Umhverfisráðherra fagnar því ef Jón Gunnarsson býr yfir fjármunum til að bjarga Mývatni Birta Björnsdóttir. skrifar 7. maí 2016 13:56 Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar því að fólk láti sig málefni Mývatns varða en segir að ekki þurfi áskorun frá Landvernd til að ráðuneytið grípi til aðgerða. Hún segir nauðsynlegt að kalla alla fagaðila að borðinu, hún hafi fengið skýrslur sem sýni að ástandið á Mývatni sé ekki af mannavöldum. Landvernd sendi forsætisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra áskorun fyrr í vikunni um að grípa til ráðstafana til bjargar lífríki Mývatns. Sigrún Magnúsdóttir er umhverfis- og auðlindaráðherra.„Bæði höfum við verið að bregðast við og höfum ekki þurft áskorun frá Landvernd til þess. Ég er bara alltaf ánægð með það þegar maður heyrir frá hagsmunaaðilum. Það sýnir áhuga á málinu og við erum hamingjusöm með það umhverfisráðuneytið. En það er ekki þannig að við höfum beðið eftir bréfi frá Landvernd til að hugsa um Mývatn vegna þess að bæði er nú rannsóknarstöð starfandi allt árið varðandi Mývatn og þar sem að við sáum ýmislegt var að gerast undanfarið þá fengum við líka fræðimann sem að hafði unnið áður hjá okkur á Umhverfisstofnun til að líka gera úttekt á Mývatni og Þingvallavatni með tilliti til þess hvort þetta væri út af aukningu á ferðamanna og þess vegna frárennsli frá mannfólkinu. En þetta er bara mál sem er stöðugt í meðhöndlun hjá okkur í umhverfisráðuneytinu og bara mjög eðlilegt þegar við heyrum svona frá fleirum að við köllum þessa aðila, sem nú hafa látið í sér heyra, að borðinu með okkur ásamt okkar vísindafólki og við förum yfir stöðuna,“ segir Sigrún. Hún segist hafa viljað sameina rannsóknarstofnanir en heimamönnum hafi ekki hugnast það. „En ég vil nú benda á að það er meira en þetta sem við höfum verið að gera. Við höfum hugsað um þessar perlur okkar eins og aðrar. Við höfum flutt tillögu á Alþingi að sameina rannsóknarstofuna við Mývatn við náttúrustofnun til að geta eflt og gert víðtækara rannsóknarstarf. Hún er föst í þinginu, fólk hefur einhvern veginn ekki hugnast sú sameining. Þessi tillaga kom frá forstöðumönnunum ein heimamönnum hugnaðist ekki sú sameining.“ Í áskorun Landverndar segir að lífríki Mývatns sé í bráðri hættu vegna næringaefnaauðgunar. Kúluskíturinn sé horfinn og hornsíla- og bleikjustofn vatnsins sé ekki svipur hjá sjón. Forstöðumaður Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn, sagði í viðtali við Fréttablaðið í mars síðastliðnum að ástandið í vatninu væri af mannavöldum, meðal annars vegna frárennslis við þéttbýli, áburðargjafar og iðnreksturs. „Þetta er engin vá sem er að koma upp í dag eða gær. Þetta er það sem við höfum verið að skoða undanfarið ár. En það er alveg sjálfsagt og ég hef sagt það, maður bregst við og köllum alla aðila að borðinu í næstu viku til að fara yfir hvað er að. En ég ítreka að ég hef fengið skýrslur í hendur sem sanna ekki að þetta sé út af frárennsli frá mannfólki.“Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að bregðast þurfi við þróuninni á Mývatni hið snarasta. Kostnaður skipti þar engu máli. „Ég fagna því ef menn hafa peninga fyrir náttúruauðlindir landsins. Ég get náttúrlega ekki annað sem umhverfisráðherra en mjög fagnað því. Ef Jón Gunnarsson býr yfir slíkur fjármunum þá er ég einstaklega ánægð.“ Alþingi Tengdar fréttir „Eins og hverjar aðrar náttúruhamfarir" Landvernd hefur skorað á ríkisstjórn Íslands að grípa til ráðstafana til að bjarga lífríki Mývatns. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins líkir ástandinu við náttúruhamfarir og segir að engu skipti hvað aðgerðirnar kosti, til þeirra verði að grípa. 6. maí 2016 19:30 „Viðkvæm náttúruperla á heimsvísu er undir“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir áhyggjum af ástandi lífríkis Mývatns. 6. maí 2016 08:17 Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar Landvernd vil að gripið verði til aðgerða og Skútustaðahreppur aðstoðaður fjárhagslega í fráveitumálum. 4. maí 2016 16:46 Landvernd ákallar stjórnvöld um að bjarga lífríki Mývatns Landvernd hefur skrifað forsætisráðherra og skorað á ríkisstjórn hans að bregðast við skuggalegu ástandi lífríkis Mývatns. Náttúran skuli njóta vafans og sveitarfélagið aðstoðað við þær aðgerðir sem í mannlegu valdi standa 5. maí 2016 07:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar því að fólk láti sig málefni Mývatns varða en segir að ekki þurfi áskorun frá Landvernd til að ráðuneytið grípi til aðgerða. Hún segir nauðsynlegt að kalla alla fagaðila að borðinu, hún hafi fengið skýrslur sem sýni að ástandið á Mývatni sé ekki af mannavöldum. Landvernd sendi forsætisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra áskorun fyrr í vikunni um að grípa til ráðstafana til bjargar lífríki Mývatns. Sigrún Magnúsdóttir er umhverfis- og auðlindaráðherra.