Skiptar skoðanir um ákvörðun forseta 9. maí 2016 22:09 Guðni, Halla og Andri. Vísir/Anton/Stefán Skiptar skoðanir eru um ákvörðun forseta meðal kjósenda hér á landi og virðast breytingar síðustu daga hafa haft þó nokkur áhrif á stöðuna í baráttunni um Bessastaði. Rætt var við þau Guðna Th. Jóhannesson, Höllu Tómasdóttur og Andra Snæ Magnason í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Guðni Th. segir könnunina hafa strax orðið útelta og því væri ekki hægt að taka of mikið mark á henni. „En ég finn góðan stuðning og það er verk að vinna. Við höldum bara áfram.“ Aðspurður um hvort hann teldi að Davíð Oddsson myndi taka fylgi frá sér sagði Guðni að enginn ætti fylgi. „Fylgið fer til forsetaefnanna eftir því sem fólkið ákveður. Þannig að Davíð mun örugglega mælast með eitthvert fylgi, en hvaðan það kemur og hvort það endar þar að lokum veit ég ekkert um.“ Halla, sagðist enn telja að hún ætti líkur á kjöri. Baráttan væri stutt komin og hún væri rétt byrjuð að kynna sín mál og sig. „Ég er líklega minnst þekkt af frambjóðendunum og ég var að koma núna frá því að fara hringinn í kringum landið og hitta þjóðina. Viðtökurnar sem ég fékk gefa mér fullt tilefni til að vera bjartsýn. Eins og við sáum á síðasta sólarhring, þá er svo margt eftir þar til við förum í alvöru samtal um framtíðina.“ Hún sagðist telja að ákvörðun Ólafs Ragnars, forseta, að hætta við framboð hafi verið góð ákvörðun.Tækifæri til að horfa til framtíðar „Ég er þakklát vegna þess að með þessu gefur hann okkur tækifæri til að horfa til framtíðar og velja okkur forseta sem að getur verið fyrirliði fyrir ný gildi og nýjar áherslur í þessu samfélagi. Ég held að það verði eftirspurn eftir kvenlegum gildum á Bessastöðum.“ Andri Snær sagði síðustu vikur hafa verið ákaflega merkilegan tíma. Þessar sveiflurnar væru með slíkum ólíkindum að ekki væri hægt að reikna út hvað gerist í næstu viku. „Það er áhugavert að vera kominn með Davíð inn á völlinn. Okkar leiðtoga æskunnar og það verður eitthvað uppgjör þar.“ Hann sagði að framboð Davíðs breytti stöðunni ekki. Skoðanir Reykvíkinga voru mismunandi. Miðað við þá sem rætt var við í dag voru margir ekki búnir að ákveða sig enn. Þá er ljóst að brotthvarf Ólafs Ragnars og innkoma Davíðs breytti stöðunni verulega. Guðni, Halla og Andri byrjar hér að neðan eftir eina mínútu og fjörutíu sekúndur. Forsetakjör Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um ákvörðun forseta meðal kjósenda hér á landi og virðast breytingar síðustu daga hafa haft þó nokkur áhrif á stöðuna í baráttunni um Bessastaði. Rætt var við þau Guðna Th. Jóhannesson, Höllu Tómasdóttur og Andra Snæ Magnason í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Guðni Th. segir könnunina hafa strax orðið útelta og því væri ekki hægt að taka of mikið mark á henni. „En ég finn góðan stuðning og það er verk að vinna. Við höldum bara áfram.“ Aðspurður um hvort hann teldi að Davíð Oddsson myndi taka fylgi frá sér sagði Guðni að enginn ætti fylgi. „Fylgið fer til forsetaefnanna eftir því sem fólkið ákveður. Þannig að Davíð mun örugglega mælast með eitthvert fylgi, en hvaðan það kemur og hvort það endar þar að lokum veit ég ekkert um.“ Halla, sagðist enn telja að hún ætti líkur á kjöri. Baráttan væri stutt komin og hún væri rétt byrjuð að kynna sín mál og sig. „Ég er líklega minnst þekkt af frambjóðendunum og ég var að koma núna frá því að fara hringinn í kringum landið og hitta þjóðina. Viðtökurnar sem ég fékk gefa mér fullt tilefni til að vera bjartsýn. Eins og við sáum á síðasta sólarhring, þá er svo margt eftir þar til við förum í alvöru samtal um framtíðina.“ Hún sagðist telja að ákvörðun Ólafs Ragnars, forseta, að hætta við framboð hafi verið góð ákvörðun.Tækifæri til að horfa til framtíðar „Ég er þakklát vegna þess að með þessu gefur hann okkur tækifæri til að horfa til framtíðar og velja okkur forseta sem að getur verið fyrirliði fyrir ný gildi og nýjar áherslur í þessu samfélagi. Ég held að það verði eftirspurn eftir kvenlegum gildum á Bessastöðum.“ Andri Snær sagði síðustu vikur hafa verið ákaflega merkilegan tíma. Þessar sveiflurnar væru með slíkum ólíkindum að ekki væri hægt að reikna út hvað gerist í næstu viku. „Það er áhugavert að vera kominn með Davíð inn á völlinn. Okkar leiðtoga æskunnar og það verður eitthvað uppgjör þar.“ Hann sagði að framboð Davíðs breytti stöðunni ekki. Skoðanir Reykvíkinga voru mismunandi. Miðað við þá sem rætt var við í dag voru margir ekki búnir að ákveða sig enn. Þá er ljóst að brotthvarf Ólafs Ragnars og innkoma Davíðs breytti stöðunni verulega. Guðni, Halla og Andri byrjar hér að neðan eftir eina mínútu og fjörutíu sekúndur.
Forsetakjör Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira