Unga fólkið dregst aftur úr í tekjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. maí 2016 10:23 Tekjur yngstu aldurshópanna hafa dregist aftur úr tekjum annarra hópa í þjóðfélaginu. Vísir/Daníel Hækkun ráðstöfunartekna á árunum 1990 til 2014 er langminnst hjá yngstu hópunum, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. Þar er fjallað um lífskjör ungs fólks enda hefur það verið nokkuð í umræðunni undanfarið að þau hafi dregist aftur úr kjörum annarra á síðustu árum. Umræðan hefur aðallega beinst að fólki sem fætt er á tímabilinu 1980 til 1994 og því meðal annars haldið fram að erfiðara sé fyrir þessa kynslóð að finna húsnæði og vinnu en áður. Í Hagsjánni eru ráðstöfunartekjur skoðaðar eftir aldursbilum og árin 1990 og 2014 borin saman. Í þeim samanburði má sjá glöggt að yngstu hóparnir eru mun meira fyrir neðan meðaltal allra árið 2014 en árið 1990. „Á árinu 1990 var aldurshópurinn 25-29 ára nálægt meðaltali, en á árinu 2014 var sá hópur kominn langt undir meðaltal og aldurshópurinn 30-34 ára nálægt meðaltalinu. Breytingar á ráðstöfunartekjum frá 1990 til 2014 eru mjög mismunandi eftir aldurshópum. Meðalbreyting allra er 40% en mestu frávikin frá meðaltalinu voru 18% lækkun og 60% hækkun. Hækkun ráðstöfunartekna er langminnst hjá yngstu hópunum. Þannig hafa þeir sem eru undir 40 ára aldri fengið minni hækkanir en allir aðrir aldurshópar. Hækkun aldurshópsins undir þrítugu er mun minni en hjá öðrum hópum,“ segir í Hagsjánni. Tölurnar byggja á tölum Hagstofunnar um ráðstöfunartekjur. Niðurstaðan lítur út fyrir að vera skýr, það er að segja að tekjur yngstu aldurshópanna hafa dregist aftur úr tekjum annarra hópa í þjóðfélaginu. „Í fljótu bragði er ekki að sjá neinar augljósar skýringar á þessari stöðu. Líklegt er að lengri skólaganga hafi áhrif. Þá er kannski minna um uppgrip og góða tekjumöguleika ungs fólks en áður var, t.d. vertíðir. Vinnumarkaður er orðinn tæknivæddari og sérhæfðari og mögulega er borgað hlutfallslega betur en áður fyrir þekkingu og reynslu. Allt eru þetta tilgátur sem þarf að skoða mun betur. Það lítur því út fyrir að samanburður yfir tíma sem byggður er á meðaltölum passi ekki sérlega vel fyrir ungt fólk. Mögulega gildir önnur launavísitala og önnur vísitala ráðstöfunartekna fyrir ungt fólk en meðaltal þjóðarinnar. Sé t.d. litið til áleitinnar spurningar eins og öflunar húsnæðis þarf að líta til þess að tekjuþróun yngstu aldurshópanna er væntanlega mun síðri en annarra. Þegar breytingar á aðstæðum á húsnæðismarkaði, eins og t.d. að ekki er lengur hægt að kaupa húsnæði sem ekki er fullklárað eins og oft tíðkaðist fyrr á árum, má væntanlega álykta sem svo að erfiðara sé fyrir ungt fólk í dag að afla sér húsnæðis en var í upphafi þess tímabils sem hér var skoðað,“ segir í Hagsjá Landsbankans sem lesa má í heild sinni hér. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Hækkun ráðstöfunartekna á árunum 1990 til 2014 er langminnst hjá yngstu hópunum, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. Þar er fjallað um lífskjör ungs fólks enda hefur það verið nokkuð í umræðunni undanfarið að þau hafi dregist aftur úr kjörum annarra á síðustu árum. Umræðan hefur aðallega beinst að fólki sem fætt er á tímabilinu 1980 til 1994 og því meðal annars haldið fram að erfiðara sé fyrir þessa kynslóð að finna húsnæði og vinnu en áður. Í Hagsjánni eru ráðstöfunartekjur skoðaðar eftir aldursbilum og árin 1990 og 2014 borin saman. Í þeim samanburði má sjá glöggt að yngstu hóparnir eru mun meira fyrir neðan meðaltal allra árið 2014 en árið 1990. „Á árinu 1990 var aldurshópurinn 25-29 ára nálægt meðaltali, en á árinu 2014 var sá hópur kominn langt undir meðaltal og aldurshópurinn 30-34 ára nálægt meðaltalinu. Breytingar á ráðstöfunartekjum frá 1990 til 2014 eru mjög mismunandi eftir aldurshópum. Meðalbreyting allra er 40% en mestu frávikin frá meðaltalinu voru 18% lækkun og 60% hækkun. Hækkun ráðstöfunartekna er langminnst hjá yngstu hópunum. Þannig hafa þeir sem eru undir 40 ára aldri fengið minni hækkanir en allir aðrir aldurshópar. Hækkun aldurshópsins undir þrítugu er mun minni en hjá öðrum hópum,“ segir í Hagsjánni. Tölurnar byggja á tölum Hagstofunnar um ráðstöfunartekjur. Niðurstaðan lítur út fyrir að vera skýr, það er að segja að tekjur yngstu aldurshópanna hafa dregist aftur úr tekjum annarra hópa í þjóðfélaginu. „Í fljótu bragði er ekki að sjá neinar augljósar skýringar á þessari stöðu. Líklegt er að lengri skólaganga hafi áhrif. Þá er kannski minna um uppgrip og góða tekjumöguleika ungs fólks en áður var, t.d. vertíðir. Vinnumarkaður er orðinn tæknivæddari og sérhæfðari og mögulega er borgað hlutfallslega betur en áður fyrir þekkingu og reynslu. Allt eru þetta tilgátur sem þarf að skoða mun betur. Það lítur því út fyrir að samanburður yfir tíma sem byggður er á meðaltölum passi ekki sérlega vel fyrir ungt fólk. Mögulega gildir önnur launavísitala og önnur vísitala ráðstöfunartekna fyrir ungt fólk en meðaltal þjóðarinnar. Sé t.d. litið til áleitinnar spurningar eins og öflunar húsnæðis þarf að líta til þess að tekjuþróun yngstu aldurshópanna er væntanlega mun síðri en annarra. Þegar breytingar á aðstæðum á húsnæðismarkaði, eins og t.d. að ekki er lengur hægt að kaupa húsnæði sem ekki er fullklárað eins og oft tíðkaðist fyrr á árum, má væntanlega álykta sem svo að erfiðara sé fyrir ungt fólk í dag að afla sér húsnæðis en var í upphafi þess tímabils sem hér var skoðað,“ segir í Hagsjá Landsbankans sem lesa má í heild sinni hér.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent