Skiptar skoðanir um ákvörðun forseta 9. maí 2016 22:09 Guðni, Halla og Andri. Vísir/Anton/Stefán Skiptar skoðanir eru um ákvörðun forseta meðal kjósenda hér á landi og virðast breytingar síðustu daga hafa haft þó nokkur áhrif á stöðuna í baráttunni um Bessastaði. Rætt var við þau Guðna Th. Jóhannesson, Höllu Tómasdóttur og Andra Snæ Magnason í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Guðni Th. segir könnunina hafa strax orðið útelta og því væri ekki hægt að taka of mikið mark á henni. „En ég finn góðan stuðning og það er verk að vinna. Við höldum bara áfram.“ Aðspurður um hvort hann teldi að Davíð Oddsson myndi taka fylgi frá sér sagði Guðni að enginn ætti fylgi. „Fylgið fer til forsetaefnanna eftir því sem fólkið ákveður. Þannig að Davíð mun örugglega mælast með eitthvert fylgi, en hvaðan það kemur og hvort það endar þar að lokum veit ég ekkert um.“ Halla, sagðist enn telja að hún ætti líkur á kjöri. Baráttan væri stutt komin og hún væri rétt byrjuð að kynna sín mál og sig. „Ég er líklega minnst þekkt af frambjóðendunum og ég var að koma núna frá því að fara hringinn í kringum landið og hitta þjóðina. Viðtökurnar sem ég fékk gefa mér fullt tilefni til að vera bjartsýn. Eins og við sáum á síðasta sólarhring, þá er svo margt eftir þar til við förum í alvöru samtal um framtíðina.“ Hún sagðist telja að ákvörðun Ólafs Ragnars, forseta, að hætta við framboð hafi verið góð ákvörðun.Tækifæri til að horfa til framtíðar „Ég er þakklát vegna þess að með þessu gefur hann okkur tækifæri til að horfa til framtíðar og velja okkur forseta sem að getur verið fyrirliði fyrir ný gildi og nýjar áherslur í þessu samfélagi. Ég held að það verði eftirspurn eftir kvenlegum gildum á Bessastöðum.“ Andri Snær sagði síðustu vikur hafa verið ákaflega merkilegan tíma. Þessar sveiflurnar væru með slíkum ólíkindum að ekki væri hægt að reikna út hvað gerist í næstu viku. „Það er áhugavert að vera kominn með Davíð inn á völlinn. Okkar leiðtoga æskunnar og það verður eitthvað uppgjör þar.“ Hann sagði að framboð Davíðs breytti stöðunni ekki. Skoðanir Reykvíkinga voru mismunandi. Miðað við þá sem rætt var við í dag voru margir ekki búnir að ákveða sig enn. Þá er ljóst að brotthvarf Ólafs Ragnars og innkoma Davíðs breytti stöðunni verulega. Guðni, Halla og Andri byrjar hér að neðan eftir eina mínútu og fjörutíu sekúndur. Forsetakjör Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um ákvörðun forseta meðal kjósenda hér á landi og virðast breytingar síðustu daga hafa haft þó nokkur áhrif á stöðuna í baráttunni um Bessastaði. Rætt var við þau Guðna Th. Jóhannesson, Höllu Tómasdóttur og Andra Snæ Magnason í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Guðni Th. segir könnunina hafa strax orðið útelta og því væri ekki hægt að taka of mikið mark á henni. „En ég finn góðan stuðning og það er verk að vinna. Við höldum bara áfram.“ Aðspurður um hvort hann teldi að Davíð Oddsson myndi taka fylgi frá sér sagði Guðni að enginn ætti fylgi. „Fylgið fer til forsetaefnanna eftir því sem fólkið ákveður. Þannig að Davíð mun örugglega mælast með eitthvert fylgi, en hvaðan það kemur og hvort það endar þar að lokum veit ég ekkert um.“ Halla, sagðist enn telja að hún ætti líkur á kjöri. Baráttan væri stutt komin og hún væri rétt byrjuð að kynna sín mál og sig. „Ég er líklega minnst þekkt af frambjóðendunum og ég var að koma núna frá því að fara hringinn í kringum landið og hitta þjóðina. Viðtökurnar sem ég fékk gefa mér fullt tilefni til að vera bjartsýn. Eins og við sáum á síðasta sólarhring, þá er svo margt eftir þar til við förum í alvöru samtal um framtíðina.“ Hún sagðist telja að ákvörðun Ólafs Ragnars, forseta, að hætta við framboð hafi verið góð ákvörðun.Tækifæri til að horfa til framtíðar „Ég er þakklát vegna þess að með þessu gefur hann okkur tækifæri til að horfa til framtíðar og velja okkur forseta sem að getur verið fyrirliði fyrir ný gildi og nýjar áherslur í þessu samfélagi. Ég held að það verði eftirspurn eftir kvenlegum gildum á Bessastöðum.“ Andri Snær sagði síðustu vikur hafa verið ákaflega merkilegan tíma. Þessar sveiflurnar væru með slíkum ólíkindum að ekki væri hægt að reikna út hvað gerist í næstu viku. „Það er áhugavert að vera kominn með Davíð inn á völlinn. Okkar leiðtoga æskunnar og það verður eitthvað uppgjör þar.“ Hann sagði að framboð Davíðs breytti stöðunni ekki. Skoðanir Reykvíkinga voru mismunandi. Miðað við þá sem rætt var við í dag voru margir ekki búnir að ákveða sig enn. Þá er ljóst að brotthvarf Ólafs Ragnars og innkoma Davíðs breytti stöðunni verulega. Guðni, Halla og Andri byrjar hér að neðan eftir eina mínútu og fjörutíu sekúndur.
Forsetakjör Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira