Atvinnulífið klofið í afstöðu til Evrópusambandsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. maí 2016 11:00 Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri og einn helsti talsmaður útgöngu, mætir til málfundar á hjóli. Fréttablaðið/EPA Meirihluti þeirra sem starfa í bresku atvinnulífi hyggst greiða atkvæði með áframhaldandi aðild Breta að Evrópusambandinu. Bilið á milli aðildarsinna og útgöngusinna minnkar þó samkvæmt nýrri könnun. Sú könnun var gerð á vegum Breska viðskiptaráðsins í apríl. Hún sýndi að 54 prósent af 2.200 félagsmönnum sögðust myndu greiða atkvæði með aðild. Í febrúar síðastliðnum sögðust aftur á móti 60 prósent myndu greiða atkvæði með áframhaldandi aðild. Hins vegar sögðust 37 prósent, í könnuninni í apríl, myndu greiða atkvæði með útgöngu en 30 prósent sögðu í febrúar að þeir myndu greiða atkvæði á þann veg. Adam Marshall, starfandi framkvæmdastjóri Breska viðskiptaráðsins, segir að bilið sé sannarlega að minnka. „Jafnvel þótt stór meirihluti af þeim sem við töluðum við hafi látið í ljós þá skoðun sína að þeir vilji áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu þá er bilið milli aðildarsinna og útgöngusinna að dragast verulega saman á síðustu vikum,“ segir hann. Fulltrúar stærri fyrirtækja og þeirra sem eiga mikil viðskipti við Evrópumarkaði voru líklegri til að greiða atkvæði með áframhaldandi aðild. Fulltrúar minni fyrirtækja, með 10 starfsmenn eða færri og eru ekki í útflutningi, voru mun líklegri til þess að vilja ganga úr Evrópusambandinu. Stærstur hluti svarenda taldi að þjóðaratkvæðagreiðslan, sem fram fer 23. júní, hefði enn sem komið er ekki haft nein áhrif á starfsemi fyrirtækja þeirra, eins og sölu, starfsmannahald eða fjárfestingu. Tæp 36 prósent töldu að ef Bretland yfirgæfi Evrópusambandið myndi það hafa neikvæð áhrif á vaxtaráætlanir fyrirtækisins, en 36,3 prósent töldu að það hefði engin áhrif. Tæp 16 prósent töldu svo að það myndi hafa jákvæð áhrif. Brexit Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Meirihluti þeirra sem starfa í bresku atvinnulífi hyggst greiða atkvæði með áframhaldandi aðild Breta að Evrópusambandinu. Bilið á milli aðildarsinna og útgöngusinna minnkar þó samkvæmt nýrri könnun. Sú könnun var gerð á vegum Breska viðskiptaráðsins í apríl. Hún sýndi að 54 prósent af 2.200 félagsmönnum sögðust myndu greiða atkvæði með aðild. Í febrúar síðastliðnum sögðust aftur á móti 60 prósent myndu greiða atkvæði með áframhaldandi aðild. Hins vegar sögðust 37 prósent, í könnuninni í apríl, myndu greiða atkvæði með útgöngu en 30 prósent sögðu í febrúar að þeir myndu greiða atkvæði á þann veg. Adam Marshall, starfandi framkvæmdastjóri Breska viðskiptaráðsins, segir að bilið sé sannarlega að minnka. „Jafnvel þótt stór meirihluti af þeim sem við töluðum við hafi látið í ljós þá skoðun sína að þeir vilji áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu þá er bilið milli aðildarsinna og útgöngusinna að dragast verulega saman á síðustu vikum,“ segir hann. Fulltrúar stærri fyrirtækja og þeirra sem eiga mikil viðskipti við Evrópumarkaði voru líklegri til að greiða atkvæði með áframhaldandi aðild. Fulltrúar minni fyrirtækja, með 10 starfsmenn eða færri og eru ekki í útflutningi, voru mun líklegri til þess að vilja ganga úr Evrópusambandinu. Stærstur hluti svarenda taldi að þjóðaratkvæðagreiðslan, sem fram fer 23. júní, hefði enn sem komið er ekki haft nein áhrif á starfsemi fyrirtækja þeirra, eins og sölu, starfsmannahald eða fjárfestingu. Tæp 36 prósent töldu að ef Bretland yfirgæfi Evrópusambandið myndi það hafa neikvæð áhrif á vaxtaráætlanir fyrirtækisins, en 36,3 prósent töldu að það hefði engin áhrif. Tæp 16 prósent töldu svo að það myndi hafa jákvæð áhrif.
Brexit Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira