Meirihluti ánægður með störf Ólafs Ragnars og finnst forsetaembættið mikilvægt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2016 10:39 Ólafur Ragnar Grímsson hefur gegnt embættinu í fimm kjörtímabil. Hann hugðist bjóða sig fram í sjötta skiptið en dró framboðið til baka. Vísir/Anton Brink Tveimur af hverjum þremur finnst forsetaembættið skipta miklu máli í íslensku stjórnkerfi, þar af finnst tæplega 30% að það sé nauðsynlegt. Næstum þriðjungi finnst það skipta litlu máli og þarf af vilja tæplega 12% leggja það niður. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem framkvæmd var 10. - 13. maí. Allnokkur munur er á afstöðu kynjanna þar sem 35-36% karla telja forsetaembættið nauðsynlegt í íslensku stjórnkerfi en um 26% kvenna. Nánast sama hlutfall beggja kynja vill þó leggja embættið niður. Hæst hlutfall þeirra sem eru yngri en 25 ára finnst embættið nauðsynlegt, eða um 47%. Reykvíkingum og Austfirðingum finnst embættið ekki eins nauðsynlegt og íbúum annars staðar á landinu. Kjósendum Framsóknarflokksins finnst embættið nauðsynlegra en kjósendum hinna flokkanna, en á eftir fylgja kjósendur Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins. Einungis um 16% kjósenda Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs finnst forsetaembættið nauðsynlegt í íslensku stjórnkerfi. Þeim sem hyggjast kjósa Davíð Oddsson sem næsta forseta finnst embættið mun mikilvægara en þeim sem ætla að kjósa annan frambjóðanda. Þannig eru einungis rúmlega 21% þeirra sem ætla að kjósa Davíð sem finnst embættið skipta litlu máli eða að það ætti að leggja það niður en 42-43% þeirra sem ætla að kjósa Andra Snæ Magnason. Þá kemur í ljós að eftir því sem menn eru óánægðari með ákvörðun Ólafs Ragnars að draga sig í hlé því mikilvægara finnst þeim forsetaembættið. Almenn ánægja með störf Ólafs Ragnars Grímssonar Á bilinu 63-64% eru ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar í forsetatíð hans árin 1996-2016, þar af er þriðjungur mjög ánægður. Tæplega 15% eru óánægð með störf hans. Reykvíkingar og Austfirðingar eru óánægðari með störf Ólafs Ragnars en aðrir Íslendingar og ánægja með störf forsetans minnkar með aukinni menntun. Kjósendur stjórnarflokkanna eru mun ánægðari með störf Ólafs Ragnars Grímssonar en kjósendur stjórnarandstöðuflokkanna. Þá eru það þeir sem ætla að kjósa Davíð Oddsson sem eru ánægðastir með störf forsetans en ánægjan með störf hans er minnst meðal þeirra sem ætla að kjósa Andra Snæ. Það ætti ekki að koma á óvart að þeir sem eru óánægðastir með að Ólafur Ragnar hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram eru ánægðastir með störf hans í hans forsetatíð. Þá minnkar einnig ánægja með störf forsetans eftir því sem svarendum finnst embættið skipta minna máli. Svarendur voru 824 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er panelhópur fólks sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 10. - 13. maí 2016. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Tveimur af hverjum þremur finnst forsetaembættið skipta miklu máli í íslensku stjórnkerfi, þar af finnst tæplega 30% að það sé nauðsynlegt. Næstum þriðjungi finnst það skipta litlu máli og þarf af vilja tæplega 12% leggja það niður. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem framkvæmd var 10. - 13. maí. Allnokkur munur er á afstöðu kynjanna þar sem 35-36% karla telja forsetaembættið nauðsynlegt í íslensku stjórnkerfi en um 26% kvenna. Nánast sama hlutfall beggja kynja vill þó leggja embættið niður. Hæst hlutfall þeirra sem eru yngri en 25 ára finnst embættið nauðsynlegt, eða um 47%. Reykvíkingum og Austfirðingum finnst embættið ekki eins nauðsynlegt og íbúum annars staðar á landinu. Kjósendum Framsóknarflokksins finnst embættið nauðsynlegra en kjósendum hinna flokkanna, en á eftir fylgja kjósendur Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins. Einungis um 16% kjósenda Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs finnst forsetaembættið nauðsynlegt í íslensku stjórnkerfi. Þeim sem hyggjast kjósa Davíð Oddsson sem næsta forseta finnst embættið mun mikilvægara en þeim sem ætla að kjósa annan frambjóðanda. Þannig eru einungis rúmlega 21% þeirra sem ætla að kjósa Davíð sem finnst embættið skipta litlu máli eða að það ætti að leggja það niður en 42-43% þeirra sem ætla að kjósa Andra Snæ Magnason. Þá kemur í ljós að eftir því sem menn eru óánægðari með ákvörðun Ólafs Ragnars að draga sig í hlé því mikilvægara finnst þeim forsetaembættið. Almenn ánægja með störf Ólafs Ragnars Grímssonar Á bilinu 63-64% eru ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar í forsetatíð hans árin 1996-2016, þar af er þriðjungur mjög ánægður. Tæplega 15% eru óánægð með störf hans. Reykvíkingar og Austfirðingar eru óánægðari með störf Ólafs Ragnars en aðrir Íslendingar og ánægja með störf forsetans minnkar með aukinni menntun. Kjósendur stjórnarflokkanna eru mun ánægðari með störf Ólafs Ragnars Grímssonar en kjósendur stjórnarandstöðuflokkanna. Þá eru það þeir sem ætla að kjósa Davíð Oddsson sem eru ánægðastir með störf forsetans en ánægjan með störf hans er minnst meðal þeirra sem ætla að kjósa Andra Snæ. Það ætti ekki að koma á óvart að þeir sem eru óánægðastir með að Ólafur Ragnar hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram eru ánægðastir með störf hans í hans forsetatíð. Þá minnkar einnig ánægja með störf forsetans eftir því sem svarendum finnst embættið skipta minna máli. Svarendur voru 824 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er panelhópur fólks sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 10. - 13. maí 2016.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira