gær þar sem lagt er til að forseti Alþingis skipi rannsóknarnefnd á umfangi og eðli skattaskjóla og söfnun upplýsinga um Íslendinga í þeim. Katrín Jakobsdóttir formaður flokksins segir aðgerðir fjármálaráðherra að hluta til rúmast innan tillögu Vinstri grænna. „En hún er auðvitað víðfemari og snýst um að Alþingi taki málið sérstaklega fyrir og skipi nefnd sérfræðinga á þessu sviði til þess að rannsaka umsvifin og áhrifin á samfélagið. Það er mikilvægur þáttur í þessu því að þessi umræða um skattaskjólin snýst ekki bara um skattaundaskot - hún snýst líka um þau skaðlegu áhrif sem þau hafa á innlent viðskiptalíf og innlenda samkeppni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir Alþingi Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Starfshópur á vegum ríkisstjórnarinnar á að skila tillögum í lok júní um aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn skattaundaskotum og nýtingu skattaskjóla. Formaður Vinstri grænna segir tillöguna ekki ganga nógu langt. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær, að tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra að skipa sérstakan starfshóp til að gera tillögur að breytingum á lögum, reglugerðum eða verklagsreglum sem saman myndi aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn skattaundanskotum og nýtingu skattaskjóla almennt. Starfshópurinn skili tillögum sínum eigi síðar en hinn 30. júní. Í tilkynningu frá ríkisstjórninni segir að fjármálaráðuneytið hafinú þegar gert þeim embættum sem fara með skattframkvæmd, eftirlit, rannsóknir og innheimtu ljóst að það sé reiðubúið til viðræðna um ráðstafanir til að þau geti komist yfir sem fyllstar upplýsingar um eignir þeirra sem eru framtalsskyldir eru hér á landi í skattaskjólum. Ríkur vilji sé til að tryggja að embættin séu þess megnug að vinna úr þeim upplýsingum. Á það bæði við um úrvinnslu þeirra gagna sem þegar hafa verið keypt og önnur gögn sem mögulegt yrði að afla.Vill skipa nefnd sérfræðinga Í tilkynningunni segir að fjármálaráðuneytið undirbúi nú sérstakt mat á umfangi fjármagnstilfærslna og undanskota á aflandssvæðum og muni það nýtast til að áætla tekjutap hins opinbera af slíkri starfsemi um leið og fjárhagsleg þýðing þess að unnið sé gegn undanskotum verði staðfest. Mælt var fyrir þingsályktun Vinstri grænna á Alþingi í gær þar sem lagt er til að forseti Alþingis skipi rannsóknarnefnd á umfangi og eðli skattaskjóla og söfnun upplýsinga um Íslendinga í þeim. Katrín Jakobsdóttir formaður flokksins segir aðgerðir fjármálaráðherra að hluta til rúmast innan tillögu Vinstri grænna. „En hún er auðvitað víðfemari og snýst um að Alþingi taki málið sérstaklega fyrir og skipi nefnd sérfræðinga á þessu sviði til þess að rannsaka umsvifin og áhrifin á samfélagið. Það er mikilvægur þáttur í þessu því að þessi umræða um skattaskjólin snýst ekki bara um skattaundaskot - hún snýst líka um þau skaðlegu áhrif sem þau hafa á innlent viðskiptalíf og innlenda samkeppni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir
Alþingi Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira