Ef þú misstir af Gerard þá getur þú séð allt saman hér | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2016 17:00 Íslenskt stuðningsfólk ætlar að fjölmenna til Frakklands Vísir/Getty Knattspyrnusamband Íslands er á fullu að undirbúa leikmenn og starfsmenn sína fyrir sögulegt sumar þar sem íslenska karlalandsliðið tekur þátt í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn. Skemmtilegur súpufundur í vikunni var gott skref fyrir þá stuðningsfólk sem er á leiðinni út í næsta mánuði. Nú eru bara 26 dagar í fyrsta leik Íslands á EM í Frakklandi sem verður á móti Portúgal í Saint-Étienne 14. júní næstkomandi. íslenska liðið spilar líka við Ungverjaland í Marseille og við Austurríki í Saint-Denis. Það er full ástæða fyrir íslensku stuðningsmennina til að kynna sér aðstæður í borgunum og nýta ferðina í fleira en að fylgjast með afrekum strákanna okkar inn á fótboltavellinum. Það var því mjög góð aðsókn á nítjánda súpufund Knattspyrnusambandsins sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli í hádeginu í gær. Viðburðurinn var tilvalinn fyrir stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem hafa tryggt sér miða á leiki liðsins í Frakklandi. Rétt tæplega 130 manns gerðu sér ferð í Laugardalinn til að hlýða á Gerard Lemarquis, kennara og fréttaritara, fjalla um frönsku borgirnar Marseille, Saint-Étienne, Lyon og París, sögu knattspyrnuliða borganna, áhugaverða staði til að skoða og fleira í þeim dúr á léttum og skemmtilegum nótum. Gérard Lemarquis hefur verið búsettur á Íslandi í rúmlega 40 ár og kennt frönsku bæði í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Háskóla Íslands. Hann er eftirsóttur fyrirlesari og hefur haldið mörg vinsæl námskeið um Frakkland hjá Endurmenntun HÍ. Íslenska liðið spilar reyndar ekki í Lyon en borgin er stutt frá Saint-Étienne og því hugsanlegur gististaður fyrir íslenska stuðningsfólkið. Knattspyrnusambandið gerði líka þeim greiða sem komust ekki í Laugardalinn í gær. Erindið var nefnilega tekið upp og er nú aðgengilegt þeim sem misstu af og áhuga hafa á að hlusta á það sem Gerard hafði að segja. KSÍ baðst velvirðingar á hljóðtruflunum í upphafi myndbandsins en segir það síðan lagast fljótt. Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan. Súpufundur KSÍ, 18. maí 2016 - Gerard Lemarquis fjallar um Marseille, St. Etienne, Lyon og París (St. Denis) from KSI on Vimeo. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands er á fullu að undirbúa leikmenn og starfsmenn sína fyrir sögulegt sumar þar sem íslenska karlalandsliðið tekur þátt í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn. Skemmtilegur súpufundur í vikunni var gott skref fyrir þá stuðningsfólk sem er á leiðinni út í næsta mánuði. Nú eru bara 26 dagar í fyrsta leik Íslands á EM í Frakklandi sem verður á móti Portúgal í Saint-Étienne 14. júní næstkomandi. íslenska liðið spilar líka við Ungverjaland í Marseille og við Austurríki í Saint-Denis. Það er full ástæða fyrir íslensku stuðningsmennina til að kynna sér aðstæður í borgunum og nýta ferðina í fleira en að fylgjast með afrekum strákanna okkar inn á fótboltavellinum. Það var því mjög góð aðsókn á nítjánda súpufund Knattspyrnusambandsins sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli í hádeginu í gær. Viðburðurinn var tilvalinn fyrir stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem hafa tryggt sér miða á leiki liðsins í Frakklandi. Rétt tæplega 130 manns gerðu sér ferð í Laugardalinn til að hlýða á Gerard Lemarquis, kennara og fréttaritara, fjalla um frönsku borgirnar Marseille, Saint-Étienne, Lyon og París, sögu knattspyrnuliða borganna, áhugaverða staði til að skoða og fleira í þeim dúr á léttum og skemmtilegum nótum. Gérard Lemarquis hefur verið búsettur á Íslandi í rúmlega 40 ár og kennt frönsku bæði í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Háskóla Íslands. Hann er eftirsóttur fyrirlesari og hefur haldið mörg vinsæl námskeið um Frakkland hjá Endurmenntun HÍ. Íslenska liðið spilar reyndar ekki í Lyon en borgin er stutt frá Saint-Étienne og því hugsanlegur gististaður fyrir íslenska stuðningsfólkið. Knattspyrnusambandið gerði líka þeim greiða sem komust ekki í Laugardalinn í gær. Erindið var nefnilega tekið upp og er nú aðgengilegt þeim sem misstu af og áhuga hafa á að hlusta á það sem Gerard hafði að segja. KSÍ baðst velvirðingar á hljóðtruflunum í upphafi myndbandsins en segir það síðan lagast fljótt. Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan. Súpufundur KSÍ, 18. maí 2016 - Gerard Lemarquis fjallar um Marseille, St. Etienne, Lyon og París (St. Denis) from KSI on Vimeo.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Sjá meira