Fótbolti

Tíundi sigur Juventus í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Juventus fagna marki Hernanes.
Leikmenn Juventus fagna marki Hernanes. vísir/getty
Nýkrýndir Ítalíumeistarar Juventus héldu upp á titilinn með 2-0 sigri á Capri á heimavelli í dag.

Þetta var 25. sigur Juventus í síðustu 26 deildarleikjum en liðið hefur verið hreint óstöðvandi undanfarna mánuði. Þetta var jafnframt í 18. sinn sem Juventus heldur hreinu í síðustu 26 leikjum sínum.

Brasilíumaðurinn Hernanes kom Juventus yfir þremur mínútum fyrir hálfleik og varamaðurinn Simone Zaza bætti svo öðru marki við á 80. mínútu.

Juventus á tvo leiki eftir í deildinni og gæti mest náð 96 stigum. Það myndi þó ekki duga til að slá eigið met en Juventus náði í 102 stig þegar liðið vann deildina fyrir tveimur árum.

Þá á Juventus möguleika á að vinna tvöfalt annað árið í röð en liðið mætir AC Milan í úrslitaleik bikarkeppninnar 21. maí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×