Berglind býður sig ekki fram í forsetann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. maí 2016 11:24 Berglind Ásgeirsdóttir hefur verið sendiherra Íslands í Frakklandi undanfarin fimm ár. Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í París, mun ekki gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Hún hefur legið undir feldi undanfarnar vikur en greinir frá því í dag að hún hafi tekið þá ákvörðun að láta staðar numið. „Ég hef að undanförnu íhugað það gaumgæfilega að gefa kost á mér í framboð til embættis forseta Íslands. Meginástæður þess eru tvær. Annars vegar hef ég talið reynslu mína í margvíslegum störfum fyrir íslenska þjóð á undanförnum árum geta nýst á forsetastóli og hins vegar hef ég lengi verið þeirrar skoðunar að forseti geti verið öflugur málshefjandi og jafnframt þátttakandi í brýnni umræðu,“ segir Berglind í færslu á Facebook-síðu sinni. „Í þeim efnum hef ég einkum í huga einlægt og yfirvegað samtal um mannauð íslenskrar þjóðar, bæði þeirra sem hér eru fæddir og hinna sem til okkar hafa flust frá öðrum löndum. Ég hef líka verið upptekin af þeim atgervisflótta sem við okkur blasir og hvernig unnt sé að skapa ungu fólki á Íslandi þannig aðstæður að við missum það ekki frá okkur. Ég er sannfærð um að forseti Íslands geti orðið mikilvægur aflvaki umræðu um hvernig við getum sett okkar langstærstu auðlind, fólkið í landinu, í öndvegi.“ Berglind segir Ísland hafa alla burði til þess að fóstra íbúa sína með þeim hætti að þeim líði vel, lifi saman í sátt og vilji hvergi annars staðar vera. „Það getur líka breitt út faðm sinn og tekið á móti ferðamönnum þannig að sómi sé að. Ef vel er að málum staðið geta þeir sem byggja þetta land eða sækja það heim notið allsnægta sem óvíða finnast meiri. Embætti forseta Íslands á að leggja sitt af mörkum til þess að traustur vörður sé staðinn um þau verðmæti sem við eigum mest. Þar langaði mig til að leggja mitt af mörkum.“ Hún segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi víða að úr samfélaginu, ekki síst frá konum og ungu fólki. „Mér þykir afar mikið til þessa koma en hef engu að síður tekið þá ákvörðun að láta staðar numið í þessum hugrenningum. Ég mun því ekki verða á meðal þátttakenda í aðdraganda forsetakosninganna en óska stórum hópi frambjóðenda velgengni og sömuleiðis þeim sem hlutskarpastur verður að leik loknum.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Berglind undir forsetafeldi eftir áskoranir frá konum úr öllum áttum Sendiherra Íslands í Frakklandi íhugar alvarlega að bjóða sig fram til forseta Íslands. 25. apríl 2016 16:03 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í París, mun ekki gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Hún hefur legið undir feldi undanfarnar vikur en greinir frá því í dag að hún hafi tekið þá ákvörðun að láta staðar numið. „Ég hef að undanförnu íhugað það gaumgæfilega að gefa kost á mér í framboð til embættis forseta Íslands. Meginástæður þess eru tvær. Annars vegar hef ég talið reynslu mína í margvíslegum störfum fyrir íslenska þjóð á undanförnum árum geta nýst á forsetastóli og hins vegar hef ég lengi verið þeirrar skoðunar að forseti geti verið öflugur málshefjandi og jafnframt þátttakandi í brýnni umræðu,“ segir Berglind í færslu á Facebook-síðu sinni. „Í þeim efnum hef ég einkum í huga einlægt og yfirvegað samtal um mannauð íslenskrar þjóðar, bæði þeirra sem hér eru fæddir og hinna sem til okkar hafa flust frá öðrum löndum. Ég hef líka verið upptekin af þeim atgervisflótta sem við okkur blasir og hvernig unnt sé að skapa ungu fólki á Íslandi þannig aðstæður að við missum það ekki frá okkur. Ég er sannfærð um að forseti Íslands geti orðið mikilvægur aflvaki umræðu um hvernig við getum sett okkar langstærstu auðlind, fólkið í landinu, í öndvegi.“ Berglind segir Ísland hafa alla burði til þess að fóstra íbúa sína með þeim hætti að þeim líði vel, lifi saman í sátt og vilji hvergi annars staðar vera. „Það getur líka breitt út faðm sinn og tekið á móti ferðamönnum þannig að sómi sé að. Ef vel er að málum staðið geta þeir sem byggja þetta land eða sækja það heim notið allsnægta sem óvíða finnast meiri. Embætti forseta Íslands á að leggja sitt af mörkum til þess að traustur vörður sé staðinn um þau verðmæti sem við eigum mest. Þar langaði mig til að leggja mitt af mörkum.“ Hún segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi víða að úr samfélaginu, ekki síst frá konum og ungu fólki. „Mér þykir afar mikið til þessa koma en hef engu að síður tekið þá ákvörðun að láta staðar numið í þessum hugrenningum. Ég mun því ekki verða á meðal þátttakenda í aðdraganda forsetakosninganna en óska stórum hópi frambjóðenda velgengni og sömuleiðis þeim sem hlutskarpastur verður að leik loknum.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Berglind undir forsetafeldi eftir áskoranir frá konum úr öllum áttum Sendiherra Íslands í Frakklandi íhugar alvarlega að bjóða sig fram til forseta Íslands. 25. apríl 2016 16:03 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Berglind undir forsetafeldi eftir áskoranir frá konum úr öllum áttum Sendiherra Íslands í Frakklandi íhugar alvarlega að bjóða sig fram til forseta Íslands. 25. apríl 2016 16:03