Spáir velsæld heimila í kraftmiklum hagvexti Kristján Már Unnarsson skrifar 2. maí 2016 18:45 Það er brostið á með bullandi góðæri. Þetta er sú mynd sem birtist í spá Alþýðusambands Íslands í dag en þar gert ráð fyrir kraftmiklum vexti einkaneyslu á næstu árum vegna bættrar fjárhagsstöðu heimilanna. Vísbendingar um að við værum komin út úr hruninu hafa ekki farið framhjá landsmönnum. Svo skörp hafa umskiptin yfir í góðærið hins vegar verið að Alþýðusamband Íslands þarf að nefna árið 2007 til að finna dæmi um annað eins. Uppgangur ferðaþjónustunnar er helsta ástæða þessa viðsnúnings, að mati ASÍ, sem spáir nærri fimm prósenta hagvexti í ár, og 3,8 prósent hagvexti að jafnaði næstu tvö árin. Verðbólgu er spáð lágri í ár en, þó að hún hækki síðan, fari hún ekki yfir 3,1 prósent næstu tvö ár. Stóru tíðindin eru þó kraftmikill vöxtur einkaneyslu; sex prósent í ár, fjögur prósent á næsta ári og 3,8 prósent árið 2018. „Kaupmáttur heimilanna hefur auðvitað vaxið mikið. Já, þetta er mjög kraftmikill vöxtur,“ segir Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Það jákvæða er að hann virðist byggður á traustum grunni: „Enn sem komið er byggir hann á bættri fjárhagsstöðu. Við sjáum ekki enn merki um að skuldsetning sé að aukast. Það eru auðvitað hættumerkin sem við þurfum að horfa eftir á næstu árum; að þetta verði ekki skuldadrifin einkaneysla, eins og við þekkjum frá fyrri tíð.“Alþýðusamband Íslands óttast að ekki verði nægilega mikið byggt af íbúðum til að slá á hækkun fasteignaverðs.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Alþýðusambandið hefur áhyggjur af því að sumir hópar verði útundan. Staða fólks á leigumarkaði sé þannig mjög þröng. Þá séu horfur á að ekki verði nægilega byggt af nýjum íbúðum til að slá á hækkun á fasteignaverði. Henný segir að þessari stöðu fylgi miklar áskoranir; að tryggja það að hagstjórn næstu ára viðhaldi efnahagslegum stöðugleika. Það sé ekki lítið verkefni. „Og ekki bara efnahagslegum stöðugleika heldur líka réttlátri og sanngjarnri skiptingu þessarar velsældar sem við erum að sjá fram á. Það skiptir ekki síður máli þannig að það fái allir sinn skerf af kökunni,“ segir hagfræðingur ASÍ. Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Það er brostið á með bullandi góðæri. Þetta er sú mynd sem birtist í spá Alþýðusambands Íslands í dag en þar gert ráð fyrir kraftmiklum vexti einkaneyslu á næstu árum vegna bættrar fjárhagsstöðu heimilanna. Vísbendingar um að við værum komin út úr hruninu hafa ekki farið framhjá landsmönnum. Svo skörp hafa umskiptin yfir í góðærið hins vegar verið að Alþýðusamband Íslands þarf að nefna árið 2007 til að finna dæmi um annað eins. Uppgangur ferðaþjónustunnar er helsta ástæða þessa viðsnúnings, að mati ASÍ, sem spáir nærri fimm prósenta hagvexti í ár, og 3,8 prósent hagvexti að jafnaði næstu tvö árin. Verðbólgu er spáð lágri í ár en, þó að hún hækki síðan, fari hún ekki yfir 3,1 prósent næstu tvö ár. Stóru tíðindin eru þó kraftmikill vöxtur einkaneyslu; sex prósent í ár, fjögur prósent á næsta ári og 3,8 prósent árið 2018. „Kaupmáttur heimilanna hefur auðvitað vaxið mikið. Já, þetta er mjög kraftmikill vöxtur,“ segir Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Það jákvæða er að hann virðist byggður á traustum grunni: „Enn sem komið er byggir hann á bættri fjárhagsstöðu. Við sjáum ekki enn merki um að skuldsetning sé að aukast. Það eru auðvitað hættumerkin sem við þurfum að horfa eftir á næstu árum; að þetta verði ekki skuldadrifin einkaneysla, eins og við þekkjum frá fyrri tíð.“Alþýðusamband Íslands óttast að ekki verði nægilega mikið byggt af íbúðum til að slá á hækkun fasteignaverðs.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Alþýðusambandið hefur áhyggjur af því að sumir hópar verði útundan. Staða fólks á leigumarkaði sé þannig mjög þröng. Þá séu horfur á að ekki verði nægilega byggt af nýjum íbúðum til að slá á hækkun á fasteignaverði. Henný segir að þessari stöðu fylgi miklar áskoranir; að tryggja það að hagstjórn næstu ára viðhaldi efnahagslegum stöðugleika. Það sé ekki lítið verkefni. „Og ekki bara efnahagslegum stöðugleika heldur líka réttlátri og sanngjarnri skiptingu þessarar velsældar sem við erum að sjá fram á. Það skiptir ekki síður máli þannig að það fái allir sinn skerf af kökunni,“ segir hagfræðingur ASÍ.
Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent