Erlent

Tilbúinn til viðræðna við Kim Jong-un

Vísir/EPA/AFP
Donald Trump, tilvonandi frambjóðandi Repúblikana í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum segir að hann myndi vilja hitta Kim Jong-un leiðtoga Norður Kóreu til að ræða kjarnorkuáætlun ríkisins. Slíkur fundur myndi marka mikil þáttaskil í samskiptum Bandaríkjanna og Norður Kóreu en Bandaríkjaforseti hefur aldrei hitt leiðtoga Norður Kóreu augliti til auglitis.

Hillary Clinton, líklegasti frambjóðandi Demókrata hefur þegar brugðist við þessum orðum Trumps og sagt að hann hafi undarlega aðdáun á erlendum einvöldum, en Trump hefur þegar vakið athygli fyrir aðdáun sína á Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

Þá benti framboð Clinton á að þessi ummæli Trump, sem féllu í viðtali við Reuters fréttaveituna, hefðu komið fram skömmu eftir að Trump sagði að samskipti hans við David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, yrðu að öllum líkindum stirð og samband þeirra ekki gott.

Hann sagðist ætla að beita Kínverja þrýstingi vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×