Hnífjafnt á milli Ólafs og Guðna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. maí 2016 09:50 Ólafur Ragnar Grímsson og Guðni Th. Jóhannesson vísir/ernir/anton Ef valið stæði á milli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, og Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, í forsetakosningunum í júní yrði afar mjótt á munum ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Frjáls verslun gerði dagana 26. apríl til 1. maí. Þegar spurt var um þá tvo fær Guðni ívið meira fylgi en Ólafur, eða 44,5 prósent á móti 42,5 hjá Ólafi Ragnari. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem afstöðu tóku fær Guðni 51,5 prósent og Ólafur Ragnar 48,9 prósent. Í frétt um könnunina á vef Frjálsrar verslunar kemur fram að Guðni hefur meira fylgi á suðvesturhorninu en Ólafur nýtur meira fylgis á landsbyggðinni. Þá hefur Ólafur meira fylgi á meðal karla en Guðni á meðal kvenna. Ekki var marktækur munur eftir aldri nema að Ólafur hefur meira fylgi meðal fólks yfir sjötugt. „Þegar rýnt var í stjórnmálaskoðanir svarenda sést að Ólafur Ragnar hefur sterkan stuðning meðal ríkisstjórnarflokkanna. Um 72% stuðningsmanna Framsóknarflokks styður hann og 53% sjálfstæðismanna. Stuðningur við Guðna kemur úr röðum hinna flokkanna. Um 53% pírata segjast vilja kjósa hann, 67% samfylkingarmanna og 74% stuðningsmanna VG,“ segir á vef Frjálsrar verslunar. Þá var einnig spurt í könnuninni hvernig menn myndu kjósa ef frambjóðendur væru þrír, þeir Andri Snær Magnason, Guðni og Ólafur Ragnar. Fylgi Ólafs hélst þá nær óbreytt eða í 41,3 prósentum. Guðni lækkar í 33,9 prósent og Andri Snær fær 11,6 prósent. Rúmlega 13 prósent sögðust óviss eða engan þessara vilja. Ef aðeins er litið til þeirra sem tóku afstöðu var niðurstaðan eftirfarandi: Andri Snær Magnason 13,4 prósent Guðni Th. Jóhannesson 39,0 prósent Ólafur Ragnar Grímsson 47,6 prósent.Nánar má lesa um könnunina hér. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Flestir vilja Ólaf Ragnar eða Guðna Th 59 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýrri skoðanakönnun nefndu annaðhvort Ólaf Ragnar Grímsson eða Guðna Th. Jóhannesson á nafn þegar spurt var hvern þátttakendur vildu sem forseta. 1. maí 2016 21:18 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira
Ef valið stæði á milli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, og Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, í forsetakosningunum í júní yrði afar mjótt á munum ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Frjáls verslun gerði dagana 26. apríl til 1. maí. Þegar spurt var um þá tvo fær Guðni ívið meira fylgi en Ólafur, eða 44,5 prósent á móti 42,5 hjá Ólafi Ragnari. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem afstöðu tóku fær Guðni 51,5 prósent og Ólafur Ragnar 48,9 prósent. Í frétt um könnunina á vef Frjálsrar verslunar kemur fram að Guðni hefur meira fylgi á suðvesturhorninu en Ólafur nýtur meira fylgis á landsbyggðinni. Þá hefur Ólafur meira fylgi á meðal karla en Guðni á meðal kvenna. Ekki var marktækur munur eftir aldri nema að Ólafur hefur meira fylgi meðal fólks yfir sjötugt. „Þegar rýnt var í stjórnmálaskoðanir svarenda sést að Ólafur Ragnar hefur sterkan stuðning meðal ríkisstjórnarflokkanna. Um 72% stuðningsmanna Framsóknarflokks styður hann og 53% sjálfstæðismanna. Stuðningur við Guðna kemur úr röðum hinna flokkanna. Um 53% pírata segjast vilja kjósa hann, 67% samfylkingarmanna og 74% stuðningsmanna VG,“ segir á vef Frjálsrar verslunar. Þá var einnig spurt í könnuninni hvernig menn myndu kjósa ef frambjóðendur væru þrír, þeir Andri Snær Magnason, Guðni og Ólafur Ragnar. Fylgi Ólafs hélst þá nær óbreytt eða í 41,3 prósentum. Guðni lækkar í 33,9 prósent og Andri Snær fær 11,6 prósent. Rúmlega 13 prósent sögðust óviss eða engan þessara vilja. Ef aðeins er litið til þeirra sem tóku afstöðu var niðurstaðan eftirfarandi: Andri Snær Magnason 13,4 prósent Guðni Th. Jóhannesson 39,0 prósent Ólafur Ragnar Grímsson 47,6 prósent.Nánar má lesa um könnunina hér.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Flestir vilja Ólaf Ragnar eða Guðna Th 59 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýrri skoðanakönnun nefndu annaðhvort Ólaf Ragnar Grímsson eða Guðna Th. Jóhannesson á nafn þegar spurt var hvern þátttakendur vildu sem forseta. 1. maí 2016 21:18 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira
Flestir vilja Ólaf Ragnar eða Guðna Th 59 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýrri skoðanakönnun nefndu annaðhvort Ólaf Ragnar Grímsson eða Guðna Th. Jóhannesson á nafn þegar spurt var hvern þátttakendur vildu sem forseta. 1. maí 2016 21:18