Til skoðunar að framlengja séreignarsparnaðinn fyrir unga fólkið heimir már pétursson skrifar 18. maí 2016 20:00 Fjármálaráðherra segir til skoðunar að framlengja séreignarsparnaðar úrræðið þannig að ungt fólk geti safnað sér fyrir útborgun í húsnæði. Almennt hefði fólk það betra í dag en fyrir tæpum þrjátíu árum. Stjórnarandstaðan gagnrýndi á Alþingi í dag að ríkisstjórnin hefði ekki gert nóg til að bæta hag ungs fólks í landinu. Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar lýsti áhyggjum sínum af hag ungs fólks á Íslandi í sérstökum umræðum á Alþingi í dag. „Evrópska lífskjararannsóknin leiddi það fram að ráðstöfunartekjur 25 til 29 ára Íslendinga voru minni árið 2014 en tíu árum áður. En hjá öðrum hópum júkust tekjurnar hins vegar. Greiningardeild Arion banka sýndi nýverið fram á að fólk undir þrítugu hefur setið eftir í kaupmáttaraukningu undanfarna áratugi og þeir sem eru undir tvítugu hafa minna á milli handanna í dag en árið 1990,“ sagði Björt. Ungar barnafjölskyldur stæðu illa meðal annars vegna skerðinga á barnabótum og fæðingarorlofi og slæmri stöðu húsnæðismála. „Hæstvirtur fjármálaráðherra hefur forgangsraðað í skuldaniðurfellingu. Hann hefur forgangsraðað í landbúnaðarkerfi. Þar eru til fjármunir. Af hverju forgangsraðar hæstvirtur ráðherra til ungs fólks,“ spurði þingmaðurinn. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að það væri hins vegar athyglisvert að hverfa aftur til ársins 1990 eins og þingmaðurinn gerði og velta fyrir sér stöðu ungs fólks. Þá hafi verðbólga verið um tuttugu prósent og oft meiri. „Það sem við upplifum í dag er verðbólga upp á 1,6 prósent. Stöðugleiki í efnahagsmálum er eitt helsta hagsmunamál ungs fólks.,“ sagði fjármálaráðherra og bætti við: „Almennt ættu allir Íslendingar að hafa það mun betra í dag en á þessum samanburðarárum frá 1990. Um það verður varla deilt. Kaupmáttur hefur vaxið svo mikið. Landsframleiðsla á Íslandi er svo miklu betri.,“ sagði Bjarni. Enda sæist þessa merki á öllum sviðum samfélagsins. Fyrir utan stöðugleika, gott atvinnulíf og öflugt menntakerfi skiptu húsnæðismálin unga fólkið mestu máli. „Og menn velta fyrir sér hvað við getum gert meira. Ég vil að stjórnvöld bretti upp ermar og skoði enn frekar hvað við getum gert með opinberri aðkomu til að gera ungu fólki það betur kleift að koma þaki yfir höfuðið. Í því efni erum við til dæmis að skoða framlengingu á séreignarsparnaðarleiðinni og bætta og betri útfærslu. Við getum kannski kallað það séreignarsparnaðarleiðina plús,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Fjármálaráðherra segir til skoðunar að framlengja séreignarsparnaðar úrræðið þannig að ungt fólk geti safnað sér fyrir útborgun í húsnæði. Almennt hefði fólk það betra í dag en fyrir tæpum þrjátíu árum. Stjórnarandstaðan gagnrýndi á Alþingi í dag að ríkisstjórnin hefði ekki gert nóg til að bæta hag ungs fólks í landinu. Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar lýsti áhyggjum sínum af hag ungs fólks á Íslandi í sérstökum umræðum á Alþingi í dag. „Evrópska lífskjararannsóknin leiddi það fram að ráðstöfunartekjur 25 til 29 ára Íslendinga voru minni árið 2014 en tíu árum áður. En hjá öðrum hópum júkust tekjurnar hins vegar. Greiningardeild Arion banka sýndi nýverið fram á að fólk undir þrítugu hefur setið eftir í kaupmáttaraukningu undanfarna áratugi og þeir sem eru undir tvítugu hafa minna á milli handanna í dag en árið 1990,“ sagði Björt. Ungar barnafjölskyldur stæðu illa meðal annars vegna skerðinga á barnabótum og fæðingarorlofi og slæmri stöðu húsnæðismála. „Hæstvirtur fjármálaráðherra hefur forgangsraðað í skuldaniðurfellingu. Hann hefur forgangsraðað í landbúnaðarkerfi. Þar eru til fjármunir. Af hverju forgangsraðar hæstvirtur ráðherra til ungs fólks,“ spurði þingmaðurinn. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að það væri hins vegar athyglisvert að hverfa aftur til ársins 1990 eins og þingmaðurinn gerði og velta fyrir sér stöðu ungs fólks. Þá hafi verðbólga verið um tuttugu prósent og oft meiri. „Það sem við upplifum í dag er verðbólga upp á 1,6 prósent. Stöðugleiki í efnahagsmálum er eitt helsta hagsmunamál ungs fólks.,“ sagði fjármálaráðherra og bætti við: „Almennt ættu allir Íslendingar að hafa það mun betra í dag en á þessum samanburðarárum frá 1990. Um það verður varla deilt. Kaupmáttur hefur vaxið svo mikið. Landsframleiðsla á Íslandi er svo miklu betri.,“ sagði Bjarni. Enda sæist þessa merki á öllum sviðum samfélagsins. Fyrir utan stöðugleika, gott atvinnulíf og öflugt menntakerfi skiptu húsnæðismálin unga fólkið mestu máli. „Og menn velta fyrir sér hvað við getum gert meira. Ég vil að stjórnvöld bretti upp ermar og skoði enn frekar hvað við getum gert með opinberri aðkomu til að gera ungu fólki það betur kleift að koma þaki yfir höfuðið. Í því efni erum við til dæmis að skoða framlengingu á séreignarsparnaðarleiðinni og bætta og betri útfærslu. Við getum kannski kallað það séreignarsparnaðarleiðina plús,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira