Erlent

Baðst afsökunar á því að ýja að því að Trump væri með lítið typpi

Samúel Karl Ólason skrifar
Marco Rubio og Donald Trump.
Marco Rubio og Donald Trump. Vísir/Getty
Öldungadeildarþingmaðurinn Marco Rubio hefur beðið Donald Trump afsökunar á því að hafa ýjað að því að Trump væri með lítið typpi. Trump hafði kallað Rubio „Little Marco“ um langt skeið og Rubio er ekki stoltur af orðum sínum.

Þetta gerðist tiltölulega snemma í kosningabaráttunni og leiddi til þess að Trump stærði sig opinberlega af stærð getnaðarlims síns.

„Ég vil að börnin mín séu stolt af mér og ég held að þetta hafi ekki endurspeglað trú mína, né hver ég er,“ sagði Rubio í viðtali hjá CNN. Samkvæmt Huffington Post bað Rubio Trump einnig afsökunar í eigin persónu. Það gerði hann á meðan kappræðurnar stóðu enn yfir.

Rubio, sem hefur dregið sig úr kapphlaupinu um tilnefningu Repúblikanaflokksins til embættis forseta Bandaríkjanna, segist ekki hafa viljað græða á afsökunarbeiðninni og því hafi hann ekki sagt frá henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×