Allir dæmdir til fangelsisvistar í skartgripamálinu Bjarki Ármannsson skrifar 4. maí 2016 16:58 Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Allir þrír sem ákærðir voru fyrir aðild að ráni í skartgripaversluninni Gullsmiðjunni í Hafnarfirði hlutu í dag fangelsisdóma við Héraðsdóm Reykjaness. Axel Karl Gíslason var dæmdur til að sæta fangelsi í fjögur ár og sex mánuði, Ásgeir Heiðar Stefánsson í tvö ár og sex mánuði og Mikael Már Pálsson í fimmtán mánuði.Þremenningarnir eiga allir langan sakaferil að baki. Til frádráttar refsingu Axels Karls kemur gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá því 23. október 2015.Þótti ekki sannað að ránið hefði verið skipulagt Þeir Axel Karl og Ásgeir Heiðar eru báðir sakfelldir fyrir að hafa rænt Gullsmiðjuna þann 22. október í fyrra en ekki fyrir það að hafa skipulagt að fremja ránið. Það þótti ekki sannað fyrir dómi. Þær rændu verslunina vopnaðir exi og neyðarhamri og höfðu á brott með sér skartgripi fyrir tæpar tvær milljónir króna. Mikael Már beið þeirra við Grindavíkurafleggjarann á Reykjanesbraut og tók þá þar upp í bíl sinn að ráninu loknu. Hann var ákærður fyrir að hafa tekið þátt í að skipuleggja ránið en dómurinn taldi ósannað að hann hefði haft aðra aðkomu að málinu en að verða við beiðni hinna tveggja um að hitta þá og aka þeim til Keflavíkur. Var hann þó sakfelldur fyrir að liðsinna þeim, þar sem hann vissi að þeir hefðu framið refsiverða háttsemi eftir að þeir stigu inn í bíl til hans. Mikael Már var á reynslulausn þegar hann sótti þá Axel Karl og Ásgeir Heiðar.Mikael Már beið hinna tveggja við Grindavíkurafleggjarann á Reykjanesbraut og tók þá þar upp í bíl sinn að ráninu loknu.VísirSkaut úr loftbyssu að lögreglumönnum Þá var Axel Karl einnig sakfelldur fyrir tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar og brot gegn valdstjórninni fyrir það að hafa lagt á flótta frá fimm lögreglumönnum að kvöldi dagsins sem ránið var framið og skotið að þeim úr loftskammbyssu. Lögreglumennirnir höfðu haft upp á Axel vegna grums um að hann hefði komið að ráninu. Í skýrslu lögreglu segir að Axel hafi ekki hlýtt skipunum lögreglu um að fara niður á hnén og hafa hendur sýnilegar, heldur lagt á flótta, beint loftbyssunni að þeim og skotið þremur skotum. Axel hélt því fram að hann hefði ekki áttað sig á því að mennirnir sem kölluðu að honum væru lögreglumenn og að hann hefði ekki beint byssunni að þeim, heldur skotið upp í loftið. Mikael Már var einnig kærður fyrir brot gegn vopnalögum þar sem lásbogi fannst í vörslum hans við handtöku þann 29. október. Ekki þótti þó sannað að hann ætti lásbogann. Vitni greindu frá því fyrir dómi að mikill gestagangur hefði verið í íbúðinni þar sem Mikael Már var handtekinn og mikil óregla. Kannaðist hvorki Mikael Már né vinir hans við að eiga lásbogann. Tengdar fréttir Játar að hafa verið í skartgripaversluninni en segir lýsingu í ákæru ranga Mál gegn þremur mönnum sem ákærðir eru fyrir aðild sína að skartgriparán í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október síðastliðinn var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 27. janúar 2016 14:53 Góðkunningjar lögreglu ákærðir fyrir skartgriparán Axel Karl Gíslason, Ásgeir Heiðar Stefánsson og Mikael Már Pálsson eiga allir langan sakaferil að baki og eiga langa fangelsisdóma að baki. 20. janúar 2016 14:00 Játning liggur fyrir í hrottalega ráninu í Gullsmiðjunni 26 ára karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. janúar . 9. desember 2015 10:25 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Allir þrír sem ákærðir voru fyrir aðild að ráni í skartgripaversluninni Gullsmiðjunni í Hafnarfirði hlutu í dag fangelsisdóma við Héraðsdóm Reykjaness. Axel Karl Gíslason var dæmdur til að sæta fangelsi í fjögur ár og sex mánuði, Ásgeir Heiðar Stefánsson í tvö ár og sex mánuði og Mikael Már Pálsson í fimmtán mánuði.Þremenningarnir eiga allir langan sakaferil að baki. Til frádráttar refsingu Axels Karls kemur gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá því 23. október 2015.Þótti ekki sannað að ránið hefði verið skipulagt Þeir Axel Karl og Ásgeir Heiðar eru báðir sakfelldir fyrir að hafa rænt Gullsmiðjuna þann 22. október í fyrra en ekki fyrir það að hafa skipulagt að fremja ránið. Það þótti ekki sannað fyrir dómi. Þær rændu verslunina vopnaðir exi og neyðarhamri og höfðu á brott með sér skartgripi fyrir tæpar tvær milljónir króna. Mikael Már beið þeirra við Grindavíkurafleggjarann á Reykjanesbraut og tók þá þar upp í bíl sinn að ráninu loknu. Hann var ákærður fyrir að hafa tekið þátt í að skipuleggja ránið en dómurinn taldi ósannað að hann hefði haft aðra aðkomu að málinu en að verða við beiðni hinna tveggja um að hitta þá og aka þeim til Keflavíkur. Var hann þó sakfelldur fyrir að liðsinna þeim, þar sem hann vissi að þeir hefðu framið refsiverða háttsemi eftir að þeir stigu inn í bíl til hans. Mikael Már var á reynslulausn þegar hann sótti þá Axel Karl og Ásgeir Heiðar.Mikael Már beið hinna tveggja við Grindavíkurafleggjarann á Reykjanesbraut og tók þá þar upp í bíl sinn að ráninu loknu.VísirSkaut úr loftbyssu að lögreglumönnum Þá var Axel Karl einnig sakfelldur fyrir tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar og brot gegn valdstjórninni fyrir það að hafa lagt á flótta frá fimm lögreglumönnum að kvöldi dagsins sem ránið var framið og skotið að þeim úr loftskammbyssu. Lögreglumennirnir höfðu haft upp á Axel vegna grums um að hann hefði komið að ráninu. Í skýrslu lögreglu segir að Axel hafi ekki hlýtt skipunum lögreglu um að fara niður á hnén og hafa hendur sýnilegar, heldur lagt á flótta, beint loftbyssunni að þeim og skotið þremur skotum. Axel hélt því fram að hann hefði ekki áttað sig á því að mennirnir sem kölluðu að honum væru lögreglumenn og að hann hefði ekki beint byssunni að þeim, heldur skotið upp í loftið. Mikael Már var einnig kærður fyrir brot gegn vopnalögum þar sem lásbogi fannst í vörslum hans við handtöku þann 29. október. Ekki þótti þó sannað að hann ætti lásbogann. Vitni greindu frá því fyrir dómi að mikill gestagangur hefði verið í íbúðinni þar sem Mikael Már var handtekinn og mikil óregla. Kannaðist hvorki Mikael Már né vinir hans við að eiga lásbogann.
Tengdar fréttir Játar að hafa verið í skartgripaversluninni en segir lýsingu í ákæru ranga Mál gegn þremur mönnum sem ákærðir eru fyrir aðild sína að skartgriparán í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október síðastliðinn var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 27. janúar 2016 14:53 Góðkunningjar lögreglu ákærðir fyrir skartgriparán Axel Karl Gíslason, Ásgeir Heiðar Stefánsson og Mikael Már Pálsson eiga allir langan sakaferil að baki og eiga langa fangelsisdóma að baki. 20. janúar 2016 14:00 Játning liggur fyrir í hrottalega ráninu í Gullsmiðjunni 26 ára karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. janúar . 9. desember 2015 10:25 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Játar að hafa verið í skartgripaversluninni en segir lýsingu í ákæru ranga Mál gegn þremur mönnum sem ákærðir eru fyrir aðild sína að skartgriparán í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október síðastliðinn var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 27. janúar 2016 14:53
Góðkunningjar lögreglu ákærðir fyrir skartgriparán Axel Karl Gíslason, Ásgeir Heiðar Stefánsson og Mikael Már Pálsson eiga allir langan sakaferil að baki og eiga langa fangelsisdóma að baki. 20. janúar 2016 14:00
Játning liggur fyrir í hrottalega ráninu í Gullsmiðjunni 26 ára karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. janúar . 9. desember 2015 10:25