Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2016 10:45 Illugi, Jón Rúnar, Bjarni Ben og John Carlin ræða málin í Hörpu í dag. vísir/anton brink Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tókust á um gervigras á ráðstefnunni Business and Football í morgun. Þeir voru í panel ásamt Illuga Gunnarssyni, mennta- og íþróttamálaráðherra, að ræða stöðu viðskipta og knattspyrnu á Íslandi. Þegar Bjarni þakkaði gervigrasinu að hluta fyrir framþróun íslenskrar knattspyrnu gat Jón Rúnar ekki setið á sér. FH-ingar, eins og kom augljóslega fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi, eru á móti gervigrasi á aðalvöllum en FH á tvær litlar knattspyrnuhallir með gervigrasi og sú þriðja í fullri stærð er á leiðinni. Blaðamaðurinn John Carlin stýrði umræðunni og sá greinilega að Jón Rúnar vildi ólmur mótmæla Bjarna og hann fékk að gera það. "Það er til þetta fólk sem vill taka það frá krökkum sem eru að byrja í fótbolta að renna sér á blautu og drullugu grasinu. Ekki ég. Ég er á móti gervigrasi," sagði Jón Rúnar og hélt áfram: "Ef þú horfir á vellina á Englandi núna eru þeir fullkomnir en fyrir nokkrum árum voru þetta eins og kartöflugarðar. Hvers vegna er það? Það er líka þróun á náttúrlegu grasi." "Við þurfum að einbeita okkur að því að þróa grasvellina okkar. Á veturna er tilgangslaust að vera með gervigras úti. Það vill enginn vera úti þá. Við eigum að vera með eina stóra knattspyrnuhöll í Reykjavík þar sem við getum spilað minni leiki en einbeitum okkur svo að því að bæta grasvellina. Við getum bætt vellina en við breytum ekki veðrinu," sagði Jón Rúnar. Blaðamaðurinn Carlin bjó lengi á Spáni og benti á að þrátt fyrir gott veður þar eru gervigrasvellir út um allt. Hann segir Spánverja mjög skipulagða þegar kemur að knattspyrnu og töluvert skipulagðari heldur en til dæmis Englendinga. Hann sagði Jóni Rúnari að það væri bein tenging á milli þess hvernig Spánverjar spila og hvernig þeir vilja halda boltanum þar sem krakkar æfa alltaf á gervigrasi. Hann benti á að íslenska liðið og yngri íslenskir leikmenn eru mun betri í fótbolta en áður og tengdi þessa þróun við gervigras. "Við erum með grasvöll á aðalvellinum okkar. Sá völlur var klár fyrir þremur vikum. Þetta snýst bara um að hugsa um það sem þú átt," sagði Jón Rúnar en Bjarni benti á að það skipti einnig máli hversu mikið völlurinn er notaður. "Ég get sagt ykkur það að FH-völlurinn er notaður að meðaltali 350 klukkustundir á ári. Karla- og kvennaliðið spilar og æfir á vellinum. Við þurfum að nýta þetta stutta sumar okkar og vera með grasvellina fullkomna." Bjarni tók þá orðið: "Það vilja allir spila á fullkomnum grasvöllum en þetta snýst um að nýta þá fjármuni sem við höfum til að þróa íþróttina. Það er engin spurning að gervigrasið og hallirnar sem við höfum fjárfest í er að skila sér. Nú erum við að uppskera," sagði Bjarni Benediktsson. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tókust á um gervigras á ráðstefnunni Business and Football í morgun. Þeir voru í panel ásamt Illuga Gunnarssyni, mennta- og íþróttamálaráðherra, að ræða stöðu viðskipta og knattspyrnu á Íslandi. Þegar Bjarni þakkaði gervigrasinu að hluta fyrir framþróun íslenskrar knattspyrnu gat Jón Rúnar ekki setið á sér. FH-ingar, eins og kom augljóslega fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi, eru á móti gervigrasi á aðalvöllum en FH á tvær litlar knattspyrnuhallir með gervigrasi og sú þriðja í fullri stærð er á leiðinni. Blaðamaðurinn John Carlin stýrði umræðunni og sá greinilega að Jón Rúnar vildi ólmur mótmæla Bjarna og hann fékk að gera það. "Það er til þetta fólk sem vill taka það frá krökkum sem eru að byrja í fótbolta að renna sér á blautu og drullugu grasinu. Ekki ég. Ég er á móti gervigrasi," sagði Jón Rúnar og hélt áfram: "Ef þú horfir á vellina á Englandi núna eru þeir fullkomnir en fyrir nokkrum árum voru þetta eins og kartöflugarðar. Hvers vegna er það? Það er líka þróun á náttúrlegu grasi." "Við þurfum að einbeita okkur að því að þróa grasvellina okkar. Á veturna er tilgangslaust að vera með gervigras úti. Það vill enginn vera úti þá. Við eigum að vera með eina stóra knattspyrnuhöll í Reykjavík þar sem við getum spilað minni leiki en einbeitum okkur svo að því að bæta grasvellina. Við getum bætt vellina en við breytum ekki veðrinu," sagði Jón Rúnar. Blaðamaðurinn Carlin bjó lengi á Spáni og benti á að þrátt fyrir gott veður þar eru gervigrasvellir út um allt. Hann segir Spánverja mjög skipulagða þegar kemur að knattspyrnu og töluvert skipulagðari heldur en til dæmis Englendinga. Hann sagði Jóni Rúnari að það væri bein tenging á milli þess hvernig Spánverjar spila og hvernig þeir vilja halda boltanum þar sem krakkar æfa alltaf á gervigrasi. Hann benti á að íslenska liðið og yngri íslenskir leikmenn eru mun betri í fótbolta en áður og tengdi þessa þróun við gervigras. "Við erum með grasvöll á aðalvellinum okkar. Sá völlur var klár fyrir þremur vikum. Þetta snýst bara um að hugsa um það sem þú átt," sagði Jón Rúnar en Bjarni benti á að það skipti einnig máli hversu mikið völlurinn er notaður. "Ég get sagt ykkur það að FH-völlurinn er notaður að meðaltali 350 klukkustundir á ári. Karla- og kvennaliðið spilar og æfir á vellinum. Við þurfum að nýta þetta stutta sumar okkar og vera með grasvellina fullkomna." Bjarni tók þá orðið: "Það vilja allir spila á fullkomnum grasvöllum en þetta snýst um að nýta þá fjármuni sem við höfum til að þróa íþróttina. Það er engin spurning að gervigrasið og hallirnar sem við höfum fjárfest í er að skila sér. Nú erum við að uppskera," sagði Bjarni Benediktsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira
John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15
Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45