Talið að erlendur ferðamaður hafi látist vegna mistaka á Landspítala Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 2. maí 2016 18:45 Erlendur karlmaður lést á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Bæði landlækni og lögreglu var gert viðvart vegna málsins. Á hverju ári koma upp á bilinu átta til tólf mál á Landspítalanum þar sem dauðsföll eða varanlegur miski hljótast af mistökum starfsfólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu leitaði erlendur ferðamaður, karlmaður um fimmtugt, á bráðamóttöku Landspítalans um helgina eftir að hafa slasast í miðbæ Reykjavíkur. Var hann rifbeinsbrotinn og fékk aðhlynningu eftir því. Daginn eftir lést maðurinn. Í ljós kom að hann var með innvortis meiðsl sem heilbrigðisstarfsfólki yfirsást. „Því miður kom upp alvarlegt atvik á spítalanum um helgina. Við höfum farið í það eins og með öll slík atvik að greina það nákvæmlega og finna orsakirnar. Við tökum þessi atvik mjög alvarlega. Okkar markmið er alltaf að nýta greininguna af svona atvikum til þess að reyna að bæta þjónustuna og setja í gang allar þær umbætur sem mögulegt er til að hindra að slík atvik gerist aftur,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Landlækni og lögreglu var gert viðvart vegna málsins og eru ferlar farnir af stað innan spítalans. Skýrslur verða teknar af öllum sem komu að meðferð sjúklingsins. En er telur Ólafur að um klár læknamistök sé að ræða? „Það er þannig að þegar svona atvik verða í meðferð sjúklinga þá er oftast um mjög margar samverkandi ástæður að ræða. Og það er einmitt þess vegna sem það er svo mikilvægt að við höfum kjark til þess að horfast í augu við greiningarnar á þessum atvikum og koma þeim síðan til umbóta,“ segir Ólafur. Á hverju ári koma upp tilfelli á Landspítala sem dauðsvöll verða eða sjúklingar verða fyrir alvarlegum varanlegum miska vegna mistaka við ummönnun eða fleiri samverkandi þátta. „Það eru um það bil átta til tólf alvarleg atvik þar sem verður skaði á sjúklingum á ári. Við höfum athugað tölur erlendis og við getum ekki betur séð en að þetta séu svipaðar tölur og eru erlendis. En okkar markmið er að þessar tölur eigi að vera núll. Það á enginn að verða fyrir skaða hér og það er það sem við erum að reyna að vinna í,“ segir Ólafur Baldursson. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Erlendur karlmaður lést á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Bæði landlækni og lögreglu var gert viðvart vegna málsins. Á hverju ári koma upp á bilinu átta til tólf mál á Landspítalanum þar sem dauðsföll eða varanlegur miski hljótast af mistökum starfsfólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu leitaði erlendur ferðamaður, karlmaður um fimmtugt, á bráðamóttöku Landspítalans um helgina eftir að hafa slasast í miðbæ Reykjavíkur. Var hann rifbeinsbrotinn og fékk aðhlynningu eftir því. Daginn eftir lést maðurinn. Í ljós kom að hann var með innvortis meiðsl sem heilbrigðisstarfsfólki yfirsást. „Því miður kom upp alvarlegt atvik á spítalanum um helgina. Við höfum farið í það eins og með öll slík atvik að greina það nákvæmlega og finna orsakirnar. Við tökum þessi atvik mjög alvarlega. Okkar markmið er alltaf að nýta greininguna af svona atvikum til þess að reyna að bæta þjónustuna og setja í gang allar þær umbætur sem mögulegt er til að hindra að slík atvik gerist aftur,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Landlækni og lögreglu var gert viðvart vegna málsins og eru ferlar farnir af stað innan spítalans. Skýrslur verða teknar af öllum sem komu að meðferð sjúklingsins. En er telur Ólafur að um klár læknamistök sé að ræða? „Það er þannig að þegar svona atvik verða í meðferð sjúklinga þá er oftast um mjög margar samverkandi ástæður að ræða. Og það er einmitt þess vegna sem það er svo mikilvægt að við höfum kjark til þess að horfast í augu við greiningarnar á þessum atvikum og koma þeim síðan til umbóta,“ segir Ólafur. Á hverju ári koma upp tilfelli á Landspítala sem dauðsvöll verða eða sjúklingar verða fyrir alvarlegum varanlegum miska vegna mistaka við ummönnun eða fleiri samverkandi þátta. „Það eru um það bil átta til tólf alvarleg atvik þar sem verður skaði á sjúklingum á ári. Við höfum athugað tölur erlendis og við getum ekki betur séð en að þetta séu svipaðar tölur og eru erlendis. En okkar markmið er að þessar tölur eigi að vera núll. Það á enginn að verða fyrir skaða hér og það er það sem við erum að reyna að vinna í,“ segir Ólafur Baldursson.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira