Geta ekki borgað gjald en þurfa sárlega aðstoð Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 7. maí 2016 07:00 Geðlæknar segja sjúklinga sína veigra sér við að leita sér aðstoðar í núverandi kerfi vegna kostnaðar. Verði frumvarpið að lögum verði vandi þeirra enn meiri með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Fréttablaðið/Vilhelm „Sumt er réttmætt, sem kemur fram í umsögnum um frumvarpið en annað er byggt á misskilningi og er rangt,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra um gagnrýni í umsögnum við frumvarp um breytingar á lögum um sjúkratryggingar. Geðlæknar, Geðlæknafélag Íslands og Geðhjálp gera alvarlegar athugasemdir við hækkun kostnaðar hjá viðkvæmum hópi sjúklinga og segja kostnað við fyrsta viðtal hækka hjá almennum sjúklingi um meira en 10.000 krónur og um 6.000 krónur fyrir öryrkja verði frumvarpið að lögum. „Margir munu ekki geta greitt þetta gjald með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ segir Tómas Zoëga geðlæknir sem ritar umsögn um frumvarpið. Hann segir geðlækna finna fyrir því að margir með langvinna geðsjúkdóma eigi í erfiðleikum með að greiða fyrir þjónustuna í núverandi kerfi og er uggandi um hvað verður eftir kostnaðarhækkunina. „Eftir breytingarnar getur öryrki þurft að greiða meira en þrefalt meira fyrir komur til geðlækna. Þetta er mikil hindrun fyrir þá sem eru í þessum viðkvæma hópi, sem mjög mikilvægt er að leiti sér læknisaðstoðar,“ bendir Tómas á.Tómas Zoega sérfræðingur í geðlækningum hefur áhyggjur af kostnaðarþátttöku sjúklinga með geðsjúkdóma.Fréttablaðið/EinarKristján Þór segir mikilvægt að halda til haga að engin reglugerð eða gjaldskrá hafi verið sett og að frumvarpið geti vel tekið breytingum, ákveði Alþingi það. Einnig að við gildistöku laganna verði tekið tillit til fyrri greiðslusögu sjúkratryggðra. Greiðslur safnist upp í svokallaðan afsláttarstofn sem síðan sé notaður til að reikna út greiðsluþátttöku sjúkratryggðs. „Við erum að fara yfir umsagnirnar með sérfræðingum í ráðuneytinu,“ segir Kristján Þór sem kveður þarft að ræða kostnaðardreifinguna. „Ég hef ekki fjárveitingarvaldið. Ég fer í þetta verkefni fyrst og fremst út frá því að draga úr kostnaðarþátttöku þeirra sem þyngstar bera byrðarnar. Í því verkefni er ég að vinna eftir þeim fjárheimildum sem Alþingi hefur skammtað. Næsta skref er að ræða hvort menn vilja dreifa kostnaði með öðrum hætti en hefur verið gert,“ segir Kristján Þór. Gagnrýni á frumvarpið snýr einnig að því að sálfræðiþjónusta sé ekki tekin með í greiðsluþátttöku, eða tannlæknaþjónusta. Kristján Þór bendir á að fram undan sé stórátak í því að bæta sálfræðiþjónustu í heilsugæsluna. „Ég er að bæta í sálfræðiþjónustuna með öflugum hætti, við erum að gera það eftir bresku módeli. Til stendur að manna heilsugæsluna með sálfræðingum, þetta er tveggja til þriggja ára verkefni sem er hafið,“ segir heilbrigðsráðherra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
„Sumt er réttmætt, sem kemur fram í umsögnum um frumvarpið en annað er byggt á misskilningi og er rangt,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra um gagnrýni í umsögnum við frumvarp um breytingar á lögum um sjúkratryggingar. Geðlæknar, Geðlæknafélag Íslands og Geðhjálp gera alvarlegar athugasemdir við hækkun kostnaðar hjá viðkvæmum hópi sjúklinga og segja kostnað við fyrsta viðtal hækka hjá almennum sjúklingi um meira en 10.000 krónur og um 6.000 krónur fyrir öryrkja verði frumvarpið að lögum. „Margir munu ekki geta greitt þetta gjald með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ segir Tómas Zoëga geðlæknir sem ritar umsögn um frumvarpið. Hann segir geðlækna finna fyrir því að margir með langvinna geðsjúkdóma eigi í erfiðleikum með að greiða fyrir þjónustuna í núverandi kerfi og er uggandi um hvað verður eftir kostnaðarhækkunina. „Eftir breytingarnar getur öryrki þurft að greiða meira en þrefalt meira fyrir komur til geðlækna. Þetta er mikil hindrun fyrir þá sem eru í þessum viðkvæma hópi, sem mjög mikilvægt er að leiti sér læknisaðstoðar,“ bendir Tómas á.Tómas Zoega sérfræðingur í geðlækningum hefur áhyggjur af kostnaðarþátttöku sjúklinga með geðsjúkdóma.Fréttablaðið/EinarKristján Þór segir mikilvægt að halda til haga að engin reglugerð eða gjaldskrá hafi verið sett og að frumvarpið geti vel tekið breytingum, ákveði Alþingi það. Einnig að við gildistöku laganna verði tekið tillit til fyrri greiðslusögu sjúkratryggðra. Greiðslur safnist upp í svokallaðan afsláttarstofn sem síðan sé notaður til að reikna út greiðsluþátttöku sjúkratryggðs. „Við erum að fara yfir umsagnirnar með sérfræðingum í ráðuneytinu,“ segir Kristján Þór sem kveður þarft að ræða kostnaðardreifinguna. „Ég hef ekki fjárveitingarvaldið. Ég fer í þetta verkefni fyrst og fremst út frá því að draga úr kostnaðarþátttöku þeirra sem þyngstar bera byrðarnar. Í því verkefni er ég að vinna eftir þeim fjárheimildum sem Alþingi hefur skammtað. Næsta skref er að ræða hvort menn vilja dreifa kostnaði með öðrum hætti en hefur verið gert,“ segir Kristján Þór. Gagnrýni á frumvarpið snýr einnig að því að sálfræðiþjónusta sé ekki tekin með í greiðsluþátttöku, eða tannlæknaþjónusta. Kristján Þór bendir á að fram undan sé stórátak í því að bæta sálfræðiþjónustu í heilsugæsluna. „Ég er að bæta í sálfræðiþjónustuna með öflugum hætti, við erum að gera það eftir bresku módeli. Til stendur að manna heilsugæsluna með sálfræðingum, þetta er tveggja til þriggja ára verkefni sem er hafið,“ segir heilbrigðsráðherra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira