Orð forsetans á blaðamannafundinum á Bessastöðum komin í annað samhengi Birgir Olgeirsson skrifar 4. maí 2016 13:15 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaðamannafundinum á Bessastöðum fyrir 16 dögum. Vísir/Anton Brink „Hvert er orðspor okkar Íslendinga í umheiminum?,“ spurði Ólafur Ragnar Grímsson á blaðamannafundi á Bessastöðum mánudaginn 18. apríl síðastliðinn þar sem hann tilkynnti þjóðinni að hann sækist eftir endurkjöri í forsetakosningunum í sumar. Segja má að þessi ummæli Ólafs Ragnars hafi fengið nýja merkingu eftir að kastljósi fjölmiðla ytra var beint að tengslum eiginkonu hans, Dorrit Moussaief, við aflandsfélög. Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, segir ákveðna ósamkvæmni skína í gegn í málflutningi Ólafs Ragnars.Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Dorrit Moussaieff forsetafrú.Ólafur Ragnar þvertók fyrir það í viðtali við CNN þar sem hann var spurður hvort eitthvað ætti eftir að koma upp úr krafsinu um möguleg tengsl hans, eiginkonu hans eða fjölskyldu við aflandsfélög.Þýskir blaðamenn spyrja hvort Íslendingar muni trúa ÓlafiÞessari neitun Ólafs Ragnars er gjarnan slegið upp þegar erlendir fjölmiðlar fjalla um aflandseign Dorritar. Í þessari grein þýska blaðsins Suddeutsche Zeitung er spurt vegna Ólafs: „Munu Íslendingar trúa honum? Munu þeir sætta sig við fullyrðingar hans um að eiginkona hans naut ein góðs af nokkrum aflandsfélögum – mun fleiri en eina félagið sem neyddi hinn fallna forsætisráðherra til að segja af sér?“ segir í grein þýska blaðsins og er þar átt við félagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra.„Höldum við reisn okkar í alþjóðlegu samfélagi?“Á blaðamannafundinum á Bessastöðum fyrir 16 dögum var Ólafi tíðrætt um orðspor Íslendinga í umheiminum. „Höldum við reisn okkar í alþjóðlegu samfélagi? Það var einn af þeim þáttum sem ég áréttaði þegar ég kom til landsins áður en forsætisráðherra sagði af sér. Það mál snerist ekki bara um stjórnkerfið hér innanlands heldur snerist líka um heill og heiður Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Við lærðum það í glímunni við bankahrunið að álit umheimsins skiptir miklu máli, skiptir okkur máli, skiptir þjóðina máli. Skiptir efnahagslífið máli, skiptir sjálfsvirðingu okkar líka miklu máli,“ sagði Ólafur. Hann bætti við að þó það hafi ekki verið afgerandi þáttur í ákvörðun hans að sækjast eftir endurkjöri þá hafi það verið þáttur í málflutningi þeirra sem höfðu hvatt hann áfram. „Að það yrði að reyna að tryggja það með mínu framlagi á komandi vikum og mánuðum að orðspor okkar í veröldinni héldist áfram sterkt,“ sagði Ólafur.Fréttastofa Stöðvar 2 var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Ólafs á Bessastöðum sem hægt er að sjá hér fyrir neðan. Ólafur byrjar að tala um orðspor Íslands þegar 37 mínútur og 50 sekúndur eru liðnar af útsendingunni.Þegar forsetinn veitti CNN viðtal fyrir 12 dögum um afleiðingar Panama-skjalanna sagði Ólafur Ragnar að kjósendum hefði verið siðferðislega misboðið þegar þeir flykktust út á götur til að mótmæla yfirvöldum. „Ég held að það hafi verið mikilvæg lexía fyrir mig sjálfan og aðra,“ sagði Ólafur.Hægt er að hlusta á viðtal CNN við Ólaf Ragnar hér fyrir neðan.Staða hans sem öflugs talsmanns veikst Það er því ljóst að staða Ólafs Ragnars sem öflugs talsmanns lands og þjóðar hefur veikst töluvert eftir að þessar upplýsingar um fjármál eiginkonu hans komu fram á sjónarsviðið. Sjálf hafa þau ekki viljað veita fjölmiðlum viðtöl vegna málsins. Þau hafa einungis tjáð sig í formi yfirlýsinga og hefur til að mynda lögmaður Dorritar séð um samskipti fyrir hana við fjölmiðla.Í svari við fyrirspurn fréttastofu Stöðvar 2 í gær sagðist forsetinn ekki hafa, hvorki nú né áður fyrr, vitneskju um fjárhagstengsl Dorritar. Jafnframt áréttaði forsetinn að hann hefði ávallt verið gagnrýninn á aflandsfélög og skattaskjól og í áratugi talað fyrir réttlátu og sanngjörnu skattkerfi.Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun.vísir/ernirSegir ósamkvæmni skína í gegn Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, segir ákveðna ósamkvæmni skína í gegn í málflutningi Ólafs Ragnars. Hann segir í samtali við Vísi ljóst að hið fræga „no, no, no, no, no,“ svar Ólafs var ekki sannleikanum samkvæmt og að hið heiðarlega svar hafi því verið látið liggja milli hluta. „Í öðru lagi hefur Ólafur talað sterkt gegn aflandsfélögum. Það er sama hversu aðskilinn fjárhagur þeirra hjóna er - þarna skín í gegn ákveðin ósamkvæmni,“ segir Henry. Í þriðja lagi nefnir hann að Ólafur hafi lagt áherslu á að Ísland þurfi sterkan talsmann í þessum málum sem snúa að fregnum um aflandsfélög. „Fréttir af þeim hjónum í erlendum fjölmiðlum trufla þá mynd sem hann gaf af sjálfum sér; hann er ekki eins sannfærandi,“ segir Henry. Hann tekur hins vegar fram að það sé ekki svo að viðurlög séu gegn því að vera ekki sannfærandi, sannsögull eða ósamkvæmur sjálfum sér. „Þar liggur munurinn á lögfræði og siðfræði. Þess vegna er viturlegt að fara varlega með heykvíslarnar. Nú skiptir öllu máli, eins og við sáum í máli fyrrverandi forsætisráðherra, hvernig viðbrögðin verða. Skynsamleg umræða á báða bóga vitnar um gott og heilbrigt siðferði. Hroki og skortur á skilningi á stöðunni er það sem maður vonast til að verða ekki vitni að - að þessu sinni. Svo geta stjórnmálafræðingar getið sér til um hversu líklegt er að meirihluti kjósenda sé til í að horfa gegnum fingur sér,“ segir Henry. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar árið 2012 um framboð 2016: „Nei, nei, nei, nei“ "Ég hef sagt það mörgum sinnum í aðdraganda þessara kosninga að þetta er mitt síðasta kjörtímabil.“ 4. maí 2016 12:13 Dorrit takmarkar skattbyrði sína með því að vera „utan lögheimilis“ Dorrit Moussaieff forsetafrú ber takmarkaða skattskyldu á Bretlandi og er skráð með fasta búsetu en „utan lögheimilis“ þar. Hún borgar samt enga skatta á Íslandi vegna þess að hún er ekki með lögheimili hér á landi. 3. maí 2016 19:45 Dorrit Moussaieff með heimilisfesti í Ísrael Dorrit er með þrefalt ríkisfang, íslenskt, breskt og ísraelskt. Heimilisfesti hennar er í fæðingarlandi hennar, Ísrael. 4. maí 2016 07:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
„Hvert er orðspor okkar Íslendinga í umheiminum?,“ spurði Ólafur Ragnar Grímsson á blaðamannafundi á Bessastöðum mánudaginn 18. apríl síðastliðinn þar sem hann tilkynnti þjóðinni að hann sækist eftir endurkjöri í forsetakosningunum í sumar. Segja má að þessi ummæli Ólafs Ragnars hafi fengið nýja merkingu eftir að kastljósi fjölmiðla ytra var beint að tengslum eiginkonu hans, Dorrit Moussaief, við aflandsfélög. Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, segir ákveðna ósamkvæmni skína í gegn í málflutningi Ólafs Ragnars.Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Dorrit Moussaieff forsetafrú.Ólafur Ragnar þvertók fyrir það í viðtali við CNN þar sem hann var spurður hvort eitthvað ætti eftir að koma upp úr krafsinu um möguleg tengsl hans, eiginkonu hans eða fjölskyldu við aflandsfélög.Þýskir blaðamenn spyrja hvort Íslendingar muni trúa ÓlafiÞessari neitun Ólafs Ragnars er gjarnan slegið upp þegar erlendir fjölmiðlar fjalla um aflandseign Dorritar. Í þessari grein þýska blaðsins Suddeutsche Zeitung er spurt vegna Ólafs: „Munu Íslendingar trúa honum? Munu þeir sætta sig við fullyrðingar hans um að eiginkona hans naut ein góðs af nokkrum aflandsfélögum – mun fleiri en eina félagið sem neyddi hinn fallna forsætisráðherra til að segja af sér?“ segir í grein þýska blaðsins og er þar átt við félagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra.„Höldum við reisn okkar í alþjóðlegu samfélagi?“Á blaðamannafundinum á Bessastöðum fyrir 16 dögum var Ólafi tíðrætt um orðspor Íslendinga í umheiminum. „Höldum við reisn okkar í alþjóðlegu samfélagi? Það var einn af þeim þáttum sem ég áréttaði þegar ég kom til landsins áður en forsætisráðherra sagði af sér. Það mál snerist ekki bara um stjórnkerfið hér innanlands heldur snerist líka um heill og heiður Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Við lærðum það í glímunni við bankahrunið að álit umheimsins skiptir miklu máli, skiptir okkur máli, skiptir þjóðina máli. Skiptir efnahagslífið máli, skiptir sjálfsvirðingu okkar líka miklu máli,“ sagði Ólafur. Hann bætti við að þó það hafi ekki verið afgerandi þáttur í ákvörðun hans að sækjast eftir endurkjöri þá hafi það verið þáttur í málflutningi þeirra sem höfðu hvatt hann áfram. „Að það yrði að reyna að tryggja það með mínu framlagi á komandi vikum og mánuðum að orðspor okkar í veröldinni héldist áfram sterkt,“ sagði Ólafur.Fréttastofa Stöðvar 2 var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Ólafs á Bessastöðum sem hægt er að sjá hér fyrir neðan. Ólafur byrjar að tala um orðspor Íslands þegar 37 mínútur og 50 sekúndur eru liðnar af útsendingunni.Þegar forsetinn veitti CNN viðtal fyrir 12 dögum um afleiðingar Panama-skjalanna sagði Ólafur Ragnar að kjósendum hefði verið siðferðislega misboðið þegar þeir flykktust út á götur til að mótmæla yfirvöldum. „Ég held að það hafi verið mikilvæg lexía fyrir mig sjálfan og aðra,“ sagði Ólafur.Hægt er að hlusta á viðtal CNN við Ólaf Ragnar hér fyrir neðan.Staða hans sem öflugs talsmanns veikst Það er því ljóst að staða Ólafs Ragnars sem öflugs talsmanns lands og þjóðar hefur veikst töluvert eftir að þessar upplýsingar um fjármál eiginkonu hans komu fram á sjónarsviðið. Sjálf hafa þau ekki viljað veita fjölmiðlum viðtöl vegna málsins. Þau hafa einungis tjáð sig í formi yfirlýsinga og hefur til að mynda lögmaður Dorritar séð um samskipti fyrir hana við fjölmiðla.Í svari við fyrirspurn fréttastofu Stöðvar 2 í gær sagðist forsetinn ekki hafa, hvorki nú né áður fyrr, vitneskju um fjárhagstengsl Dorritar. Jafnframt áréttaði forsetinn að hann hefði ávallt verið gagnrýninn á aflandsfélög og skattaskjól og í áratugi talað fyrir réttlátu og sanngjörnu skattkerfi.Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun.vísir/ernirSegir ósamkvæmni skína í gegn Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, segir ákveðna ósamkvæmni skína í gegn í málflutningi Ólafs Ragnars. Hann segir í samtali við Vísi ljóst að hið fræga „no, no, no, no, no,“ svar Ólafs var ekki sannleikanum samkvæmt og að hið heiðarlega svar hafi því verið látið liggja milli hluta. „Í öðru lagi hefur Ólafur talað sterkt gegn aflandsfélögum. Það er sama hversu aðskilinn fjárhagur þeirra hjóna er - þarna skín í gegn ákveðin ósamkvæmni,“ segir Henry. Í þriðja lagi nefnir hann að Ólafur hafi lagt áherslu á að Ísland þurfi sterkan talsmann í þessum málum sem snúa að fregnum um aflandsfélög. „Fréttir af þeim hjónum í erlendum fjölmiðlum trufla þá mynd sem hann gaf af sjálfum sér; hann er ekki eins sannfærandi,“ segir Henry. Hann tekur hins vegar fram að það sé ekki svo að viðurlög séu gegn því að vera ekki sannfærandi, sannsögull eða ósamkvæmur sjálfum sér. „Þar liggur munurinn á lögfræði og siðfræði. Þess vegna er viturlegt að fara varlega með heykvíslarnar. Nú skiptir öllu máli, eins og við sáum í máli fyrrverandi forsætisráðherra, hvernig viðbrögðin verða. Skynsamleg umræða á báða bóga vitnar um gott og heilbrigt siðferði. Hroki og skortur á skilningi á stöðunni er það sem maður vonast til að verða ekki vitni að - að þessu sinni. Svo geta stjórnmálafræðingar getið sér til um hversu líklegt er að meirihluti kjósenda sé til í að horfa gegnum fingur sér,“ segir Henry.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar árið 2012 um framboð 2016: „Nei, nei, nei, nei“ "Ég hef sagt það mörgum sinnum í aðdraganda þessara kosninga að þetta er mitt síðasta kjörtímabil.“ 4. maí 2016 12:13 Dorrit takmarkar skattbyrði sína með því að vera „utan lögheimilis“ Dorrit Moussaieff forsetafrú ber takmarkaða skattskyldu á Bretlandi og er skráð með fasta búsetu en „utan lögheimilis“ þar. Hún borgar samt enga skatta á Íslandi vegna þess að hún er ekki með lögheimili hér á landi. 3. maí 2016 19:45 Dorrit Moussaieff með heimilisfesti í Ísrael Dorrit er með þrefalt ríkisfang, íslenskt, breskt og ísraelskt. Heimilisfesti hennar er í fæðingarlandi hennar, Ísrael. 4. maí 2016 07:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Ólafur Ragnar árið 2012 um framboð 2016: „Nei, nei, nei, nei“ "Ég hef sagt það mörgum sinnum í aðdraganda þessara kosninga að þetta er mitt síðasta kjörtímabil.“ 4. maí 2016 12:13
Dorrit takmarkar skattbyrði sína með því að vera „utan lögheimilis“ Dorrit Moussaieff forsetafrú ber takmarkaða skattskyldu á Bretlandi og er skráð með fasta búsetu en „utan lögheimilis“ þar. Hún borgar samt enga skatta á Íslandi vegna þess að hún er ekki með lögheimili hér á landi. 3. maí 2016 19:45
Dorrit Moussaieff með heimilisfesti í Ísrael Dorrit er með þrefalt ríkisfang, íslenskt, breskt og ísraelskt. Heimilisfesti hennar er í fæðingarlandi hennar, Ísrael. 4. maí 2016 07:00