Vonir um Borgarlínu innan fimm til tíu ára Sæunn Gísladóttir skrifar 28. maí 2016 07:00 Vonir eru um að Borgarlína sem tengi saman helstu svæði höfuðborgarsvæðisins verði tekin í notkun eftir fimm ár, eða að minnsta kosti innan næstu tíu ára. Þetta kom fram í máli Þorsteins R. Hermannssonar, samgöngustjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, á málþingi um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu í gær. „Við erum ekki að hugsa fjörutíu ár fram í tímann með þetta,“ sagði hann. Borgarlína verður annaðhvort léttlesta- eða hraðvagnakerfi, ekki er búið að ákveða hvaða tækni á að nota. Verið er að skoða möguleikann á að tengja frá Keflavíkurflugvelli við Borgarlínuna, þó nokkrar útfærslur séu á borðinu. Borgarlínan er hryggjarstykkið í Höfuðborgarsvæðinu 2040, nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og samgönguáherslum þess. Fram kom á fundinum að árið 2040 gæti 40 kílómetra Borgarlína verið komin í gagnið. Heildarstofnkostnaðar væri 70 til 150 milljarðar króna. Hægt væri að ljúka fyrsta áfanga fyrir árið 2022 með 18 kílómetra línu, sú fjárfesting myndi nema 30 til 65 milljörðum króna. Þorsteinn rökstuddi uppbyggingu Borgarlínu í Reykjavík með því að vísa til þess að sambærileg kerfi hefðu verið byggð upp víðsvegar um Evrópu fyrir borgir með innan við 300 þúsund íbúa og jafnvel 200 þúsund íbúa. Í Frakklandi hefur verið byggt upp léttlestarkerfi í 33 borgum frá árinu 1985, þar af í 25 borgum með færri en 250 þúsund íbúa. Akstursleiðirnar eru ekki endanlegar en greining og samanburður hefur verið gerður á mögulegum akstursleiðum eftir tólf leggjum milli kjarna. Þær akstursleiðir sem eru meðal annars til áframhaldandi skoðunar eru Fjörður í Hafnarfirði, Garðabær, Hamraborg, Kringlan, Miðbær, BSÍ, Ártún og Eiðistorg. Innan við fjögur hundruð metra frá akstursleiðum á korti eru 80 þúsund íbúar, 68 prósent af verslunar- og skrifstofuhúsnæði og 51 prósent af atvinnuhúsnæði. „Við gerð Borgarlínu er skoðaður hver sé þéttleiki byggðar í dag, en ekki síður hvar uppbyggingin verður,“ sagði Þorsteinn á fundinum. „Kerfið er ekki bara fjárfesting heldur leiðir líka af sér fjárfestingu. Áætlanir um uppbyggingu húsnæðis og Borgarlínu eru samtvinnaðar til að hægt sé að uppfylla ferðaþarfir sem flestra íbúa og ferðamanna með kerfinu.“ Þorsteinn bætti við að höfð væri í huga fjölgun um næstu sjötíu þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn vék að fjármögnun Borgarlínu á fundinum og benti á dæmi frá Danmörku og Frakklandi. Þar hefur fjármögnunin skipst milli sveitarfélaga, ríkisstjórna og hverfa. Í Frakklandi hefur ríkið fjármagnað stofnkostnað með skattheimtu, til dæmis frá bílastæðagjöldum og fyrirtækjum í grenndinni. Fjölbreyttar fjármögnunarleiðir eru því í boði, meðal annars samstarf við einkamarkaði um framkvæmdir, fjármögnun og rekstur, svokölluð PPP-leið. Opinber fjármögnun er ýmist í formi almennrar eða sértækrar skattheimtu. Sérstakur skattur er þá eyrnamerktur almenningssamgöngum, til dæmis vegtollar, gjaldtaka af bílastæðum og fleira. Í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu hefur PPP-kerfið gengið vel í uppbyggingu og rekstri hágæða almenningssamgöngukerfa, en þeim hefur stöðugt fjölgað þar síðustu 24 ár. Í York fyrir utan Toronto er Viva- kerfi við lýði, þar sáu samgönguyfirvöld um stærstan hluta fjármögnunar, en einkaaðilar sáu um hönnun, uppbyggingu, innkaup og rekstur að hluta. Þorsteinn benti á að uppbygging léttlestarkerfis tæki ekki langan tíma þegar ákveðið væri að taka af skarið. „Í Viva-kerfinu liðu 36 mánuðir milli þess sem undirbúningur verkefnisins hófst og þangað til fyrstu vagnarnir hófu akstur,“ sagði Þorsteinn. Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Vonir eru um að Borgarlína sem tengi saman helstu svæði höfuðborgarsvæðisins verði tekin í notkun eftir fimm ár, eða að minnsta kosti innan næstu tíu ára. Þetta kom fram í máli Þorsteins R. Hermannssonar, samgöngustjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, á málþingi um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu í gær. „Við erum ekki að hugsa fjörutíu ár fram í tímann með þetta,“ sagði hann. Borgarlína verður annaðhvort léttlesta- eða hraðvagnakerfi, ekki er búið að ákveða hvaða tækni á að nota. Verið er að skoða möguleikann á að tengja frá Keflavíkurflugvelli við Borgarlínuna, þó nokkrar útfærslur séu á borðinu. Borgarlínan er hryggjarstykkið í Höfuðborgarsvæðinu 2040, nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og samgönguáherslum þess. Fram kom á fundinum að árið 2040 gæti 40 kílómetra Borgarlína verið komin í gagnið. Heildarstofnkostnaðar væri 70 til 150 milljarðar króna. Hægt væri að ljúka fyrsta áfanga fyrir árið 2022 með 18 kílómetra línu, sú fjárfesting myndi nema 30 til 65 milljörðum króna. Þorsteinn rökstuddi uppbyggingu Borgarlínu í Reykjavík með því að vísa til þess að sambærileg kerfi hefðu verið byggð upp víðsvegar um Evrópu fyrir borgir með innan við 300 þúsund íbúa og jafnvel 200 þúsund íbúa. Í Frakklandi hefur verið byggt upp léttlestarkerfi í 33 borgum frá árinu 1985, þar af í 25 borgum með færri en 250 þúsund íbúa. Akstursleiðirnar eru ekki endanlegar en greining og samanburður hefur verið gerður á mögulegum akstursleiðum eftir tólf leggjum milli kjarna. Þær akstursleiðir sem eru meðal annars til áframhaldandi skoðunar eru Fjörður í Hafnarfirði, Garðabær, Hamraborg, Kringlan, Miðbær, BSÍ, Ártún og Eiðistorg. Innan við fjögur hundruð metra frá akstursleiðum á korti eru 80 þúsund íbúar, 68 prósent af verslunar- og skrifstofuhúsnæði og 51 prósent af atvinnuhúsnæði. „Við gerð Borgarlínu er skoðaður hver sé þéttleiki byggðar í dag, en ekki síður hvar uppbyggingin verður,“ sagði Þorsteinn á fundinum. „Kerfið er ekki bara fjárfesting heldur leiðir líka af sér fjárfestingu. Áætlanir um uppbyggingu húsnæðis og Borgarlínu eru samtvinnaðar til að hægt sé að uppfylla ferðaþarfir sem flestra íbúa og ferðamanna með kerfinu.“ Þorsteinn bætti við að höfð væri í huga fjölgun um næstu sjötíu þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn vék að fjármögnun Borgarlínu á fundinum og benti á dæmi frá Danmörku og Frakklandi. Þar hefur fjármögnunin skipst milli sveitarfélaga, ríkisstjórna og hverfa. Í Frakklandi hefur ríkið fjármagnað stofnkostnað með skattheimtu, til dæmis frá bílastæðagjöldum og fyrirtækjum í grenndinni. Fjölbreyttar fjármögnunarleiðir eru því í boði, meðal annars samstarf við einkamarkaði um framkvæmdir, fjármögnun og rekstur, svokölluð PPP-leið. Opinber fjármögnun er ýmist í formi almennrar eða sértækrar skattheimtu. Sérstakur skattur er þá eyrnamerktur almenningssamgöngum, til dæmis vegtollar, gjaldtaka af bílastæðum og fleira. Í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu hefur PPP-kerfið gengið vel í uppbyggingu og rekstri hágæða almenningssamgöngukerfa, en þeim hefur stöðugt fjölgað þar síðustu 24 ár. Í York fyrir utan Toronto er Viva- kerfi við lýði, þar sáu samgönguyfirvöld um stærstan hluta fjármögnunar, en einkaaðilar sáu um hönnun, uppbyggingu, innkaup og rekstur að hluta. Þorsteinn benti á að uppbygging léttlestarkerfis tæki ekki langan tíma þegar ákveðið væri að taka af skarið. „Í Viva-kerfinu liðu 36 mánuðir milli þess sem undirbúningur verkefnisins hófst og þangað til fyrstu vagnarnir hófu akstur,“ sagði Þorsteinn.
Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira