Magnús Ingberg býður sig fram til forseta Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 10. maí 2016 10:40 Magnús Ingberg Jónsson frá Svínavatni. Magnús Ingberg Jónsson hefur gefið kost á sér til forseta Íslands. Magnús Ingberg er 46 ára frá Svínavatni en hann mun sem forseti leggja áherslu á að landið verði ekki stjórnlaust vegna pólitískra átaka, sem ganga að hans sögn út á að rífast innbyrðis um sérhagsmuni og frama, í stað samvinnu að bættum hag Íslendinga. Hann vill afnema verðtrygginguna og vill að þjóðin fái að ákveða það í næstu alþingiskosningum, ef þingið sjálft er ekki fært um það. Hann vill að húsnæðislán verði einungis með veð í eigninni og þá í prósentum, og setur mörkin á að veðsetningin verði aldrei meiri en 80 prósent. Hann er andvígur inngöngu í ESB, en segist ætla að virða skoðun þjóðarinnar þó hún verði ekki sú sama og hans. Þá vill hann að þjóðin fái að taka ákvarðanir í umdeildum málum. Hann segir einnig mikilvægt að bæta heilbrigðisþjónustu úti á landi og vill standa vörð um sjúkraflugið og bættar samgöngur. Magnús Ingberg er kvæntur Silju Dröfn Sæmundsdóttur og eiga þau saman fimm börn. Í tilkynningu til fjölmiðla vekur hann athygli á að undirskriftalistar liggja frammi í Sjafnarblómi á Selfossi, versluninni Borg í Grímsnesi, Bjarnabúð Reykholti, Samkaupum á Flúðum, versluninni Vegamót við Landvegamót, Bíliðjunni Þorlákshöfn og á heimili hans við Spóarima 14 á Selfossi. „Mig vantar meðmælendur og fresturinn er að renna út. Ekki hika ef þú vilt ábyrgan forseta. Ef þú vilt aðstoða mig við að safna meðmælendum, þá er síminn hjá mér: 899-9670,“ segir í tilkynningunni frá Magnúsi Ingberg til fjölmiðla. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Magnús Ingberg Jónsson hefur gefið kost á sér til forseta Íslands. Magnús Ingberg er 46 ára frá Svínavatni en hann mun sem forseti leggja áherslu á að landið verði ekki stjórnlaust vegna pólitískra átaka, sem ganga að hans sögn út á að rífast innbyrðis um sérhagsmuni og frama, í stað samvinnu að bættum hag Íslendinga. Hann vill afnema verðtrygginguna og vill að þjóðin fái að ákveða það í næstu alþingiskosningum, ef þingið sjálft er ekki fært um það. Hann vill að húsnæðislán verði einungis með veð í eigninni og þá í prósentum, og setur mörkin á að veðsetningin verði aldrei meiri en 80 prósent. Hann er andvígur inngöngu í ESB, en segist ætla að virða skoðun þjóðarinnar þó hún verði ekki sú sama og hans. Þá vill hann að þjóðin fái að taka ákvarðanir í umdeildum málum. Hann segir einnig mikilvægt að bæta heilbrigðisþjónustu úti á landi og vill standa vörð um sjúkraflugið og bættar samgöngur. Magnús Ingberg er kvæntur Silju Dröfn Sæmundsdóttur og eiga þau saman fimm börn. Í tilkynningu til fjölmiðla vekur hann athygli á að undirskriftalistar liggja frammi í Sjafnarblómi á Selfossi, versluninni Borg í Grímsnesi, Bjarnabúð Reykholti, Samkaupum á Flúðum, versluninni Vegamót við Landvegamót, Bíliðjunni Þorlákshöfn og á heimili hans við Spóarima 14 á Selfossi. „Mig vantar meðmælendur og fresturinn er að renna út. Ekki hika ef þú vilt ábyrgan forseta. Ef þú vilt aðstoða mig við að safna meðmælendum, þá er síminn hjá mér: 899-9670,“ segir í tilkynningunni frá Magnúsi Ingberg til fjölmiðla.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira