Háskólanemar stofna leigumiðlun fyrir erlenda stúdenta ingvar haraldsson skrifar 11. maí 2016 10:30 Stofnendur Rentmate, Eyþór Logi Þorsteinsson, Jóhann Ívar Björnsson, Sigurður Davíð Stefánsson og Óli Pétur Friðþjófsson. vísir/stefán Fjórir nemendur við Háskólann í Reykjavík hafa stofnað fyrirtækið Rentmate sem á að aðstoða erlenda námsmenn við að finna húsnæði hér á landi. „Planið er að taka inn hundrað stúdenta í haust sem við erum á góðri leið með að ná,“ segir Eyþór Logi Þorsteinsson, hinn tvítugi framkvæmdastjóri Rentmate. Eyþór segir þá sjá mikil tækifæri fyrir gistiheimili, sem geti bætt nýtingu sína yfir vetrartímann, þegar færri ferðamenn séu á landinu en losni svo í útleigu til ferðamanna yfir sumartímann. Þá sé talsverð þörf fyrir aðila sem aðstoði erlenda námsmenn við að finna sér húsnæði. „Allar alþjóðaskrifstofur sem við höfum talað við hafa tekið okkur fagnandi, þetta er oft mikill hausverkur fyrir þær,“ segir hann. „Það er erfitt fyrir nemendurna að para sig saman í íbúð því það er enginn vettvangur fyrir þá til þess,“ bætir hann við. Hann segir von á um 1.200 erlendum stúdentum til landsins í haust í háskólana þrjá í Reykjavík. Þeir hafi sett sér það markmið að finna húsnæði fyrir hundrað nemendur næsta haust. „Við erum á góðri leið með það.“ Eigendur íbúða, t.d. á Airbnb, og gistiheimila hafi tekið þeim vel. Erlendu nemendurnir og eigendur gistirýma munu geta skráð sig inn á heimasíðu Rentmate þar sem hægt verður að auglýsa herbergi eða rúm og leigja þau út. Hann segir þá hafa hafið starfsemi um miðjan mars. „Hlutirnir eru búnir að gerast frekar hratt síðan þá.“ Þeir séu langt komnir með að hanna heimasíðu fyrir félagið þar sem erlendu nemendurnir og eigendur gistirýma munu geta leigt út herbergi eða rúm sem gistiheimili eða íbúðaeigendur muni geta auglýst á síðunni. Eyþór segir Rentmate hafi fengið 475 þúsund króna frumkvöðlastyrk frá JAeurope og Norðurlandaráði, en að öðru leyti hafi þeir fjármagnað verkefnið sjálfir. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Sjá meira
Fjórir nemendur við Háskólann í Reykjavík hafa stofnað fyrirtækið Rentmate sem á að aðstoða erlenda námsmenn við að finna húsnæði hér á landi. „Planið er að taka inn hundrað stúdenta í haust sem við erum á góðri leið með að ná,“ segir Eyþór Logi Þorsteinsson, hinn tvítugi framkvæmdastjóri Rentmate. Eyþór segir þá sjá mikil tækifæri fyrir gistiheimili, sem geti bætt nýtingu sína yfir vetrartímann, þegar færri ferðamenn séu á landinu en losni svo í útleigu til ferðamanna yfir sumartímann. Þá sé talsverð þörf fyrir aðila sem aðstoði erlenda námsmenn við að finna sér húsnæði. „Allar alþjóðaskrifstofur sem við höfum talað við hafa tekið okkur fagnandi, þetta er oft mikill hausverkur fyrir þær,“ segir hann. „Það er erfitt fyrir nemendurna að para sig saman í íbúð því það er enginn vettvangur fyrir þá til þess,“ bætir hann við. Hann segir von á um 1.200 erlendum stúdentum til landsins í haust í háskólana þrjá í Reykjavík. Þeir hafi sett sér það markmið að finna húsnæði fyrir hundrað nemendur næsta haust. „Við erum á góðri leið með það.“ Eigendur íbúða, t.d. á Airbnb, og gistiheimila hafi tekið þeim vel. Erlendu nemendurnir og eigendur gistirýma munu geta skráð sig inn á heimasíðu Rentmate þar sem hægt verður að auglýsa herbergi eða rúm og leigja þau út. Hann segir þá hafa hafið starfsemi um miðjan mars. „Hlutirnir eru búnir að gerast frekar hratt síðan þá.“ Þeir séu langt komnir með að hanna heimasíðu fyrir félagið þar sem erlendu nemendurnir og eigendur gistirýma munu geta leigt út herbergi eða rúm sem gistiheimili eða íbúðaeigendur muni geta auglýst á síðunni. Eyþór segir Rentmate hafi fengið 475 þúsund króna frumkvöðlastyrk frá JAeurope og Norðurlandaráði, en að öðru leyti hafi þeir fjármagnað verkefnið sjálfir.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Sjá meira