Erlent

Ætla sér að vinna saman

Samúel Karl Ólason skrifar
Paul Ryan og Donald Trump.
Paul Ryan og Donald Trump. Vísir/EPA
Forsetaframbjóðandinn Donald Trump og Paul Ryan, forseti þings Bandaríkjanna, lýstu því yfir í dag að þeir ætluðu sér að vinna saman. Trump fundaði í dag með leiðtogum Repúblikanaflokksins en deilur hafa verið þar á milli undanfarna mánuði.

„Við munum deila. Það er ekki hægt að segja annað. Spurningin er hins vegar sú, munum við geta sameinast um þau grunngildi sem flokkur okkar byggir á,“ sagði Ryan við blaðamenn í dag. Hann bætti við að svarið við þeirri spurningu væri já.

Ryan hefur áður sagt að hann geti ekki stutt við bakið á Trump, en frambjóðandanum hefur tekist að móðga fjölmarga í kosningabaráttu sinni. Trump hefur þó einnig fengið fleiri atkvæði en nokkur annar frambjóðandi Repúblikana á sama tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×