Sameinuðu þjóðirnar til Íslands vegna sáttmála gegn spillingu Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 9. maí 2016 07:00 Siðareglur alþingismanna taka gildi í upphafi nýs þings. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fulltrúar Fíkniefna- og sakamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, SÞ, eru væntanlegir hingað til lands síðar í þessum mánuði í tengslum við úttekt á því hvernig Sáttmáli SÞ gegn spillingu, sem Ísland er aðili að, endurspeglast í íslenskum lögum og framkvæmd þeirra. Það matsferli er gagnlegt fyrir stefnumótun og lagasetningu hér á landi, að því er kemur fram í skriflegu svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn um starf stýrihóps á vegum innanríkisráðherra, um eftirfylgni við innleiðingu á alþjóðlegum samningum gegn mútum og spillingu. Starf hópsins, sem starfað hefur í tæpt ár, hefur einkum snúist um að veita íslenskum stjórnvöldum ráðgjöf og gera tillögur um viðbrögð við tilmælum alþjóðlegra stofnana á þessu sviði. Auk eftirfylgni frá SÞ hefur Ísland fengið tilmæli frá vinnuhópi OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, og GRECO, samtökum ríkja gegn spillingu innan Evrópuráðsins. Tilmæli GRECO í fjórðu skýrslunni um Ísland snerust um að fyrirbyggja spillingu og hagsmunaárekstra hjá alþingismönnum, dómurum og ákærendum. Helgi BernódusonÍsland hefur nú orðið að fullu við tvennum tilmælum GRECO og uppfyllt sex að hluta, þar með talin tilmæli um að alþingismenn setji sér siðareglur, að því er kemur fram í svari innanríkisráðuneytisins. Þar er bent á að siðareglur alþingismanna hafi verið samþykktar á Alþingi í mars skömmu eftir að skýrsla Íslands var formlega tekin fyrir hjá GRECO. Þess vegna hafi ekki verið tekin formleg afstaða til þeirra á þeim vettvangi. „Í siðareglunum er einnig að finna ákvæði sem ætti að koma til móts við tilmælin um að þingmenn upplýsi um mögulega hagsmunaárekstra við meðferð mála vegna persónulegra hagsmuna sem þeir kunna að hafa. Því má ætla að íslensk stjórnvöld hafi í raun uppfyllt fern tilmælanna. GRECO þarf þó að staðfesta þá niðurstöðu á fundi sínum síðar á þessu ári,“ segir jafnframt í svari ráðuneytisins. Tilmæli sem lúta að bættri skráningu á fjárhagsupplýsingum þingmanna hafa ekki verið uppfyllt að mati GRECO. Samkvæmt tilmælum GRECO skulu liggja fyrir upplýsingar um eignir þingmanna og framlög sem þeir hafa fengið ásamt upplýsingum um skuldir þeirra, að undanskildum húsnæðislánum og skammtímaskuldum innan eðlilegra marka. Þá eigi að taka til skoðunar að yfirlit um eignir nái einnig til maka og nánustu ættingja þó ekki þurfi nauðsynlega að gera þær upplýsingar opinberar. Alþingi tryggi trúverðugleika þessarar skráningar á fjárhagsupplýsingum með því að fylgja henni betur eftir. Það verði gert með auknu eftirliti, ráðgjöf til þingmanna og viðurlögum gagnvart þeim sem ekki fara eftir reglunum. Tilmælin eru nú til skoðunar hjá Alþingi, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra þingsins. „Uppi eru ýmis sjónarmið meðal þingmanna um hvort skrá eigi skuldir umfram húsnæðislán og skammtímaskuldir en ríkari andstaða gegn því að skrá hagsmuni maka og ættmenna. Mörgum þingmönnum finnst nóg á maka sína og ættmenni lagt með einni saman þátttöku í stjórnmálum.“ GRECO telur uppfyllt tilmæli um að fyrir hendi sé málsskot á ákvörðunum fyrsta stigs ákæruvalds vegna rannsóknar mála og einnig tilmæli um að ákvarðanir á fyrsta stigi ákæruvaldsins séu teknar með sjálfstæðum og hlutlægum hætti. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Sjá meira
