Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn Guðni Th. Jóhannesson boðar til blaðamannafundar í Salnum í Kópavogi í dag. Guðni hefur upplýst að þar muni hann svara spurningunni hvort hann ætli í framboð til forsta Íslands.
Vísir greindi frá því á mánudag að Guðni hefði ákveðið að bjóða sig fram. Hann mun kynna framboðið í dag.
Bein útsending verður frá framboðsfundi Guðna og hefst hann klukkan 14.
Uppfært klukkan 14:30
Útsendingunni er lokið en lesa má um fund Guðna Th. hér.
Bein útsending: Guðni Th. kynnir framboð sitt

Tengdar fréttir

Sjö prósentum munar á Ólafi og Guðna Th.
Fjörutíu og fimm prósent svarenda myndu kjósa Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta en 38 prósent Guðna Th. Jóhannesson. Guðni kynnir framboð sitt í dag.