Segir virði Borgunar vera um 20 milljarða Sveinn Arnarsson skrifar 3. maí 2016 07:00 Deilt var um sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun á þingi í gær. Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Bjarna Benediktsson um verðmat á hlut Landsbankans í Borgun sem seldur var í lokuðu söluferli. Vildi þingmaðurinn bæði fá að vita hvort verðmat hafi verið unnið af hendi bankans áður en gengið var frá sölu sem og að vita hvert það verðmat hafi verið. Ekki fengust svör við því hvert verðmat hlutarins hafi verið. Bjarni sagðist ætla að skila skýrslu til Alþingis eftir að Bankasýsla ríkisins útskýrir málið fyrir ráðherranum.„Bankinn hefur nú óskað eftir svörum frá Borgun hvort upplýsingum hafi verið leynt. Þess má geta að Borgun hyggst greiða 2,2 milljarða króna í arð á þessu ári. Því er það svo að arðgreiðslur til hópsins sem keypti hlut í Borgun af Landsbankanum í lokuðu söluferli eru x nú komnar upp í helminginn af söluverði hlutarins,“ segir Kristján. „Nýjasta verðmatið á fyrirtækinu hljóðar upp á um 20 milljarða króna og því hefur hópurinn hagnast um fjóra til sex og hálfan milljarð á aðeins einu og hálfu ári og fengið helming söluverðsins greiddan til baka í arð.“ Bjarni sagðist í svari sínu sammála Bankasýslunni um að sölumeðferð á Borgun hafi varpað skugga á árangur Landsbankans undanfarin misseri og að fagleg ásýnd Landsbankans hafi beðið hnekki. „Það er ámælisvert að ekki hafi verið farin leið opins söluferlis á eigum bankans og það er í andstöðu við eigendastefnu ríkisins sem hefur það meginmarkmið að stuðla að uppbyggingu heilbrigðs fjármálakerfis og byggja upp traust og trúverðugleika á íslenskum fjármálamarkaði,“ segir Bjarni. Sölumeðferðin sé óásættanleg en bætir við að það séu góðar fréttir ef fyrirtækið sé metið á um 20 milljarða króna. „Ríkið, í gegnum eignarhald sitt á Íslandsbanka er mikill meirihlutaeigandi fyrirtækisins. Því eru það góðar fréttir fyrir ríkið sem eiganda Íslandsbanka ef rétt reynist að fyrirtækið er þetta mikils virði,“ segir Bjarni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Deilt var um sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun á þingi í gær. Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Bjarna Benediktsson um verðmat á hlut Landsbankans í Borgun sem seldur var í lokuðu söluferli. Vildi þingmaðurinn bæði fá að vita hvort verðmat hafi verið unnið af hendi bankans áður en gengið var frá sölu sem og að vita hvert það verðmat hafi verið. Ekki fengust svör við því hvert verðmat hlutarins hafi verið. Bjarni sagðist ætla að skila skýrslu til Alþingis eftir að Bankasýsla ríkisins útskýrir málið fyrir ráðherranum.„Bankinn hefur nú óskað eftir svörum frá Borgun hvort upplýsingum hafi verið leynt. Þess má geta að Borgun hyggst greiða 2,2 milljarða króna í arð á þessu ári. Því er það svo að arðgreiðslur til hópsins sem keypti hlut í Borgun af Landsbankanum í lokuðu söluferli eru x nú komnar upp í helminginn af söluverði hlutarins,“ segir Kristján. „Nýjasta verðmatið á fyrirtækinu hljóðar upp á um 20 milljarða króna og því hefur hópurinn hagnast um fjóra til sex og hálfan milljarð á aðeins einu og hálfu ári og fengið helming söluverðsins greiddan til baka í arð.“ Bjarni sagðist í svari sínu sammála Bankasýslunni um að sölumeðferð á Borgun hafi varpað skugga á árangur Landsbankans undanfarin misseri og að fagleg ásýnd Landsbankans hafi beðið hnekki. „Það er ámælisvert að ekki hafi verið farin leið opins söluferlis á eigum bankans og það er í andstöðu við eigendastefnu ríkisins sem hefur það meginmarkmið að stuðla að uppbyggingu heilbrigðs fjármálakerfis og byggja upp traust og trúverðugleika á íslenskum fjármálamarkaði,“ segir Bjarni. Sölumeðferðin sé óásættanleg en bætir við að það séu góðar fréttir ef fyrirtækið sé metið á um 20 milljarða króna. „Ríkið, í gegnum eignarhald sitt á Íslandsbanka er mikill meirihlutaeigandi fyrirtækisins. Því eru það góðar fréttir fyrir ríkið sem eiganda Íslandsbanka ef rétt reynist að fyrirtækið er þetta mikils virði,“ segir Bjarni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira