Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2016 11:42 Stuðningsmenn Íslands munu fagna gullverðlaunum í sumar ef marka má spá Kevin Keegan. Vísir/Vilhelm Kevin Keegan fékk allan salinn í Silfurbergi í Hörpu í morgun til að skella upp úr þegar hann benti á að hann væri líklega alltof vel klæddur fyrir tilefnið. Keegan er á meðal sérfræðinga á ráðstefnunni Business and Football og sat við hlið Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda sem klæddist íslenskri landsliðstreyju. Keegan heillaði fólk upp úr skónum og þegar Halla sýndi honum að hún væri með nafn aftan á treyju sinni minnti Keegan á að hann hefði spilað fótbolta á þeim tíma þegar leikmenn þurftu ekki nafnið sitt aftan á treyjuna. „Við vissum hverjir við vorum,“ sagði Keegan og salurinn skellti upp úr. Þá ræddi Keegan um leiðtogahæfni og sagði að á tíma sínum hjá Liverpool hefðu leikmenn ekki lært fótbolta. Þeir hefðu lært á lífið. „Ef einhver henti treyju á gólfið sagði einhver þér að taka hana upp, annars þarf Betty að gera það,“ sagði Keegan. Skilaboðin væru skýr. Ef þú ætlar þér eitthvað í lífinu þá skaltu gera það almennilega. Keegan spilaði á ferli sínum meðal annars með Hamburg í Þýskalandi, Liverpool, Southampton og Englandi. Þeim liðum sem vel gekk áttu eitt sameiginlegt. Það voru ekki einn eða tveir leiðtogar í liðinu heldur fjórir eða fimm. Góður leiðtogi segi fólki ekki að gera eitthvað heldur sýni því. „Í fótboltanum þurfa leiðtogarnir að hætta í kringum 33 eða 34 ára aldurinn,“ sagði Keegan. Hjá frábærum félögum stígi upp nýir leiðtogar. Nú séu kaflaskil hjá Chelsea og John Terry. Hvað gerist þá? Það verði spennandi að sjá. Keegan sagðist í framhaldinu vera viss um að Ísland myndi vinna EM í Frakklandi í sumar. Vísaði hann til ævintýris Dana árið 1992 og Grikkja 2004. Tólf ár hefðu liðið á milli og aftur væru liðin tólf ár. „Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Sjá meira
Kevin Keegan fékk allan salinn í Silfurbergi í Hörpu í morgun til að skella upp úr þegar hann benti á að hann væri líklega alltof vel klæddur fyrir tilefnið. Keegan er á meðal sérfræðinga á ráðstefnunni Business and Football og sat við hlið Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda sem klæddist íslenskri landsliðstreyju. Keegan heillaði fólk upp úr skónum og þegar Halla sýndi honum að hún væri með nafn aftan á treyju sinni minnti Keegan á að hann hefði spilað fótbolta á þeim tíma þegar leikmenn þurftu ekki nafnið sitt aftan á treyjuna. „Við vissum hverjir við vorum,“ sagði Keegan og salurinn skellti upp úr. Þá ræddi Keegan um leiðtogahæfni og sagði að á tíma sínum hjá Liverpool hefðu leikmenn ekki lært fótbolta. Þeir hefðu lært á lífið. „Ef einhver henti treyju á gólfið sagði einhver þér að taka hana upp, annars þarf Betty að gera það,“ sagði Keegan. Skilaboðin væru skýr. Ef þú ætlar þér eitthvað í lífinu þá skaltu gera það almennilega. Keegan spilaði á ferli sínum meðal annars með Hamburg í Þýskalandi, Liverpool, Southampton og Englandi. Þeim liðum sem vel gekk áttu eitt sameiginlegt. Það voru ekki einn eða tveir leiðtogar í liðinu heldur fjórir eða fimm. Góður leiðtogi segi fólki ekki að gera eitthvað heldur sýni því. „Í fótboltanum þurfa leiðtogarnir að hætta í kringum 33 eða 34 ára aldurinn,“ sagði Keegan. Hjá frábærum félögum stígi upp nýir leiðtogar. Nú séu kaflaskil hjá Chelsea og John Terry. Hvað gerist þá? Það verði spennandi að sjá. Keegan sagðist í framhaldinu vera viss um að Ísland myndi vinna EM í Frakklandi í sumar. Vísaði hann til ævintýris Dana árið 1992 og Grikkja 2004. Tólf ár hefðu liðið á milli og aftur væru liðin tólf ár. „Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Sjá meira
John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15
Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45
Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15
Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45