Erlent

Kosningaslagurinn hafinn af alvöru

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Nú þegar allt útlit er fyrir að Donald Trump verði  frambjóðandi repúblikana í komandi forsetakosningum Bandaríkjana hefur Hillary Clinton beint spjótum sínum að honum. Clinton berst enn fyrir því að verða forsetaefni demókrata og hefur töluvert forskot á keppinaut sinn Bernie Sanders.

Helstu keppinautar Trump, Ted Cruz og John Kasich, hættu við framboð sín í gær og í kjölfarið gaf kosningastofa Clinton út myndbönd þar sem fjallað er um helstu kosningamál forsetaefnis repúblíkana.

Samdægurs deildi kosningastofa Clinton tveimur myndböndum sem gagnrýna stefnu Trump harðlega. Það virðist því vera að forsetaslagurinn í Bandaríkjunum sé hafinn fyrir alvöru en allt útlit er fyrir að annað hvort Trump eða Clinton verði næstu íbúar Hvíta hússins í Washington.

Myndböndin má sjá hér að ofan og neðan.


Tengdar fréttir

Trump er einn eftir

Nú þegar bæði Ted Cruz og John Kasich hafa dregið sig í hlé í slag repúblikana virðist fátt geta stöðvað sigurgöngu Donalds Trump. Bernie Sanders ætlar hins vegar að berjast áfram gegn Hillary Clinton, þótt hún þyki eiga sigurinn ví




Fleiri fréttir

Sjá meira


×