„Bæði höfum við verið að bregðast við og höfum ekki þurft áskorun frá Landvernd til þess. Ég er bara alltaf ánægð með það þegar maður heyrir frá hagsmunaaðilum. Það sýnir áhuga á málinu og við erum hamingjusöm með það umhverfisráðuneytið. En það er ekki þannig að við höfum beðið eftir bréfi frá Landvernd til að hugsa um Mývatn vegna þess að bæði er nú rannsóknarstöð starfandi allt árið varðandi Mývatn og þar sem að við sáum ýmislegt var að gerast undanfarið þá fengum við líka fræðimann sem að hafði unnið áður hjá okkur á Umhverfisstofnun til að líka gera úttekt á Mývatni og Þingvallavatni með tilliti til þess hvort þetta væri út af aukningu á ferðamanna og þess vegna frárennsli frá mannfólkinu. En þetta er bara mál sem er stöðugt í meðhöndlun hjá okkur í umhverfisráðuneytinu og bara mjög eðlilegt þegar við heyrum svona frá fleirum að við köllum þessa aðila, sem nú hafa látið í sér heyra, að borðinu með okkur ásamt okkar vísindafólki og við förum yfir stöðuna,“ segir Sigrún. Hún segist hafa viljað sameina rannsóknarstofnanir en heimamönnum hafi ekki hugnast það. „En ég vil nú benda á að það er meira en þetta sem við höfum verið að gera. Við höfum hugsað um þessar perlur okkar eins og aðrar. Við höfum flutt tillögu á Alþingi að sameina rannsóknarstofuna við Mývatn við náttúrustofnun til að geta eflt og gert víðtækara rannsóknarstarf. Hún er föst í þinginu, fólk hefur einhvern veginn ekki hugnast sú sameining. Þessi tillaga kom frá forstöðumönnunum ein heimamönnum hugnaðist ekki sú sameining.“ Í áskorun Landverndar segir að lífríki Mývatns sé í bráðri hættu vegna næringaefnaauðgunar. Kúluskíturinn sé horfinn og hornsíla- og bleikjustofn vatnsins sé ekki svipur hjá sjón. Forstöðumaður Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn, sagði í viðtali við Fréttablaðið í mars síðastliðnum að ástandið í vatninu væri af mannavöldum, meðal annars vegna frárennslis við þéttbýli, áburðargjafar og iðnreksturs. „Þetta er engin vá sem er að koma upp í dag eða gær. Þetta er það sem við höfum verið að skoða undanfarið ár. En það er alveg sjálfsagt og ég hef sagt það, maður bregst við og köllum alla aðila að borðinu í næstu viku til að fara yfir hvað er að. En ég ítreka að ég hef fengið skýrslur í hendur sem sanna ekki að þetta sé út af frárennsli frá mannfólki.“Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að bregðast þurfi við þróuninni á Mývatni hið snarasta. Kostnaður skipti þar engu máli. „Ég fagna því ef menn hafa peninga fyrir náttúruauðlindir landsins. Ég get náttúrlega ekki annað sem umhverfisráðherra en mjög fagnað því. Ef Jón Gunnarsson býr yfir slíkur fjármunum þá er ég einstaklega ánægð.“
Alþingi Tengdar fréttir „Eins og hverjar aðrar náttúruhamfarir" Landvernd hefur skorað á ríkisstjórn Íslands að grípa til ráðstafana til að bjarga lífríki Mývatns. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins líkir ástandinu við náttúruhamfarir og segir að engu skipti hvað aðgerðirnar kosti, til þeirra verði að grípa. 6. maí 2016 19:30 „Viðkvæm náttúruperla á heimsvísu er undir“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir áhyggjum af ástandi lífríkis Mývatns. 6. maí 2016 08:17 Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar Landvernd vil að gripið verði til aðgerða og Skútustaðahreppur aðstoðaður fjárhagslega í fráveitumálum. 4. maí 2016 16:46 Landvernd ákallar stjórnvöld um að bjarga lífríki Mývatns Landvernd hefur skrifað forsætisráðherra og skorað á ríkisstjórn hans að bregðast við skuggalegu ástandi lífríkis Mývatns. Náttúran skuli njóta vafans og sveitarfélagið aðstoðað við þær aðgerðir sem í mannlegu valdi standa 5. maí 2016 07:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
„Eins og hverjar aðrar náttúruhamfarir" Landvernd hefur skorað á ríkisstjórn Íslands að grípa til ráðstafana til að bjarga lífríki Mývatns. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins líkir ástandinu við náttúruhamfarir og segir að engu skipti hvað aðgerðirnar kosti, til þeirra verði að grípa. 6. maí 2016 19:30
„Viðkvæm náttúruperla á heimsvísu er undir“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir áhyggjum af ástandi lífríkis Mývatns. 6. maí 2016 08:17
Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar Landvernd vil að gripið verði til aðgerða og Skútustaðahreppur aðstoðaður fjárhagslega í fráveitumálum. 4. maí 2016 16:46
Landvernd ákallar stjórnvöld um að bjarga lífríki Mývatns Landvernd hefur skrifað forsætisráðherra og skorað á ríkisstjórn hans að bregðast við skuggalegu ástandi lífríkis Mývatns. Náttúran skuli njóta vafans og sveitarfélagið aðstoðað við þær aðgerðir sem í mannlegu valdi standa 5. maí 2016 07:00