Kemur í hlut nýs forseta að stimpla ríkisstjórnina út Heimir Már Pétursson skrifar 18. maí 2016 12:30 Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis segir að á undanförnum vikum hafi tilhögun þingstarfa verið rædd á formannafundum og á vettvangi forsætisnefndar þar sem samkomulag tókst síðan í gær Vísir/GVA Forseti Alþingis segir Alþingi hafa starfað vel að undanförnu og vonast til að svo verði áfram á sumarþingi. En samkomulag tókst í forsætisnefnd Alþingis í gær um tilhögun þingstarfa á næstu vikum og í ágúst. Það kemur í hlut nýkjörins forseta Íslands að stimpla út ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar og líkur á að alþingiskosningar fari fram annað hvort 15. eða 22. otóber. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis segir að á undanförnum vikum hafi tilhögun þingstarfa verið rædd á formannafundum og á vettvangi forsætisnefndar þar sem samkomulag tókst síðan í gær. Útgangspunkturinn þar sé að kosningar fari fram í október. „Við verðum með þingfundi lengur en til stóð eða fram í júní byrjun. Síðan munu nefndir starfa í annarri viku júnímánaðar,“ segir Einar. Þá muni þing koma saman á ný hinn 10. ágúst samkvæmt þingskapalögum og nefndir taka til starfa. Með samkomulaginu sé lagður grunnur að því að ljúka sem flestum málum fyrir kosningar. „Þannig að við getum síðan tekið þau til umræðu í ágústmánuði. Það verða stífir þingfundir í ágúst og rétt fram í septemberbyrjun.“Gefur þetta einhver fyrirheit um að kjördagur geti orðið annað hvort 15. eða 22. október miðað við 45 daga frest?„Ég treysti mér í sjálfu sér ekki til að segja neitt til um það. Það er auðvitað þannig að eftir að þingrof hefur verið ákvarðað verða þingkosningar að fara fram eigi síðar en 45 dögum síðar,“ segir forseti Alþingis. Samkomulagið um þingstörfin séu í sjálfu sér ekki vísbending um kjördag en samkomulagið taki mið af því að kosið verði í október. Ákvörðun um þingrof sé tekin á öðrum vettvangi. „Þingstörf hafa gengið mjög vel núna síðustu vikurnar. Þingið hefur staðið mjög vel að sínum störfum. Það hafa verið málefnalegar umræður. Þingið hefur verið að afgreiða ýmis mál, bæði stór og smá. Þannig að ég tel að þingið hafi sýnt styrk á þessum síðustu vikum,“ segir Einar. Það séu síðan forsætisráðherra og forseti Íslands sem taki ákvörðun um þingrof en það geti að sjálfsögðu gerst með samkomulagi milli stjórnmálaflokkanna. Forsetakosningar fara fram hinn 25. júní og nýr forseti verður settur í embætti hinn 1. ágúst.Það verður þá ljóst að það verður nýr forseti sem skrifar undir þingrofið með forsætisráðherra?„Já, það má gera ráð fyrir því og er auðvitað augljóst að svo verði,“ segir Einar K. Guðfinnsson. Alþingi Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Fleiri fréttir Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Sjá meira
Forseti Alþingis segir Alþingi hafa starfað vel að undanförnu og vonast til að svo verði áfram á sumarþingi. En samkomulag tókst í forsætisnefnd Alþingis í gær um tilhögun þingstarfa á næstu vikum og í ágúst. Það kemur í hlut nýkjörins forseta Íslands að stimpla út ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar og líkur á að alþingiskosningar fari fram annað hvort 15. eða 22. otóber. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis segir að á undanförnum vikum hafi tilhögun þingstarfa verið rædd á formannafundum og á vettvangi forsætisnefndar þar sem samkomulag tókst síðan í gær. Útgangspunkturinn þar sé að kosningar fari fram í október. „Við verðum með þingfundi lengur en til stóð eða fram í júní byrjun. Síðan munu nefndir starfa í annarri viku júnímánaðar,“ segir Einar. Þá muni þing koma saman á ný hinn 10. ágúst samkvæmt þingskapalögum og nefndir taka til starfa. Með samkomulaginu sé lagður grunnur að því að ljúka sem flestum málum fyrir kosningar. „Þannig að við getum síðan tekið þau til umræðu í ágústmánuði. Það verða stífir þingfundir í ágúst og rétt fram í septemberbyrjun.“Gefur þetta einhver fyrirheit um að kjördagur geti orðið annað hvort 15. eða 22. október miðað við 45 daga frest?„Ég treysti mér í sjálfu sér ekki til að segja neitt til um það. Það er auðvitað þannig að eftir að þingrof hefur verið ákvarðað verða þingkosningar að fara fram eigi síðar en 45 dögum síðar,“ segir forseti Alþingis. Samkomulagið um þingstörfin séu í sjálfu sér ekki vísbending um kjördag en samkomulagið taki mið af því að kosið verði í október. Ákvörðun um þingrof sé tekin á öðrum vettvangi. „Þingstörf hafa gengið mjög vel núna síðustu vikurnar. Þingið hefur staðið mjög vel að sínum störfum. Það hafa verið málefnalegar umræður. Þingið hefur verið að afgreiða ýmis mál, bæði stór og smá. Þannig að ég tel að þingið hafi sýnt styrk á þessum síðustu vikum,“ segir Einar. Það séu síðan forsætisráðherra og forseti Íslands sem taki ákvörðun um þingrof en það geti að sjálfsögðu gerst með samkomulagi milli stjórnmálaflokkanna. Forsetakosningar fara fram hinn 25. júní og nýr forseti verður settur í embætti hinn 1. ágúst.Það verður þá ljóst að það verður nýr forseti sem skrifar undir þingrofið með forsætisráðherra?„Já, það má gera ráð fyrir því og er auðvitað augljóst að svo verði,“ segir Einar K. Guðfinnsson.
Alþingi Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Fleiri fréttir Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Sjá meira