Forsetakjör hafið Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. apríl 2016 14:02 Frestur til að bjóða sig fram til embættisins rennur ekki út fyrr en 21. maí. Vísir/GVA Heimilt er að greiða atkvæði utan kjörfundar vegna kjörs forseta Íslands frá og með deginum í dag, 30. apríl, bæði innan lands og utan. Atkvæðagreiðslan fer fram á vegum sýslumanna um land allt en utanríkisráðuneytið sér um atkvæðagreiðsluna erlendis. Sýslumenn auglýsa hvar og hvenær atkvæðagreiðslan getur farið fram á þann hátt sem venja er að birta opinberar auglýsingar, sjá einnig nánari upplýsingar um afgreiðslutíma á vef sýslumanna.Á höfuðborgarsvæðinu fer atkvæðagreiðslan í fyrstu fram á skrifstofum embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að Skógarhlíð 6, Reykjavík, og Bæjarhrauni 18, Hafnarfirði, alla virka daga á skrifstofutíma milli kl. 8:30 – 15. Skrifstofa embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, verður einnig opin um helgar frá kl. 12 – 14. Lokað verður sunnudaginn 1. maí, uppstigningardag 5. maí, hvítasunnudag 15. maí og annan í hvítasunnu, 16. maí.Frá og með 9. júní nk. færist atkvæðagreiðslan á höfuðborgarsvæðinu í Perluna í Öskjuhlíð. Þar verður opið alla daga frá kl. 10 – 22. Lokað verður þó föstudaginn 17. júní. Á kjördag laugardaginn 25. júní nk., verður opið frá kl. 10 til kl. 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.Sjúkrahús, dvalarheimili aldraðra, stofnanir fyrir fatlað fólk og fangelsi Kjósanda, sem er til meðferðar á sjúkrahúsi eða vistmaður þar, eða er heimilismaður á dvalarheimili aldraðra eða stofnun fyrir fatlað fólk, er heimilt að greiða þar atkvæði. Með sama hætti fer um fangelsi og vistmenn þar. Slík atkvæðagreiðsla skal fara fram á þeim tíma sem kjörstjóri ákveður, á sjúkrahúsi sem næst kjördegi, að höfðu samráði við stjórn stofnunar. Hún má þó ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi þremur vikum fyrir kjördag, laugardaginn 4. júní.Kosning í heimahúsiKjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun, sbr. framangreint. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans. Slík atkvæðagreiðsla má þó ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi þremur vikum fyrir kjördag, laugardaginn 4. júní, en ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi verður að berast hlutaðeigandi sýslumanni eigi síðar en fjórum dögum fyrir kjördag, þriðjudaginn 21. júní, fyrir kl. 16.Kosið erlendis Í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins segir að utankjörfundaratkvæðagreiðsla geti farið fram í öllum sendiráðum Íslands, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig sé unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands í útlöndum. Þeim sem ætli að kjósa á ræðisskrifstofum sé vinsamlegast bent á að hafa samband við ræðismenn áður en þeir komi til að kjósa. Gert sé ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði. Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar verði að finna á vefnum www.kosning.is Athygli kjósenda er ennfremur vakin á því, að þeim beri sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi. Listi yfir staði þar sem hægt er að kjósa í útlöndum. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Heimilt er að greiða atkvæði utan kjörfundar vegna kjörs forseta Íslands frá og með deginum í dag, 30. apríl, bæði innan lands og utan. Atkvæðagreiðslan fer fram á vegum sýslumanna um land allt en utanríkisráðuneytið sér um atkvæðagreiðsluna erlendis. Sýslumenn auglýsa hvar og hvenær atkvæðagreiðslan getur farið fram á þann hátt sem venja er að birta opinberar auglýsingar, sjá einnig nánari upplýsingar um afgreiðslutíma á vef sýslumanna.Á höfuðborgarsvæðinu fer atkvæðagreiðslan í fyrstu fram á skrifstofum embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að Skógarhlíð 6, Reykjavík, og Bæjarhrauni 18, Hafnarfirði, alla virka daga á skrifstofutíma milli kl. 8:30 – 15. Skrifstofa embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, verður einnig opin um helgar frá kl. 12 – 14. Lokað verður sunnudaginn 1. maí, uppstigningardag 5. maí, hvítasunnudag 15. maí og annan í hvítasunnu, 16. maí.Frá og með 9. júní nk. færist atkvæðagreiðslan á höfuðborgarsvæðinu í Perluna í Öskjuhlíð. Þar verður opið alla daga frá kl. 10 – 22. Lokað verður þó föstudaginn 17. júní. Á kjördag laugardaginn 25. júní nk., verður opið frá kl. 10 til kl. 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.Sjúkrahús, dvalarheimili aldraðra, stofnanir fyrir fatlað fólk og fangelsi Kjósanda, sem er til meðferðar á sjúkrahúsi eða vistmaður þar, eða er heimilismaður á dvalarheimili aldraðra eða stofnun fyrir fatlað fólk, er heimilt að greiða þar atkvæði. Með sama hætti fer um fangelsi og vistmenn þar. Slík atkvæðagreiðsla skal fara fram á þeim tíma sem kjörstjóri ákveður, á sjúkrahúsi sem næst kjördegi, að höfðu samráði við stjórn stofnunar. Hún má þó ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi þremur vikum fyrir kjördag, laugardaginn 4. júní.Kosning í heimahúsiKjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun, sbr. framangreint. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans. Slík atkvæðagreiðsla má þó ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi þremur vikum fyrir kjördag, laugardaginn 4. júní, en ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi verður að berast hlutaðeigandi sýslumanni eigi síðar en fjórum dögum fyrir kjördag, þriðjudaginn 21. júní, fyrir kl. 16.Kosið erlendis Í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins segir að utankjörfundaratkvæðagreiðsla geti farið fram í öllum sendiráðum Íslands, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig sé unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands í útlöndum. Þeim sem ætli að kjósa á ræðisskrifstofum sé vinsamlegast bent á að hafa samband við ræðismenn áður en þeir komi til að kjósa. Gert sé ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði. Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar verði að finna á vefnum www.kosning.is Athygli kjósenda er ennfremur vakin á því, að þeim beri sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi. Listi yfir staði þar sem hægt er að kjósa í útlöndum.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira