Bæring undir feld: Segir ákvörðun Ólafs „fíflalega“ Bjarki Ármannsson skrifar 9. maí 2016 13:06 Bæring Ólafsson, fyrrverandi forstjóri og framkvæmdastjóri hjá Coca-Cola International, segist kominn undir feld á ný. Bæring Ólafsson, fyrrverandi forstjóri og framkvæmdastjóri hjá Coca-Cola International, segist kominn undir feld á ný eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti tilkynnti að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Bæring var einn þeirra sem buðu sig fram til forseta eftir að Ólafur Ragnar sagðist ætla að hætta eftir þetta kjörtímabil en dró framboð sitt til baka eftir að forsetinn gaf kost á sér að nýju í apríl. „Ég er hugsanlega að hugsa um að hætta við að hætta,“ segir Bæring. „Ég fer bara undir feld núna, í nokkra tíma.“ Aðspurður hvernig ákvörðun Ólafs Ragnars leggist í hann, segir Bæring hana „fíflalega.“ „Þeir hafa greinilega brallað þetta saman, hann og Davíð,“ segir hann, og á þar við Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem tilkynnti um framboð sitt í gær. „Hann kemur fram og hinn hættir við og þeir segjast ekki hafa talast neitt við. Þetta eru bara einhverjar pólitískar hræringar.“Óbreytt staða annarra Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Hrannar Pétursson drógu báðir forsetaframboð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar sagðist ætla fram að nýju en þeir hyggjast ekki endurskoða það í ljósi tíðinda dagsins. Hrannar segir í samtali við Viðskiptablaðið að staðan sé óbreytt og Vigfús Bjarni sömuleiðis í samtali við Vísi. „Ég er maður orða minna,“ segir Vigfús Bjarni, sem vildi þó ekkert tjá sig frekar um ákvörðun Ólafs Ragnars. Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar, voru bæði komin langt með að undirbúa forsetaframboð en hættu við eftir að Ólafur Ragnar sagðist ætla fram að nýju. Ekki náðist í Eirík við vinnslu þessarar fréttar en Guðrún segist ekkert hafa hugleitt stöðu sína frá því að tíðindi dagsins bárust. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Bæring Ólafsson, fyrrverandi forstjóri og framkvæmdastjóri hjá Coca-Cola International, segist kominn undir feld á ný eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti tilkynnti að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Bæring var einn þeirra sem buðu sig fram til forseta eftir að Ólafur Ragnar sagðist ætla að hætta eftir þetta kjörtímabil en dró framboð sitt til baka eftir að forsetinn gaf kost á sér að nýju í apríl. „Ég er hugsanlega að hugsa um að hætta við að hætta,“ segir Bæring. „Ég fer bara undir feld núna, í nokkra tíma.“ Aðspurður hvernig ákvörðun Ólafs Ragnars leggist í hann, segir Bæring hana „fíflalega.“ „Þeir hafa greinilega brallað þetta saman, hann og Davíð,“ segir hann, og á þar við Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem tilkynnti um framboð sitt í gær. „Hann kemur fram og hinn hættir við og þeir segjast ekki hafa talast neitt við. Þetta eru bara einhverjar pólitískar hræringar.“Óbreytt staða annarra Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Hrannar Pétursson drógu báðir forsetaframboð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar sagðist ætla fram að nýju en þeir hyggjast ekki endurskoða það í ljósi tíðinda dagsins. Hrannar segir í samtali við Viðskiptablaðið að staðan sé óbreytt og Vigfús Bjarni sömuleiðis í samtali við Vísi. „Ég er maður orða minna,“ segir Vigfús Bjarni, sem vildi þó ekkert tjá sig frekar um ákvörðun Ólafs Ragnars. Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar, voru bæði komin langt með að undirbúa forsetaframboð en hættu við eftir að Ólafur Ragnar sagðist ætla fram að nýju. Ekki náðist í Eirík við vinnslu þessarar fréttar en Guðrún segist ekkert hafa hugleitt stöðu sína frá því að tíðindi dagsins bárust.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira