Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2016 09:45 Ramón Calderón setti ráðstefnuna í dag. vísir/anton brink „Góðan daginn og velkominn. Ég heiti Ramón Calderón eða Ramón Jamie-son ef ég væri Íslendingur,“ sagði Ramón Calderón, fyrrverandi forseti spænska fótboltastórveldisins Real Madrid, þegar hann setti ráðstefnuna Business and Football í Hörpu í morgun. Fjöldi frægra manna innan fótboltaheimsins á borð við Kevin Keegan, David Moyes og Chris Coleman eru staddir í Hörpu þar sem þeir munu framan af degi tala um tengingu fótbolta og viðskipta ásamt íslensku framafólki úr viðskiptalífinu. „Það er sannur heiður að vera á Íslandi og á þessu sviði að setja þessa ráðstefnu. Það eru forréttindi að vera hér fyrir framan allt þetta merkisfólk úr fótbolta- og viðskiptaheiminum,“ sagði Calderón. Calderón er gestgjafi dagsins en hann og Arnar Reynisson áttu hugmyndina að ráðstefnunni. Spánverjinn er heillaður af því hvernig Ísland komst út úr kreppunni, að eigin sögn, og að nánast á sama tíma komst íslenska karlalandsliðið á EM. „Þegar ég hitti félaga minn í þessu, Arnar Reynisson, voru allir sem ég hitti út um allan heim; pólitíkusar, fjölmiðlamenn og hagfræðingar, að tala um hvernig Ísland komst í gegnum efnahagsástandið,“ sagði Calderón. „Það sem var enn ótrúlega var hvernig þið fóruð að þessu. Þið beittuð ekki aðferðum sem vanlega eru notaðar í svona ástandi. Sem lögfræðingur þekki ég ekki markaðinn það vel en ég skildi mikilvægi þess sem þetta fólk var að segja og hvernig þið fóruð úr því að tapa næstum öllu í að koma sterk til baka.“Vísir/Anton„Á sama tíma var svo fótboltalandsliðið að spila frábærlega og ná úrslitum sem kom þeim á Evrópumótið í Frakklandi í næsta mánuði. Því meira sem ég lærði um Ísland því meira fannst mér að íbúar landsins og íslenska þjóðin ættu skilið að vera hampað og að aðrir myndu heyra hvernig Ísland fór að þessu,“ sagði Calderón. Spánverjinn viðurkenndi að hann vissi ekki mikið um Ísland þegar hann fyrst fór að kynna sér landið en hann las allt sem hann komst í bæði í tímaritum og bókum. Þá kom hann til Íslands og var hrifinn af gestrisni Íslendinga. „Ég varð ástfanginn af Íslandi,“ sagði Calderón. „Það sem mér fannst líka merkilegt var að enginn hér montar sig af árangri ykkar í viðskiptum og fótboltanum. Það kom mér samt ekkert á óvart því gáfað fólk hælir ekki sjálfu sér þegar það gerir eitthvað einstakt.“ Orðið kraftaverk hefur verið notað yfir árangur Íslands jafnt í viðskiptum sem og í fótboltanum, að sögn Calderón, en hann er ekki svo viss um að það sé rétta orðið. „Maður fær alltaf sama svarið. Þetta er kraftaverk. En við vitum alveg að hlutirnir gerast ekki að sjálfu sér. Ekki einu sinni við sem ólumst upp sem kaþólikkar trúum á kraftaverk í hefðbundnum skilningi. Það sem þið hafið afrekað er uppskera mikillar vinnu, ekki kraftaverk,“ sagði Ramón Calderón. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
„Góðan daginn og velkominn. Ég heiti Ramón Calderón eða Ramón Jamie-son ef ég væri Íslendingur,“ sagði Ramón Calderón, fyrrverandi forseti spænska fótboltastórveldisins Real Madrid, þegar hann setti ráðstefnuna Business and Football í Hörpu í morgun. Fjöldi frægra manna innan fótboltaheimsins á borð við Kevin Keegan, David Moyes og Chris Coleman eru staddir í Hörpu þar sem þeir munu framan af degi tala um tengingu fótbolta og viðskipta ásamt íslensku framafólki úr viðskiptalífinu. „Það er sannur heiður að vera á Íslandi og á þessu sviði að setja þessa ráðstefnu. Það eru forréttindi að vera hér fyrir framan allt þetta merkisfólk úr fótbolta- og viðskiptaheiminum,“ sagði Calderón. Calderón er gestgjafi dagsins en hann og Arnar Reynisson áttu hugmyndina að ráðstefnunni. Spánverjinn er heillaður af því hvernig Ísland komst út úr kreppunni, að eigin sögn, og að nánast á sama tíma komst íslenska karlalandsliðið á EM. „Þegar ég hitti félaga minn í þessu, Arnar Reynisson, voru allir sem ég hitti út um allan heim; pólitíkusar, fjölmiðlamenn og hagfræðingar, að tala um hvernig Ísland komst í gegnum efnahagsástandið,“ sagði Calderón. „Það sem var enn ótrúlega var hvernig þið fóruð að þessu. Þið beittuð ekki aðferðum sem vanlega eru notaðar í svona ástandi. Sem lögfræðingur þekki ég ekki markaðinn það vel en ég skildi mikilvægi þess sem þetta fólk var að segja og hvernig þið fóruð úr því að tapa næstum öllu í að koma sterk til baka.“Vísir/Anton„Á sama tíma var svo fótboltalandsliðið að spila frábærlega og ná úrslitum sem kom þeim á Evrópumótið í Frakklandi í næsta mánuði. Því meira sem ég lærði um Ísland því meira fannst mér að íbúar landsins og íslenska þjóðin ættu skilið að vera hampað og að aðrir myndu heyra hvernig Ísland fór að þessu,“ sagði Calderón. Spánverjinn viðurkenndi að hann vissi ekki mikið um Ísland þegar hann fyrst fór að kynna sér landið en hann las allt sem hann komst í bæði í tímaritum og bókum. Þá kom hann til Íslands og var hrifinn af gestrisni Íslendinga. „Ég varð ástfanginn af Íslandi,“ sagði Calderón. „Það sem mér fannst líka merkilegt var að enginn hér montar sig af árangri ykkar í viðskiptum og fótboltanum. Það kom mér samt ekkert á óvart því gáfað fólk hælir ekki sjálfu sér þegar það gerir eitthvað einstakt.“ Orðið kraftaverk hefur verið notað yfir árangur Íslands jafnt í viðskiptum sem og í fótboltanum, að sögn Calderón, en hann er ekki svo viss um að það sé rétta orðið. „Maður fær alltaf sama svarið. Þetta er kraftaverk. En við vitum alveg að hlutirnir gerast ekki að sjálfu sér. Ekki einu sinni við sem ólumst upp sem kaþólikkar trúum á kraftaverk í hefðbundnum skilningi. Það sem þið hafið afrekað er uppskera mikillar vinnu, ekki kraftaverk,“ sagði Ramón Calderón.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15