Segir virði Borgunar vera um 20 milljarða Sveinn Arnarsson skrifar 3. maí 2016 07:00 Deilt var um sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun á þingi í gær. Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Bjarna Benediktsson um verðmat á hlut Landsbankans í Borgun sem seldur var í lokuðu söluferli. Vildi þingmaðurinn bæði fá að vita hvort verðmat hafi verið unnið af hendi bankans áður en gengið var frá sölu sem og að vita hvert það verðmat hafi verið. Ekki fengust svör við því hvert verðmat hlutarins hafi verið. Bjarni sagðist ætla að skila skýrslu til Alþingis eftir að Bankasýsla ríkisins útskýrir málið fyrir ráðherranum.„Bankinn hefur nú óskað eftir svörum frá Borgun hvort upplýsingum hafi verið leynt. Þess má geta að Borgun hyggst greiða 2,2 milljarða króna í arð á þessu ári. Því er það svo að arðgreiðslur til hópsins sem keypti hlut í Borgun af Landsbankanum í lokuðu söluferli eru x nú komnar upp í helminginn af söluverði hlutarins,“ segir Kristján. „Nýjasta verðmatið á fyrirtækinu hljóðar upp á um 20 milljarða króna og því hefur hópurinn hagnast um fjóra til sex og hálfan milljarð á aðeins einu og hálfu ári og fengið helming söluverðsins greiddan til baka í arð.“ Bjarni sagðist í svari sínu sammála Bankasýslunni um að sölumeðferð á Borgun hafi varpað skugga á árangur Landsbankans undanfarin misseri og að fagleg ásýnd Landsbankans hafi beðið hnekki. „Það er ámælisvert að ekki hafi verið farin leið opins söluferlis á eigum bankans og það er í andstöðu við eigendastefnu ríkisins sem hefur það meginmarkmið að stuðla að uppbyggingu heilbrigðs fjármálakerfis og byggja upp traust og trúverðugleika á íslenskum fjármálamarkaði,“ segir Bjarni. Sölumeðferðin sé óásættanleg en bætir við að það séu góðar fréttir ef fyrirtækið sé metið á um 20 milljarða króna. „Ríkið, í gegnum eignarhald sitt á Íslandsbanka er mikill meirihlutaeigandi fyrirtækisins. Því eru það góðar fréttir fyrir ríkið sem eiganda Íslandsbanka ef rétt reynist að fyrirtækið er þetta mikils virði,“ segir Bjarni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Deilt var um sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun á þingi í gær. Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Bjarna Benediktsson um verðmat á hlut Landsbankans í Borgun sem seldur var í lokuðu söluferli. Vildi þingmaðurinn bæði fá að vita hvort verðmat hafi verið unnið af hendi bankans áður en gengið var frá sölu sem og að vita hvert það verðmat hafi verið. Ekki fengust svör við því hvert verðmat hlutarins hafi verið. Bjarni sagðist ætla að skila skýrslu til Alþingis eftir að Bankasýsla ríkisins útskýrir málið fyrir ráðherranum.„Bankinn hefur nú óskað eftir svörum frá Borgun hvort upplýsingum hafi verið leynt. Þess má geta að Borgun hyggst greiða 2,2 milljarða króna í arð á þessu ári. Því er það svo að arðgreiðslur til hópsins sem keypti hlut í Borgun af Landsbankanum í lokuðu söluferli eru x nú komnar upp í helminginn af söluverði hlutarins,“ segir Kristján. „Nýjasta verðmatið á fyrirtækinu hljóðar upp á um 20 milljarða króna og því hefur hópurinn hagnast um fjóra til sex og hálfan milljarð á aðeins einu og hálfu ári og fengið helming söluverðsins greiddan til baka í arð.“ Bjarni sagðist í svari sínu sammála Bankasýslunni um að sölumeðferð á Borgun hafi varpað skugga á árangur Landsbankans undanfarin misseri og að fagleg ásýnd Landsbankans hafi beðið hnekki. „Það er ámælisvert að ekki hafi verið farin leið opins söluferlis á eigum bankans og það er í andstöðu við eigendastefnu ríkisins sem hefur það meginmarkmið að stuðla að uppbyggingu heilbrigðs fjármálakerfis og byggja upp traust og trúverðugleika á íslenskum fjármálamarkaði,“ segir Bjarni. Sölumeðferðin sé óásættanleg en bætir við að það séu góðar fréttir ef fyrirtækið sé metið á um 20 milljarða króna. „Ríkið, í gegnum eignarhald sitt á Íslandsbanka er mikill meirihlutaeigandi fyrirtækisins. Því eru það góðar fréttir fyrir ríkið sem eiganda Íslandsbanka ef rétt reynist að fyrirtækið er þetta mikils virði,“ segir Bjarni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira