Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 9. maí 2016 20:45 Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra með nýrri brú yfir Hornafjarðarfljót, sem áætlað er að kosti yfir fjóra milljarða króna. Brúarsmíðin hefst á næsta ári, samkvæmt samgönguáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi. Gamla brúin er orðin 55 ára gömul, byggð árið 1961, en hún var á þeim tíma sú næstlengsta á Íslandi, á eftir Lagarfljótsbrú, 255 metra löng. En hún er fyrir löngu orðin barn síns tíma, einbreið, sem veldur því að aðeins er hægt að aka yfir hana í aðra áttina í einu, og vegna þess hversu löng hún er myndast iðulega biðraðir við brúarendana meðan bílstjórar bíða eftir því að komast yfir.Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót var sú næstlengsta á landinu þar til brýrnar yfir Skeiðarársand voru opnaðar árið 1974.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þá er hún líka sérlega óslétt sem þýðir að menn verða að aka rólega, ætli menn ekki að hossast þeim mun meira. Í frétt Stöðvar 2 í kvöld má einmitt sjá hvernig bílarnir hossast þegar ekið er eftir bugðóttu brúargólfinu. Núverandi þjóðvegur um Hornafjörð liggur meðfram fjöllunum í talsverðum hlykk. Með nýju brúarstæði er hægt að taka hann af og ná þannig 11,8 kílómetra styttingu með því að leggja veginn sunnar. Og svona mun nýja brúin líta út, samkvæmt tölvuteikningu en hún verður 250 metra löng og 10 metra breið. Vegagerðin áætlar að heildarkostnaður við brú og vegagerð nemi 4.250 milljónum króna.Svona mun nýja brúin yfir Hornafjarðarfljót líta út. Útsýni verður til jöklanna á Mýrum.Tölvuteikning/Vegagerðin.Samgönguáætlun, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, miðar við að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Hvenær verkinu lýkur ræðst af fjárveitingum en líklegt að vegafarendur þurfi enn að bíða í þrjú til fjögur ár eftir að aka á nýrri brú yfir Hornafjarðarfljót. Ásamt Vaðlaheiðargöngum verður hún mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. Mestu viðbrigðin verða þó væntanlega fyrir íbúa sveitanna vestan Hornafjarðar, Mýra, Suðursveitar og Öræfasveitar, sem sækja þjónustu til Hafnar. Ferð í verslun eða skóla styttist þannig um 24 kílómetra, fram og til baka. Mikilvægi nýrrar brúar var meðal annars lýst á Stöð 2 í þættinum Um land allt, um ferðaþjónustuna á Smyrlabjörgum. Alþingi Hornafjörður Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Bændagisting með stærsta veitingasal Suðausturlands Lítil bændagisting, sem barnmörg hjón byrjuðu með á Smyrlabjörgum í Suðursveit árið 1990, hefur vaxið upp í að verða eitt veglegasta sveitahótel landsins og þar er nú stærsti veitingasalur Suðausturlands. 4. nóvember 2013 18:45 Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent B sé ekki best Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra með nýrri brú yfir Hornafjarðarfljót, sem áætlað er að kosti yfir fjóra milljarða króna. Brúarsmíðin hefst á næsta ári, samkvæmt samgönguáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi. Gamla brúin er orðin 55 ára gömul, byggð árið 1961, en hún var á þeim tíma sú næstlengsta á Íslandi, á eftir Lagarfljótsbrú, 255 metra löng. En hún er fyrir löngu orðin barn síns tíma, einbreið, sem veldur því að aðeins er hægt að aka yfir hana í aðra áttina í einu, og vegna þess hversu löng hún er myndast iðulega biðraðir við brúarendana meðan bílstjórar bíða eftir því að komast yfir.Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót var sú næstlengsta á landinu þar til brýrnar yfir Skeiðarársand voru opnaðar árið 1974.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þá er hún líka sérlega óslétt sem þýðir að menn verða að aka rólega, ætli menn ekki að hossast þeim mun meira. Í frétt Stöðvar 2 í kvöld má einmitt sjá hvernig bílarnir hossast þegar ekið er eftir bugðóttu brúargólfinu. Núverandi þjóðvegur um Hornafjörð liggur meðfram fjöllunum í talsverðum hlykk. Með nýju brúarstæði er hægt að taka hann af og ná þannig 11,8 kílómetra styttingu með því að leggja veginn sunnar. Og svona mun nýja brúin líta út, samkvæmt tölvuteikningu en hún verður 250 metra löng og 10 metra breið. Vegagerðin áætlar að heildarkostnaður við brú og vegagerð nemi 4.250 milljónum króna.Svona mun nýja brúin yfir Hornafjarðarfljót líta út. Útsýni verður til jöklanna á Mýrum.Tölvuteikning/Vegagerðin.Samgönguáætlun, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, miðar við að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Hvenær verkinu lýkur ræðst af fjárveitingum en líklegt að vegafarendur þurfi enn að bíða í þrjú til fjögur ár eftir að aka á nýrri brú yfir Hornafjarðarfljót. Ásamt Vaðlaheiðargöngum verður hún mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. Mestu viðbrigðin verða þó væntanlega fyrir íbúa sveitanna vestan Hornafjarðar, Mýra, Suðursveitar og Öræfasveitar, sem sækja þjónustu til Hafnar. Ferð í verslun eða skóla styttist þannig um 24 kílómetra, fram og til baka. Mikilvægi nýrrar brúar var meðal annars lýst á Stöð 2 í þættinum Um land allt, um ferðaþjónustuna á Smyrlabjörgum.
Alþingi Hornafjörður Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Bændagisting með stærsta veitingasal Suðausturlands Lítil bændagisting, sem barnmörg hjón byrjuðu með á Smyrlabjörgum í Suðursveit árið 1990, hefur vaxið upp í að verða eitt veglegasta sveitahótel landsins og þar er nú stærsti veitingasalur Suðausturlands. 4. nóvember 2013 18:45 Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent B sé ekki best Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00
Bændagisting með stærsta veitingasal Suðausturlands Lítil bændagisting, sem barnmörg hjón byrjuðu með á Smyrlabjörgum í Suðursveit árið 1990, hefur vaxið upp í að verða eitt veglegasta sveitahótel landsins og þar er nú stærsti veitingasalur Suðausturlands. 4. nóvember 2013 18:45
Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30