Árni Páll segir að Samfylkingin verði að nesta næsta formann vel Heimir Már Pétursson skrifar 1. maí 2016 19:00 Formaður Samfylkingarinnar segir það grundvallaratriði að endurnýja samstarf flokksins við verkalýðshreyfinguna og efla það fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi farið flatt á því í síðustu kosningum að hafa verkalýðshreyfinguna ekki í liði með sér. Hver sá sem leiði Samfylkinguna að loknu formannskjöri verði að hafa þetta að leiðarljósi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar og Rannveig Guðmundsdóttir fyrrverandi þingflokksmaður hennar voru gestir á Sprengisandi Bylgjunnar í morgun þar sem rætt var um sterk tengsl vinstriflokka við verkalýðshreyfinguna undanfarna öld. Árni Páll segir það hafa verið mistök að láta þetta samband rofna undir lok síðasta kjörtímabils. „Við fundum rosalega mikið fyrir því í síðustu kosningum til dæmis að við höfðum ekki verkalýðshreyfinguna með okkur. Sem við höfum alltaf haft fram að því. Það er grundvallaratriði fyrir okur að fá hana til baka. Þess vegna verðum við líka að segja alveg skýrt að við munum vinna með verkalýðshreyfingunni í framtíðinni og við viljum stilla upp sameiginlegum áherslumálum með verkalýðshreyfingunni,“ segir Árni Páll. Flokkurinn hafi orðið fyrir áfalli í síðustu kosningum og landsfundur hans í fyrra hafi skaðað flokkinn. Fram undan séu hins vegar miklir breytingatímar og þar hafi Samfylkingin hlutverki að gegna á miðju stjórnmálanna. „Við erum breytingaflokkurinn. Við erum með hugmyndir um hvernig á að breyta. Þess vegna hef ég líka verið að gangast fyrir því, sem ég ég veit alveg að sumum félögum mínum finnst ekkert allt of þægilegt, þegar ég segi að við verðum að horfast í augu við það að við gerðum líka mistök. Vegna þess að umbótaflokkur fær aldrei traust á nýjan leik nema hann útskýri af hverju hann náði ekki málum í gegn áður,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Kosningar fara að óbreyttu fram eftir sex mánuði og í millitíðinni heldur Samfylkingin landsfund og boðar til formannskjörs þar sem fjórir aðrir bjóða sig fram ásamt Árna Páli. Hann segist sjálfur hafa verið í óbærilegri stöðu með veiklað umboð frá síðasta landsfundi. Flokkurinn geti ekki nestað formann sinn með þeim hætti og hljóti að læra af reynslunni. „Og við verðum öll að sameinast um það að flokkurinn standi einhuga að baki þeim formanni sem stendur eftir sem sigurvegari nú. Ég held að það sé grundvallaratriði til að Samfylkingin sýni þjóðinni að hún sé mætt til leiks og ætli að sinna því að þjóna þjóðinni en ekki gleyma sér í einhverri togstreitu innanhúss,“ segir Árni Páll Árnason. Alþingi Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir það grundvallaratriði að endurnýja samstarf flokksins við verkalýðshreyfinguna og efla það fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi farið flatt á því í síðustu kosningum að hafa verkalýðshreyfinguna ekki í liði með sér. Hver sá sem leiði Samfylkinguna að loknu formannskjöri verði að hafa þetta að leiðarljósi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar og Rannveig Guðmundsdóttir fyrrverandi þingflokksmaður hennar voru gestir á Sprengisandi Bylgjunnar í morgun þar sem rætt var um sterk tengsl vinstriflokka við verkalýðshreyfinguna undanfarna öld. Árni Páll segir það hafa verið mistök að láta þetta samband rofna undir lok síðasta kjörtímabils. „Við fundum rosalega mikið fyrir því í síðustu kosningum til dæmis að við höfðum ekki verkalýðshreyfinguna með okkur. Sem við höfum alltaf haft fram að því. Það er grundvallaratriði fyrir okur að fá hana til baka. Þess vegna verðum við líka að segja alveg skýrt að við munum vinna með verkalýðshreyfingunni í framtíðinni og við viljum stilla upp sameiginlegum áherslumálum með verkalýðshreyfingunni,“ segir Árni Páll. Flokkurinn hafi orðið fyrir áfalli í síðustu kosningum og landsfundur hans í fyrra hafi skaðað flokkinn. Fram undan séu hins vegar miklir breytingatímar og þar hafi Samfylkingin hlutverki að gegna á miðju stjórnmálanna. „Við erum breytingaflokkurinn. Við erum með hugmyndir um hvernig á að breyta. Þess vegna hef ég líka verið að gangast fyrir því, sem ég ég veit alveg að sumum félögum mínum finnst ekkert allt of þægilegt, þegar ég segi að við verðum að horfast í augu við það að við gerðum líka mistök. Vegna þess að umbótaflokkur fær aldrei traust á nýjan leik nema hann útskýri af hverju hann náði ekki málum í gegn áður,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Kosningar fara að óbreyttu fram eftir sex mánuði og í millitíðinni heldur Samfylkingin landsfund og boðar til formannskjörs þar sem fjórir aðrir bjóða sig fram ásamt Árna Páli. Hann segist sjálfur hafa verið í óbærilegri stöðu með veiklað umboð frá síðasta landsfundi. Flokkurinn geti ekki nestað formann sinn með þeim hætti og hljóti að læra af reynslunni. „Og við verðum öll að sameinast um það að flokkurinn standi einhuga að baki þeim formanni sem stendur eftir sem sigurvegari nú. Ég held að það sé grundvallaratriði til að Samfylkingin sýni þjóðinni að hún sé mætt til leiks og ætli að sinna því að þjóna þjóðinni en ekki gleyma sér í einhverri togstreitu innanhúss,“ segir Árni Páll Árnason.
Alþingi Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira