Sjávarútvegsráðherra á móti veiðigjöldum og uppboði veiðiheimilda Heimir Már Pétursson skrifar 17. maí 2016 20:55 Sjávarútvegsráðherra telur ekki rétt að taka upp útboð á veiðiheimildum til að tryggja réttlátara auðlindagjald frá útgerðinni til ríkissjóðs en nú er. Veiðigjöld væru í hans huga viðbótar skattur á eina atvinnugrein sem bitnaði helst á landsbyggðinni Oddný G. Harðardóttir sagði á Alþingi í dag að opinbert útboð á fiskveiðiheimildum væri skilvirkasta leiðin til að skila arðinum af fiskveiðiauðlindinni til þjóðarinnar. Í dag greiddi útgerðin veiðigjald sem væri langt undir markaðsvirði. Útboðsleiðin væri notuð á fjölmörgum öðrum sviðum til að mynda varðandi útblástursheimildir og samgöngur með góðum árangri. „Útboð myndi draga fram sanngjana samkeppni milli sjávarútvegsfyrirtækja og tryggja minni fyrirtækjum aðgang að kvóta. Verðið yrði það sem fyrirtæki yrðu reiðubúin að greiða fyrir aflaheimildirnar og yrði um leið það veiðigjald sem rynni í ríkissjóð,“ sagði Oddný. Í dag gætu útgerðirnar stungið sem svaraði til fullu veiðigjaldi í eigin vasa með því að selja og leigja frá sér kvóta. „Sem dæmi má nefna að kvótalitlar útgerðir hafa þurft að greiða um 200 krónur fyrir kílóið af þorski í veiðigjald til stærri útgerða á meðan ríkið heimtir aðeins 13 krónur í veiðigjald,“ sagði Oddný. Gunnar Bragi Sveinsson sagði menn hafa farið í gegnum umræðuna um veiðigjöldin á Alþingi. „Ég hef nú gjarnan litið þannig á að veiðigjöldin séu fyrst og fremst aukaskattur á ákveðna landshluta. Sér í lagi landsbyggðina. Þetta er gjald sem leggst hvað þyngst á fyrirtæki sem eru úti á landi,“ sagði sjávarútvegsráðherra Þá teldi hann undarlegt að taka eina atvinnugrein út og leggja á hana sérstakt gjald eins og veiðigjöldin væru. Ef leggja ætti á slík gjöld ættu þau að ná til allra atvinnugreina og yrðu þá mun lægri en núverandi veiðigjöld. „Þá velti ég fyrir mér hver væri besta leiðin til þess, ef við ætlum að setja allar atvinnugreinar undir sama hatt sem ég held að væri skynsamlegt í sjálfu sér. Það á ekki að gera upp á milli atvinnugreina. Þá held ég að best væri að nota skattkerfið til þess. En um þetta eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir,“ sagði Gunnar Bragi. Oddný sagði útlit fyrir verulega auknar aflaheimildir á næsta fiskveiðiári. „Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra hvernig honum litist á að frekar en skipta þeim viðbótartonnum á milli núverandi kvótahafa að viðbótin yrði boðin út til hæstbjóðanda,“ sagði oddný. „Nei, ég sé það ekki gerast, að við tökum það sem mögulega verður bætt við, við vitum ekki hvort endilega verði miklu bætt við, en ef það verður sé ég það ekki gerast að við förum með það á uppboð,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson. Alþingi Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra telur ekki rétt að taka upp útboð á veiðiheimildum til að tryggja réttlátara auðlindagjald frá útgerðinni til ríkissjóðs en nú er. Veiðigjöld væru í hans huga viðbótar skattur á eina atvinnugrein sem bitnaði helst á landsbyggðinni Oddný G. Harðardóttir sagði á Alþingi í dag að opinbert útboð á fiskveiðiheimildum væri skilvirkasta leiðin til að skila arðinum af fiskveiðiauðlindinni til þjóðarinnar. Í dag greiddi útgerðin veiðigjald sem væri langt undir markaðsvirði. Útboðsleiðin væri notuð á fjölmörgum öðrum sviðum til að mynda varðandi útblástursheimildir og samgöngur með góðum árangri. „Útboð myndi draga fram sanngjana samkeppni milli sjávarútvegsfyrirtækja og tryggja minni fyrirtækjum aðgang að kvóta. Verðið yrði það sem fyrirtæki yrðu reiðubúin að greiða fyrir aflaheimildirnar og yrði um leið það veiðigjald sem rynni í ríkissjóð,“ sagði Oddný. Í dag gætu útgerðirnar stungið sem svaraði til fullu veiðigjaldi í eigin vasa með því að selja og leigja frá sér kvóta. „Sem dæmi má nefna að kvótalitlar útgerðir hafa þurft að greiða um 200 krónur fyrir kílóið af þorski í veiðigjald til stærri útgerða á meðan ríkið heimtir aðeins 13 krónur í veiðigjald,“ sagði Oddný. Gunnar Bragi Sveinsson sagði menn hafa farið í gegnum umræðuna um veiðigjöldin á Alþingi. „Ég hef nú gjarnan litið þannig á að veiðigjöldin séu fyrst og fremst aukaskattur á ákveðna landshluta. Sér í lagi landsbyggðina. Þetta er gjald sem leggst hvað þyngst á fyrirtæki sem eru úti á landi,“ sagði sjávarútvegsráðherra Þá teldi hann undarlegt að taka eina atvinnugrein út og leggja á hana sérstakt gjald eins og veiðigjöldin væru. Ef leggja ætti á slík gjöld ættu þau að ná til allra atvinnugreina og yrðu þá mun lægri en núverandi veiðigjöld. „Þá velti ég fyrir mér hver væri besta leiðin til þess, ef við ætlum að setja allar atvinnugreinar undir sama hatt sem ég held að væri skynsamlegt í sjálfu sér. Það á ekki að gera upp á milli atvinnugreina. Þá held ég að best væri að nota skattkerfið til þess. En um þetta eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir,“ sagði Gunnar Bragi. Oddný sagði útlit fyrir verulega auknar aflaheimildir á næsta fiskveiðiári. „Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra hvernig honum litist á að frekar en skipta þeim viðbótartonnum á milli núverandi kvótahafa að viðbótin yrði boðin út til hæstbjóðanda,“ sagði oddný. „Nei, ég sé það ekki gerast, að við tökum það sem mögulega verður bætt við, við vitum ekki hvort endilega verði miklu bætt við, en ef það verður sé ég það ekki gerast að við förum með það á uppboð,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson.
Alþingi Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Sjá meira