Magnús Ingberg býður sig fram til forseta Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 10. maí 2016 10:40 Magnús Ingberg Jónsson frá Svínavatni. Magnús Ingberg Jónsson hefur gefið kost á sér til forseta Íslands. Magnús Ingberg er 46 ára frá Svínavatni en hann mun sem forseti leggja áherslu á að landið verði ekki stjórnlaust vegna pólitískra átaka, sem ganga að hans sögn út á að rífast innbyrðis um sérhagsmuni og frama, í stað samvinnu að bættum hag Íslendinga. Hann vill afnema verðtrygginguna og vill að þjóðin fái að ákveða það í næstu alþingiskosningum, ef þingið sjálft er ekki fært um það. Hann vill að húsnæðislán verði einungis með veð í eigninni og þá í prósentum, og setur mörkin á að veðsetningin verði aldrei meiri en 80 prósent. Hann er andvígur inngöngu í ESB, en segist ætla að virða skoðun þjóðarinnar þó hún verði ekki sú sama og hans. Þá vill hann að þjóðin fái að taka ákvarðanir í umdeildum málum. Hann segir einnig mikilvægt að bæta heilbrigðisþjónustu úti á landi og vill standa vörð um sjúkraflugið og bættar samgöngur. Magnús Ingberg er kvæntur Silju Dröfn Sæmundsdóttur og eiga þau saman fimm börn. Í tilkynningu til fjölmiðla vekur hann athygli á að undirskriftalistar liggja frammi í Sjafnarblómi á Selfossi, versluninni Borg í Grímsnesi, Bjarnabúð Reykholti, Samkaupum á Flúðum, versluninni Vegamót við Landvegamót, Bíliðjunni Þorlákshöfn og á heimili hans við Spóarima 14 á Selfossi. „Mig vantar meðmælendur og fresturinn er að renna út. Ekki hika ef þú vilt ábyrgan forseta. Ef þú vilt aðstoða mig við að safna meðmælendum, þá er síminn hjá mér: 899-9670,“ segir í tilkynningunni frá Magnúsi Ingberg til fjölmiðla. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Magnús Ingberg Jónsson hefur gefið kost á sér til forseta Íslands. Magnús Ingberg er 46 ára frá Svínavatni en hann mun sem forseti leggja áherslu á að landið verði ekki stjórnlaust vegna pólitískra átaka, sem ganga að hans sögn út á að rífast innbyrðis um sérhagsmuni og frama, í stað samvinnu að bættum hag Íslendinga. Hann vill afnema verðtrygginguna og vill að þjóðin fái að ákveða það í næstu alþingiskosningum, ef þingið sjálft er ekki fært um það. Hann vill að húsnæðislán verði einungis með veð í eigninni og þá í prósentum, og setur mörkin á að veðsetningin verði aldrei meiri en 80 prósent. Hann er andvígur inngöngu í ESB, en segist ætla að virða skoðun þjóðarinnar þó hún verði ekki sú sama og hans. Þá vill hann að þjóðin fái að taka ákvarðanir í umdeildum málum. Hann segir einnig mikilvægt að bæta heilbrigðisþjónustu úti á landi og vill standa vörð um sjúkraflugið og bættar samgöngur. Magnús Ingberg er kvæntur Silju Dröfn Sæmundsdóttur og eiga þau saman fimm börn. Í tilkynningu til fjölmiðla vekur hann athygli á að undirskriftalistar liggja frammi í Sjafnarblómi á Selfossi, versluninni Borg í Grímsnesi, Bjarnabúð Reykholti, Samkaupum á Flúðum, versluninni Vegamót við Landvegamót, Bíliðjunni Þorlákshöfn og á heimili hans við Spóarima 14 á Selfossi. „Mig vantar meðmælendur og fresturinn er að renna út. Ekki hika ef þú vilt ábyrgan forseta. Ef þú vilt aðstoða mig við að safna meðmælendum, þá er síminn hjá mér: 899-9670,“ segir í tilkynningunni frá Magnúsi Ingberg til fjölmiðla.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira