Kári og Viðar Örn töpuðu bikarúrslitaleiknum í vítaspyrnukeppni Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. maí 2016 16:25 Kári Árnason skoraði úr sinni spyrnu. vísir/afp Häcken varð sænskur bikarmeistari í fótbolta í dag eftir sigur á Íslendingaliðinu Malmö í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir skemmtilegar 120 mínútur var 2-2 en öll mörkin voru skoruð á fyrstu 90 mínútum leiksins. Malmö virtist alveg vera með leikinn eftir fyrri hálfleikinn. Markus Rosenborg kom Malmö yfir á 39. mínútu og Norðmaðurinn Magnus Wolff Eikrem skoraði gullfallegt mark, beint úr aukaspyrnu, fjórum mínútum síðar. Malmö-menn, sem voru á heimavelli í dag en leikurinn fór fram á Swedbank Arena, voru 2-0 yfir í hálfleik og stefndi í nokkuð öruggan sigur. Á 51. mínútu fékk Oscar Lewicki, leikmaður Malmö, rautt spjald og hleypti þannig Häcken inn í leikinn. Häcken nýtti sér liðsmuninn og skoraði tvö mörk á fimm mínútna kafla og jafnaði metin. Demba Savage skoraði það fyrr á 61. mínútu með flottum skalla eftir fyrirgjöf frá hægri og Nasiru Mohammed jafnaði metin á 66. mínútu þegar hann skaut boltanum undir Kára Árnason úr færi í teignum og í hornið. Undir lok venjulegs leiktíma sóttu tíu menn Malmö stíft og fékk Viðar Örn Kjartansson ágætt færi til að skora en allt kom fyrir ekki. Viðar var góður í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik, en var nokkuð einmanna frammi eftir að Malmö missti mann af velli. Í vítaspyrnukeppninni varði Johan Wiland, markvörður Malmö, frá René Makondele, og stefndi allt í sigur Malmö. Anton Tinnerholm gat tryggði liðinu bikarmeistaratitilinn með fimmtu spyrnuninni en þá varði Peter Abrahamsson, markvörður Häcken, og hélt sínum mönnum á lífi. Viðar Örn var kominn á bekkinn en fyrirliðinn Kári Árnason tók sjöttu spyrnuna og skoraði. Sama gerði næsti maður fyrir Häcken. Það var svo Anton Tinnerholm sem var skúrkurinn en hann lét Abrahamson verja frá sér og Simon Sandberg tryggði Häcken svo bikarmeistaratitilinn. Malmö hefði með sigri unnið sinn 15. bikarmeistaratitil en liðið hefur ekki fagnað sigri í bikarnum síðan 1989. Það stóra í þessu er að Malmö verður nú ekki í Evrópukeppni næsta vetur þar sem liðið hafnaði í fimmta sæti í deildinni á síðustu leiktíð. Häcken, sem var að vinna bikarinn í fyrsta sinn í sögu félagsins, verður aftur á móti í Evrópudeildinni næsta vetur og mætir þar til leiks í annarri umferð forkeppninnar. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sjá meira
Häcken varð sænskur bikarmeistari í fótbolta í dag eftir sigur á Íslendingaliðinu Malmö í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir skemmtilegar 120 mínútur var 2-2 en öll mörkin voru skoruð á fyrstu 90 mínútum leiksins. Malmö virtist alveg vera með leikinn eftir fyrri hálfleikinn. Markus Rosenborg kom Malmö yfir á 39. mínútu og Norðmaðurinn Magnus Wolff Eikrem skoraði gullfallegt mark, beint úr aukaspyrnu, fjórum mínútum síðar. Malmö-menn, sem voru á heimavelli í dag en leikurinn fór fram á Swedbank Arena, voru 2-0 yfir í hálfleik og stefndi í nokkuð öruggan sigur. Á 51. mínútu fékk Oscar Lewicki, leikmaður Malmö, rautt spjald og hleypti þannig Häcken inn í leikinn. Häcken nýtti sér liðsmuninn og skoraði tvö mörk á fimm mínútna kafla og jafnaði metin. Demba Savage skoraði það fyrr á 61. mínútu með flottum skalla eftir fyrirgjöf frá hægri og Nasiru Mohammed jafnaði metin á 66. mínútu þegar hann skaut boltanum undir Kára Árnason úr færi í teignum og í hornið. Undir lok venjulegs leiktíma sóttu tíu menn Malmö stíft og fékk Viðar Örn Kjartansson ágætt færi til að skora en allt kom fyrir ekki. Viðar var góður í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik, en var nokkuð einmanna frammi eftir að Malmö missti mann af velli. Í vítaspyrnukeppninni varði Johan Wiland, markvörður Malmö, frá René Makondele, og stefndi allt í sigur Malmö. Anton Tinnerholm gat tryggði liðinu bikarmeistaratitilinn með fimmtu spyrnuninni en þá varði Peter Abrahamsson, markvörður Häcken, og hélt sínum mönnum á lífi. Viðar Örn var kominn á bekkinn en fyrirliðinn Kári Árnason tók sjöttu spyrnuna og skoraði. Sama gerði næsti maður fyrir Häcken. Það var svo Anton Tinnerholm sem var skúrkurinn en hann lét Abrahamson verja frá sér og Simon Sandberg tryggði Häcken svo bikarmeistaratitilinn. Malmö hefði með sigri unnið sinn 15. bikarmeistaratitil en liðið hefur ekki fagnað sigri í bikarnum síðan 1989. Það stóra í þessu er að Malmö verður nú ekki í Evrópukeppni næsta vetur þar sem liðið hafnaði í fimmta sæti í deildinni á síðustu leiktíð. Häcken, sem var að vinna bikarinn í fyrsta sinn í sögu félagsins, verður aftur á móti í Evrópudeildinni næsta vetur og mætir þar til leiks í annarri umferð forkeppninnar.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sjá meira