Fulltrúar Fíkniefna- og sakamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, SÞ, eru væntanlegir hingað til lands síðar í þessum mánuði í tengslum við úttekt á því hvernig Sáttmáli SÞ gegn spillingu, sem Ísland er aðili að, endurspeglast í íslenskum lögum og framkvæmd þeirra. Það matsferli er gagnlegt fyrir stefnumótun og lagasetningu hér á landi, að því er kemur fram í skriflegu svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn um starf stýrihóps á vegum innanríkisráðherra, um eftirfylgni við innleiðingu á alþjóðlegum samningum gegn mútum og spillingu. Starf hópsins, sem starfað hefur í tæpt ár, hefur einkum snúist um að veita íslenskum stjórnvöldum ráðgjöf og gera tillögur um viðbrögð við tilmælum alþjóðlegra stofnana á þessu sviði. Auk eftirfylgni frá SÞ hefur Ísland fengið tilmæli frá vinnuhópi OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, og GRECO, samtökum ríkja gegn spillingu innan Evrópuráðsins. Tilmæli GRECO í fjórðu skýrslunni um Ísland snerust um að fyrirbyggja spillingu og hagsmunaárekstra hjá alþingismönnum, dómurum og ákærendum. Helgi BernódusonÍsland hefur nú orðið að fullu við tvennum tilmælum GRECO og uppfyllt sex að hluta, þar með talin tilmæli um að alþingismenn setji sér siðareglur, að því er kemur fram í svari innanríkisráðuneytisins. Þar er bent á að siðareglur alþingismanna hafi verið samþykktar á Alþingi í mars skömmu eftir að skýrsla Íslands var formlega tekin fyrir hjá GRECO. Þess vegna hafi ekki verið tekin formleg afstaða til þeirra á þeim vettvangi. „Í siðareglunum er einnig að finna ákvæði sem ætti að koma til móts við tilmælin um að þingmenn upplýsi um mögulega hagsmunaárekstra við meðferð mála vegna persónulegra hagsmuna sem þeir kunna að hafa. Því má ætla að íslensk stjórnvöld hafi í raun uppfyllt fern tilmælanna. GRECO þarf þó að staðfesta þá niðurstöðu á fundi sínum síðar á þessu ári,“ segir jafnframt í svari ráðuneytisins. Tilmæli sem lúta að bættri skráningu á fjárhagsupplýsingum þingmanna hafa ekki verið uppfyllt að mati GRECO. Samkvæmt tilmælum GRECO skulu liggja fyrir upplýsingar um eignir þingmanna og framlög sem þeir hafa fengið ásamt upplýsingum um skuldir þeirra, að undanskildum húsnæðislánum og skammtímaskuldum innan eðlilegra marka. Þá eigi að taka til skoðunar að yfirlit um eignir nái einnig til maka og nánustu ættingja þó ekki þurfi nauðsynlega að gera þær upplýsingar opinberar. Alþingi tryggi trúverðugleika þessarar skráningar á fjárhagsupplýsingum með því að fylgja henni betur eftir. Það verði gert með auknu eftirliti, ráðgjöf til þingmanna og viðurlögum gagnvart þeim sem ekki fara eftir reglunum. Tilmælin eru nú til skoðunar hjá Alþingi, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra þingsins. „Uppi eru ýmis sjónarmið meðal þingmanna um hvort skrá eigi skuldir umfram húsnæðislán og skammtímaskuldir en ríkari andstaða gegn því að skrá hagsmuni maka og ættmenna. Mörgum þingmönnum finnst nóg á maka sína og ættmenni lagt með einni saman þátttöku í stjórnmálum.“ GRECO telur uppfyllt tilmæli um að fyrir hendi sé málsskot á ákvörðunum fyrsta stigs ákæruvalds vegna rannsóknar mála og einnig tilmæli um að ákvarðanir á fyrsta stigi ákæruvaldsins séu teknar með sjálfstæðum og hlutlægum hætti.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Sjá meira