Þúsaldar-bölvunin virðist ríkja á Íslandi Sæunn Gísladóttir skrifar 19. maí 2016 07:00 „Ég held að nægilega mörg dæmi styðji það að háskólamenntaðir í dag hafi ekki sömu tækifæri og þeir höfðu áður, bæði hvað varðar val um starf og laun,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Hann heldur fyrirlestur um stöðu ungs háskólafólks á vinnumarkaði á opnu málþingi BHM í dag. Miðgildi tekna þeirra sem eru á milli tvítugs og þrítugs hefur lækkað verulega frá hruni, miðað við aðra aldurshópa. Samhliða því hefur hlutfall atvinnulausra með háskólamenntun tvöfaldast. Ásgeir telur að hægt sé að fullyrða að staða ungra háskólamenntaðra á vinnumarkaði á Íslandi sé orðin verri en hjá fyrri kynslóðum. Ásgeir bendir á að vandamálið eigi ekki eingöngu við um Ísland heldur um heila kynslóð, „þúsaldarkynslóðina“ svokölluðu (e. millennials), sem er á aldrinum 18 til 35 ára í dag. „Þetta er ekki alveg jafn slæmt hér og í Bandaríkjunum þar sem miðgildi tekna er hið sama fyrir fólk og upp úr 1980,“ segir Ásgeir.Ásgeir Jónsson, dósent við Hagfræðideild Háskóla Íslands.„Þessar ungu kynslóðir hafa verið að dragast aftur úr. Gögn benda til þess að þetta fólk fái lægri byrjunarlaun og að það hafi ekki fengið launahækkanir með auknum starfsaldri eins og hefur áður þekkst. Það virðist vera að fólk sé að fá minna sérhæfð störf, töluvert af störfum sem ungt fólk fær núna er í þjónustu-, verslunar- og veitingageiranum,“ segir Ásgeir. „Það eru ýmsar skýringar á þessu, þetta tengist tæknibreytingum, minni framleiðni og lægra fjárfestingarstigi í vestrænum heimi eftir kreppu. Ég tengi þetta líka við höftin á Íslandi. Það getur eiginlega ekkert alþjóðlegt fyrirtæki starfað á Íslandi vegna þessara hafta, ég held að höftin muni lækka ævitekjur ungs fólks allverulega,“ segir Ásgeir. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir atvinnuleysi ungs háskólamenntaðs fólks vera áhyggjuefni. „Áherslan á háskólamenntaða hefur aukist smátt og smátt,“ segir Karl. „Þróun hefur átt sér stað frá hruni. Ástæðan er tvíþætt, í fyrsta lagi fjölgar háskólamenntuðum á vinnumarkaði nokkuð hratt og þar af leiðandi er eðlilegt að þeim fjölgi á atvinnuleysisskrá líka samhliða, eða verði hærra hlutfall. Það er að hluta til skýringin. Þetta skýrist líka af því að þau störf sem hafa orðið til á vinnumarkaði síðustu ár hafa verið þjónustustörf og afgreiðslustörf, sem krefjast ekki slíkrar menntunar,“ segir hann. Karl telur að færri störf hafi orðið til fyrir háskólamenntaða bæði vegna aðhalds hjá ríkinu hvað varðar heilbrigðis- og félagsþjónustu, og vegna minni nýsköpunar í atvinnulífinu. „Almennt hafa ekki orðið til nægilega mörg störf á fjölbreyttum vettvangi, nema í ferðaþjónustu og byggingariðnaði,“ segir Karl Sigurðsson.Fréttin birtist í Fréttablaðinu 19. maí. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Sjá meira
„Ég held að nægilega mörg dæmi styðji það að háskólamenntaðir í dag hafi ekki sömu tækifæri og þeir höfðu áður, bæði hvað varðar val um starf og laun,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Hann heldur fyrirlestur um stöðu ungs háskólafólks á vinnumarkaði á opnu málþingi BHM í dag. Miðgildi tekna þeirra sem eru á milli tvítugs og þrítugs hefur lækkað verulega frá hruni, miðað við aðra aldurshópa. Samhliða því hefur hlutfall atvinnulausra með háskólamenntun tvöfaldast. Ásgeir telur að hægt sé að fullyrða að staða ungra háskólamenntaðra á vinnumarkaði á Íslandi sé orðin verri en hjá fyrri kynslóðum. Ásgeir bendir á að vandamálið eigi ekki eingöngu við um Ísland heldur um heila kynslóð, „þúsaldarkynslóðina“ svokölluðu (e. millennials), sem er á aldrinum 18 til 35 ára í dag. „Þetta er ekki alveg jafn slæmt hér og í Bandaríkjunum þar sem miðgildi tekna er hið sama fyrir fólk og upp úr 1980,“ segir Ásgeir.Ásgeir Jónsson, dósent við Hagfræðideild Háskóla Íslands.„Þessar ungu kynslóðir hafa verið að dragast aftur úr. Gögn benda til þess að þetta fólk fái lægri byrjunarlaun og að það hafi ekki fengið launahækkanir með auknum starfsaldri eins og hefur áður þekkst. Það virðist vera að fólk sé að fá minna sérhæfð störf, töluvert af störfum sem ungt fólk fær núna er í þjónustu-, verslunar- og veitingageiranum,“ segir Ásgeir. „Það eru ýmsar skýringar á þessu, þetta tengist tæknibreytingum, minni framleiðni og lægra fjárfestingarstigi í vestrænum heimi eftir kreppu. Ég tengi þetta líka við höftin á Íslandi. Það getur eiginlega ekkert alþjóðlegt fyrirtæki starfað á Íslandi vegna þessara hafta, ég held að höftin muni lækka ævitekjur ungs fólks allverulega,“ segir Ásgeir. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir atvinnuleysi ungs háskólamenntaðs fólks vera áhyggjuefni. „Áherslan á háskólamenntaða hefur aukist smátt og smátt,“ segir Karl. „Þróun hefur átt sér stað frá hruni. Ástæðan er tvíþætt, í fyrsta lagi fjölgar háskólamenntuðum á vinnumarkaði nokkuð hratt og þar af leiðandi er eðlilegt að þeim fjölgi á atvinnuleysisskrá líka samhliða, eða verði hærra hlutfall. Það er að hluta til skýringin. Þetta skýrist líka af því að þau störf sem hafa orðið til á vinnumarkaði síðustu ár hafa verið þjónustustörf og afgreiðslustörf, sem krefjast ekki slíkrar menntunar,“ segir hann. Karl telur að færri störf hafi orðið til fyrir háskólamenntaða bæði vegna aðhalds hjá ríkinu hvað varðar heilbrigðis- og félagsþjónustu, og vegna minni nýsköpunar í atvinnulífinu. „Almennt hafa ekki orðið til nægilega mörg störf á fjölbreyttum vettvangi, nema í ferðaþjónustu og byggingariðnaði,“ segir Karl Sigurðsson.Fréttin birtist í Fréttablaðinu 19. maí.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Sjá meira